Keilumaðurinn Jean Perez frá Púerto Ríkó var sviptur gullverðlaunum sínum í tvíliðaleik karla á Pan American-leikunum eftir að hann féll á lyfjaprófi.
Efnið chlorthalidone fannst í sýni Perez. Það er m.a. notað við of háum blóðþrýstingi.
Í yfirlýsingu frá keilusambandi Púerto Ríkó segir að Perez hafi notað lyfið að læknisráði og það hafi ekki haft nein áhrif á frammistöðu hans.
Þrátt fyrir það var Púertó Ríkó svipt gullverðlaunum í tvíliðaleik karla. Bandaríkin fengu því gull í staðinn fyrir silfur og Kólumbía silfur í staðinn fyrir brons.
Samkvæmt tölum frá Wada, Alþjóða lyfjaeftirlitinu, fundust ólögleg lyf í þremur af 160 prófum sem voru framkvæmd á keilufólki árið 2017.
