Spá stöðugleika í fasteignaverði á Íslandi á næstu þremur árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Ari Skúlason, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum að spá því að næstu þrjú ár verði raunverð á húsnæði nokkurn veginn óbreytt og að hækkun fasteignaverðs verði í takt við verðbólguna,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Þannig að við erum að tala um í mesta lagi 3 til 4 prósenta hækkanir á ári, næstu tvö til þrjú ár. Það er mjög lítið vegna þess að meðalhækkunin um það bil frá aldamótum fram á síðasta ár var 9,5 prósent – að meðtöldu hruninu og öllu saman á þeim tíma,“ bendir Ari á. Aðspurður um skýringu segir Ari hana vera þá að hagkerfið sé að verða mun stöðugra. „Það eru auðvitað þættir sem hafa áhrif á þetta, eins og framboð á húsnæði og framboð á leiguhúsnæði. Hvort tveggja er að aukast mjög mikið sem hægir svo á þannig að kaupgleðin er ekki eins mikil og hún hefur oft verið.“ Ari játar því að þessi vænta þróun séu góð tíðindi fyrir heildarmyndina í efnahagslífinu. „Þegar eitthvað er fyrirsjáanlegt og eitthvað sem maður getur reiknað með að standist þá er það náttúrlega gott.“ Úr tölum má lesa að þegar kaupverð fasteigna æddi áfram á árunum 2016 til 2017 fylgdi leiguverð húsnæðis ekki með. Að jafnaði hefur leiguverð hækkað um rúmlega 90 prósent af þeirri hækkun sem orðið hefur á kaupverði fasteigna frá því í ársbyrjun 2014. „Síðan hefur þetta haldist nokkurn veginn í sama ferli en leiguverðið samt hækkað aðeins meira síðasta eitt og hálfa árið eða svo,“ segir Ari. Þetta þýðir að húsaleiga hefur frá því í ársbyrjun 2018 hækkað heldur meira en kaupverð fasteigna. Ari undirstrikar þó að leiguverð og húsnæðisverð haldist að jafnaði í hendur yfir lengri tíma. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
„Við erum að spá því að næstu þrjú ár verði raunverð á húsnæði nokkurn veginn óbreytt og að hækkun fasteignaverðs verði í takt við verðbólguna,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Þannig að við erum að tala um í mesta lagi 3 til 4 prósenta hækkanir á ári, næstu tvö til þrjú ár. Það er mjög lítið vegna þess að meðalhækkunin um það bil frá aldamótum fram á síðasta ár var 9,5 prósent – að meðtöldu hruninu og öllu saman á þeim tíma,“ bendir Ari á. Aðspurður um skýringu segir Ari hana vera þá að hagkerfið sé að verða mun stöðugra. „Það eru auðvitað þættir sem hafa áhrif á þetta, eins og framboð á húsnæði og framboð á leiguhúsnæði. Hvort tveggja er að aukast mjög mikið sem hægir svo á þannig að kaupgleðin er ekki eins mikil og hún hefur oft verið.“ Ari játar því að þessi vænta þróun séu góð tíðindi fyrir heildarmyndina í efnahagslífinu. „Þegar eitthvað er fyrirsjáanlegt og eitthvað sem maður getur reiknað með að standist þá er það náttúrlega gott.“ Úr tölum má lesa að þegar kaupverð fasteigna æddi áfram á árunum 2016 til 2017 fylgdi leiguverð húsnæðis ekki með. Að jafnaði hefur leiguverð hækkað um rúmlega 90 prósent af þeirri hækkun sem orðið hefur á kaupverði fasteigna frá því í ársbyrjun 2014. „Síðan hefur þetta haldist nokkurn veginn í sama ferli en leiguverðið samt hækkað aðeins meira síðasta eitt og hálfa árið eða svo,“ segir Ari. Þetta þýðir að húsaleiga hefur frá því í ársbyrjun 2018 hækkað heldur meira en kaupverð fasteigna. Ari undirstrikar þó að leiguverð og húsnæðisverð haldist að jafnaði í hendur yfir lengri tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent