Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 08:20 Placido Domingo er 78 ára gamall. Hér sést hann á hátíð í Madrid um miðjan júlímánuð. Getty/NurPhoto Óperusöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. Hann segist miður sín vegna ásakananna, hann hafi ætíð talið að hegðun hans væri samþykkt. AP fréttastofan greinir frá málinu og hefur rætt við konurnar sem staðhæfa að Domingo, sem er einn af frægustu tenórum heims en einnig virtur stjórnandi, hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Konurnar sem AP ræðir við eru söngvarar og dansarar sem segja að óperuheimurinn hafi vitað af þessari myrku hlið stjörnunnar, en kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Ein kvennanna segir Domingo hafa stungið hönd ofan í pils hennar og aðrar þrjár segja hann hafa gefið sér „blautan koss á munninn“ án þeirra samþykkis. „Það er ekkert óeðlilegt að fara á hádegisverðarfund,“ segir ein kvennanna. „Það að einhver reyni að halda í höndina á þér eða leggja höndina á lærið á þér á hádegisverðarfundi er hins vegar óeðlilegt. Hann var alltaf að reyna að snerta þig einhvern veginn og sífellt að kyssa þig.“Placido Domingo og Sigrún Hjálmtýsdóttir á sviðinu í Egilshöll árið 2005.AP segist jafnframt hafa rætt við á fjórða tug annarra samstarfsmanna Domingo sem segjast hafa orðið vitni að afbrigðilegri hegðun tónlistarmannsins. Hann hafi fengið að herja á ungar konur að vild sem ekki hafi þorað að setja sig upp á móti Domingo, af ótta við að ferill þeirra færi í vaskinn. Í yfirlýsingu frá Domingo segir hann sumar þessara ásakana vera allt að 30 ára gamlar. Þær séu óþægilegar, en jafnframt ónákvæmar. Engu að síður segir Domingo að honum þyki miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans upplifði framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Hann segist engu að síður gera sér grein fyrir því að þær reglur sem gilda um samskipti fólks hafi breyst í tímans rás. Hann sé þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við óperuna í rúmlega 50 ár og að hann ætli sér að hegða sér óaðfinnanlega í framtíðinni. Domingo, sem er 78 ára gamall, er í dag stjórnandi óperunnar í Los Angeles-borg. Hann hefur alls hlotið 14 Grammy verðlaun og áætlað er að hann hafi stigið rúmlega 4000 sinnum á svið, oftar en nokkur annar óperusöngvari í sögunni. Það gerði hann til að mynda í Egilshöll um miðjan mars árið 2005 ásamt Ana Maria Martinez. Frammistaða Domingo þótti góð en tónleikarnir heilt yfir lélegir, ekki síst vegna lélegs hljómburðar í Egilshöll. Menning MeToo Spánn Tónlist Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Óperusöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. Hann segist miður sín vegna ásakananna, hann hafi ætíð talið að hegðun hans væri samþykkt. AP fréttastofan greinir frá málinu og hefur rætt við konurnar sem staðhæfa að Domingo, sem er einn af frægustu tenórum heims en einnig virtur stjórnandi, hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Konurnar sem AP ræðir við eru söngvarar og dansarar sem segja að óperuheimurinn hafi vitað af þessari myrku hlið stjörnunnar, en kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Ein kvennanna segir Domingo hafa stungið hönd ofan í pils hennar og aðrar þrjár segja hann hafa gefið sér „blautan koss á munninn“ án þeirra samþykkis. „Það er ekkert óeðlilegt að fara á hádegisverðarfund,“ segir ein kvennanna. „Það að einhver reyni að halda í höndina á þér eða leggja höndina á lærið á þér á hádegisverðarfundi er hins vegar óeðlilegt. Hann var alltaf að reyna að snerta þig einhvern veginn og sífellt að kyssa þig.“Placido Domingo og Sigrún Hjálmtýsdóttir á sviðinu í Egilshöll árið 2005.AP segist jafnframt hafa rætt við á fjórða tug annarra samstarfsmanna Domingo sem segjast hafa orðið vitni að afbrigðilegri hegðun tónlistarmannsins. Hann hafi fengið að herja á ungar konur að vild sem ekki hafi þorað að setja sig upp á móti Domingo, af ótta við að ferill þeirra færi í vaskinn. Í yfirlýsingu frá Domingo segir hann sumar þessara ásakana vera allt að 30 ára gamlar. Þær séu óþægilegar, en jafnframt ónákvæmar. Engu að síður segir Domingo að honum þyki miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans upplifði framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Hann segist engu að síður gera sér grein fyrir því að þær reglur sem gilda um samskipti fólks hafi breyst í tímans rás. Hann sé þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við óperuna í rúmlega 50 ár og að hann ætli sér að hegða sér óaðfinnanlega í framtíðinni. Domingo, sem er 78 ára gamall, er í dag stjórnandi óperunnar í Los Angeles-borg. Hann hefur alls hlotið 14 Grammy verðlaun og áætlað er að hann hafi stigið rúmlega 4000 sinnum á svið, oftar en nokkur annar óperusöngvari í sögunni. Það gerði hann til að mynda í Egilshöll um miðjan mars árið 2005 ásamt Ana Maria Martinez. Frammistaða Domingo þótti góð en tónleikarnir heilt yfir lélegir, ekki síst vegna lélegs hljómburðar í Egilshöll.
Menning MeToo Spánn Tónlist Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira