Neitar að greiða fimm milljónir til Þorsteins Hörður Ægisson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, fostjóri Samherja, krefur Seðlabankann um bætur vegna miska og kostnaðar sem málarekstur Seðlabankans hefur valdið honum og sjávarútvegsfyrirtækinu. Fréttablaðið/Anton brink Seðlabanki Íslands hefur hafnað kröfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, um að eiga viðræður við hann um bætur vegna þess kostnaðar og miska sem málarekstur bankans hefur haft í för með sér fyrir Þorstein og sjávarútvegsfyrirtækið vegna ætlaðra brota á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þorsteinn hafði boðist til samþykkja greiðslu frá Seðlabankanum að fjárhæð samtals fimm milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi Seðlabankans, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, til Samherja sem Markaðurinn hefur undir höndum. Í bréfinu, sem er undirritað af Steinari Þór Guðgeirssyni, lögmanni Seðlabankans, segir meðal annars að eftir „ítarlega skoðun“ verði ekki séð að bankinn „hafi með saknæmum eða ólögmætum hætti haft afskipti af [Þorsteini] vegna meintra brota á ákvæðum gjaldeyrislaga og reglna settra á grundvelli þeirra laga.“ Þá hafi málsmeðferð Seðlabankans ekki „brotið gegn réttindum [Þorsteins] þannig að bótaskyldu að lögum varði.“ Því telji bankinn sér „ekki fært“ að verða við kröfu um greiðslu til Þorsteins að fjárhæð fimm milljónir króna. Í erindi sem Þorsteinn sendi á Seðlabankann hinn 23. maí síðastliðinn kemur fram að bankinn ætti að eigin frumkvæði að bjóða honum til viðræðna um bætur, að öðrum kosti yrði sett fram einhliða krafa um skaðabætur og höfðun dómsmáls til innheimtu þeirra ef með þyrfti. Þannig er þess krafist að bankinn endurgreiði Þorsteini útlagðan kostnað sem hann hafi haft vegna málareksturs Seðlabankans og býðst hann til að „einskorða kröfu sína við aðkeypta sérfræðiþjónustu lögmanna við að verjast og fá hnekkt ólögmætum málatilbúnaði Seðlabankans.“ Þá er þess getið að lokum að Þorsteinn uni við endurgreiðslu að fjárhæð fimm milljónir króna vegna þessa. Um miðjan júlí sneri Þorsteinn sér til umboðsmanns Alþingis og kvartaði undan óhóflegri töf á afgreiðslu erindis hans til bankans. Í kjölfarið veitti umboðsmaður Seðlabankanum frest til 2. ágúst síðastliðins til að upplýsa um hvað liði svörum bankans til Þorsteins. Í áliti umboðsmanns Alþingis í ársbyrjun, sem kom til vegna kvörtunar af hálfu Þorsteins, var farið hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans í málum sem varða gjaldeyrisreglur bankans. Þar var meðal annars bent á að stjórnendur bankans hafi ekki gert umboðsmanni grein fyrir afstöðu ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild hefði verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Hæstiréttur staðfesti sem kunnugt er í nóvember í fyrra dóm héraðsdóms sem hafði fellt úr gildi 15 milljóna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur hafnað kröfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, um að eiga viðræður við hann um bætur vegna þess kostnaðar og miska sem málarekstur bankans hefur haft í för með sér fyrir Þorstein og sjávarútvegsfyrirtækið vegna ætlaðra brota á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þorsteinn hafði boðist til samþykkja greiðslu frá Seðlabankanum að fjárhæð samtals fimm milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi Seðlabankans, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, til Samherja sem Markaðurinn hefur undir höndum. Í bréfinu, sem er undirritað af Steinari Þór Guðgeirssyni, lögmanni Seðlabankans, segir meðal annars að eftir „ítarlega skoðun“ verði ekki séð að bankinn „hafi með saknæmum eða ólögmætum hætti haft afskipti af [Þorsteini] vegna meintra brota á ákvæðum gjaldeyrislaga og reglna settra á grundvelli þeirra laga.“ Þá hafi málsmeðferð Seðlabankans ekki „brotið gegn réttindum [Þorsteins] þannig að bótaskyldu að lögum varði.“ Því telji bankinn sér „ekki fært“ að verða við kröfu um greiðslu til Þorsteins að fjárhæð fimm milljónir króna. Í erindi sem Þorsteinn sendi á Seðlabankann hinn 23. maí síðastliðinn kemur fram að bankinn ætti að eigin frumkvæði að bjóða honum til viðræðna um bætur, að öðrum kosti yrði sett fram einhliða krafa um skaðabætur og höfðun dómsmáls til innheimtu þeirra ef með þyrfti. Þannig er þess krafist að bankinn endurgreiði Þorsteini útlagðan kostnað sem hann hafi haft vegna málareksturs Seðlabankans og býðst hann til að „einskorða kröfu sína við aðkeypta sérfræðiþjónustu lögmanna við að verjast og fá hnekkt ólögmætum málatilbúnaði Seðlabankans.“ Þá er þess getið að lokum að Þorsteinn uni við endurgreiðslu að fjárhæð fimm milljónir króna vegna þessa. Um miðjan júlí sneri Þorsteinn sér til umboðsmanns Alþingis og kvartaði undan óhóflegri töf á afgreiðslu erindis hans til bankans. Í kjölfarið veitti umboðsmaður Seðlabankanum frest til 2. ágúst síðastliðins til að upplýsa um hvað liði svörum bankans til Þorsteins. Í áliti umboðsmanns Alþingis í ársbyrjun, sem kom til vegna kvörtunar af hálfu Þorsteins, var farið hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans í málum sem varða gjaldeyrisreglur bankans. Þar var meðal annars bent á að stjórnendur bankans hafi ekki gert umboðsmanni grein fyrir afstöðu ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild hefði verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Hæstiréttur staðfesti sem kunnugt er í nóvember í fyrra dóm héraðsdóms sem hafði fellt úr gildi 15 milljóna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir meint brot á gjaldeyrislögum.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16
Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00