Helgi: Skammaði Castillion fyrir þetta Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 22:26 Helgi var ekki sáttur við gula spjaldið sem Castillion fékk í seinni hálfleik. vísir/bára „Þetta er mikill léttir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-1 sigurinn á Grindavík í kvöld. Fylkir skoraði tvö mörk strax í upphafi leiks og missti þá forystu ekki niður. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og mér fannst þetta vera nokkuð öruggt allan tímann. Við náðum að skora tvö mörk snemma leiks og náðum að halda þeim að mestu frá markinu. Við vissum alveg að þeir myndu fá einhver færi í leiknum, það pirraði mig samt að þeir skyldu skora þetta mark í lokin en við unnum leikinn og það er það sem er mikilvægast.“ Fylkir þétti vörnina í seinni hálfleik og voru Grindvíkingar meira með boltann meðan Fylkismenn gáfu full mikið færi á sér. Helgi segir að það hafi ekki verið planið en að þeir hafi viljað halda hreinu og sigurinn sé það sem skiptir öllu máli. „Það sem við vildum gera í seinni hálfleik var að halda markinu hreinu, vera grimmir, vinna boltann á miðju svæðinu og keyra hratt á þá á meðan þeir reyndu að minnka muninn. Við vissum alltaf að þeir kæmu með einhver áhlaup en við vorum bara ekki nógu klókir. Við vörðumst hins vegar vel og sigurinn var sanngjarn.“ Geoffrey Castillion fékk að líta gula spjaldið er hann henti frá sér boltanum. Engu líkara var en að hann hafi reynt að sækja sér þetta spjald sem setur hann í leikbann í næstu umferð. Næsti leikur er gegn FH en hann hefði ekki spilað þann leik hvort sem var þar sem hann er á láni frá FH. Helgi segir að ekkert hafi verið á bakvið þetta spjald hjá Castillion. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi sem hafði ekkert meira um þetta að segja. Fylkir mætir, eins og áður sagði FH, í næstu umferð. Helgi segir að þeir séu meðvitaðir um mikilvægi allra leikja á þessum tímapunkti og að það sé ekki í boði að slaka á í eina einustu mínútu það sem eftir er tímabils. „Allir leikir í þessari deild eru erfiðir sama hvort það sé FH eða Grindavík, þetta eru allt úrslitaleikir miðað við það hvernig deildin er að spilast. Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu og við erum alveg meðvitaðir um það. FH leikurinn er gott próf fyrir okkur, við gerðum jafntefli við þá síðast og ætlum okkur það ef ekki meira,“ sagði Helgi um leikinn gegn FH í næstu umferð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
„Þetta er mikill léttir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-1 sigurinn á Grindavík í kvöld. Fylkir skoraði tvö mörk strax í upphafi leiks og missti þá forystu ekki niður. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og mér fannst þetta vera nokkuð öruggt allan tímann. Við náðum að skora tvö mörk snemma leiks og náðum að halda þeim að mestu frá markinu. Við vissum alveg að þeir myndu fá einhver færi í leiknum, það pirraði mig samt að þeir skyldu skora þetta mark í lokin en við unnum leikinn og það er það sem er mikilvægast.“ Fylkir þétti vörnina í seinni hálfleik og voru Grindvíkingar meira með boltann meðan Fylkismenn gáfu full mikið færi á sér. Helgi segir að það hafi ekki verið planið en að þeir hafi viljað halda hreinu og sigurinn sé það sem skiptir öllu máli. „Það sem við vildum gera í seinni hálfleik var að halda markinu hreinu, vera grimmir, vinna boltann á miðju svæðinu og keyra hratt á þá á meðan þeir reyndu að minnka muninn. Við vissum alltaf að þeir kæmu með einhver áhlaup en við vorum bara ekki nógu klókir. Við vörðumst hins vegar vel og sigurinn var sanngjarn.“ Geoffrey Castillion fékk að líta gula spjaldið er hann henti frá sér boltanum. Engu líkara var en að hann hafi reynt að sækja sér þetta spjald sem setur hann í leikbann í næstu umferð. Næsti leikur er gegn FH en hann hefði ekki spilað þann leik hvort sem var þar sem hann er á láni frá FH. Helgi segir að ekkert hafi verið á bakvið þetta spjald hjá Castillion. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi sem hafði ekkert meira um þetta að segja. Fylkir mætir, eins og áður sagði FH, í næstu umferð. Helgi segir að þeir séu meðvitaðir um mikilvægi allra leikja á þessum tímapunkti og að það sé ekki í boði að slaka á í eina einustu mínútu það sem eftir er tímabils. „Allir leikir í þessari deild eru erfiðir sama hvort það sé FH eða Grindavík, þetta eru allt úrslitaleikir miðað við það hvernig deildin er að spilast. Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu og við erum alveg meðvitaðir um það. FH leikurinn er gott próf fyrir okkur, við gerðum jafntefli við þá síðast og ætlum okkur það ef ekki meira,“ sagði Helgi um leikinn gegn FH í næstu umferð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira