Trudeau braut siðareglur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2019 21:01 Trudeau hefur verið á hálum ís vegna ásakana um að hann hafi haft óeðlileg afskipti af meiriháttar spillingarmáli. Vísir/EPA Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, braut siðareglur þegar hann reyndi að hafa áhrif á dómsmálaráðherra Kanada í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims.Þetta er niðurstaða siðareglumeistara alríkisstjórnarinnar í Kanada sem hóf athugun á málinu eftir að fréttir voru sagðar af því að Trudeau hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofunni frá málaferlum. Var hann sagður hafa beðið Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin, og beitt hana þrýstingi í þeim efnum. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Í niðurstöðu siðareglumeistarans segir að Trudeau hafi brotið þá grein siðareglna kanadísku alríkisstjórnarinnar sem meina þeim sem sitja í opinberu embætti að beita stöðu sinni á óeðlilegan hátt í þágu þriðja aðila. „Forsætisráðherrann gerði það, bæði í eigin persónu og í gegnum háttsetta embættismenn, og beitti Wilson-Raybould þrýstingi á margvíslegan hátt,“ er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni. Engin viðurlög eru við brotum forsætisráðherrans en talið er að málið geti haft áhrif á fylgi hans og Frjálslynda flokksins í kosningunum í október. Sjálfur segist Trudeau samþykkja niðurstöður siðareglumeistarans, þrátt fyrir að hann taki ekki undir allt það sem fram kemur í skýrslunni. Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau að ná vopnum sínum eftir hneykslismál Kanadíski forsætisráðherrann hefur verið á hálum ís vegna ásakana um að hann hafi haft óeðlileg afskipti af meiriháttar spillingarmáli. 9. júlí 2019 19:44 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, braut siðareglur þegar hann reyndi að hafa áhrif á dómsmálaráðherra Kanada í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims.Þetta er niðurstaða siðareglumeistara alríkisstjórnarinnar í Kanada sem hóf athugun á málinu eftir að fréttir voru sagðar af því að Trudeau hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofunni frá málaferlum. Var hann sagður hafa beðið Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin, og beitt hana þrýstingi í þeim efnum. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Í niðurstöðu siðareglumeistarans segir að Trudeau hafi brotið þá grein siðareglna kanadísku alríkisstjórnarinnar sem meina þeim sem sitja í opinberu embætti að beita stöðu sinni á óeðlilegan hátt í þágu þriðja aðila. „Forsætisráðherrann gerði það, bæði í eigin persónu og í gegnum háttsetta embættismenn, og beitti Wilson-Raybould þrýstingi á margvíslegan hátt,“ er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni. Engin viðurlög eru við brotum forsætisráðherrans en talið er að málið geti haft áhrif á fylgi hans og Frjálslynda flokksins í kosningunum í október. Sjálfur segist Trudeau samþykkja niðurstöður siðareglumeistarans, þrátt fyrir að hann taki ekki undir allt það sem fram kemur í skýrslunni.
Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau að ná vopnum sínum eftir hneykslismál Kanadíski forsætisráðherrann hefur verið á hálum ís vegna ásakana um að hann hafi haft óeðlileg afskipti af meiriháttar spillingarmáli. 9. júlí 2019 19:44 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau að ná vopnum sínum eftir hneykslismál Kanadíski forsætisráðherrann hefur verið á hálum ís vegna ásakana um að hann hafi haft óeðlileg afskipti af meiriháttar spillingarmáli. 9. júlí 2019 19:44
Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49