Þegar Hafþór er beðinn um að lýsa sjálfum sér segir hann:
„Myndi segja að ég væri einfaldur maður. Malbik í morgunmat. Iðnaður til fjögur og svo soðin ýsa að hætti gamla skólans í kvöldmat. Ég elska íslenska náttúru, góðan mat og gellur“
Framundan hjá Hafþóri er Reykjavíkurmaraþonið þar sem hann stefnir á að hlaupa 21km en hann segir það ekki hjálpa að hann sé ennþá að jafna sig eftir 10 daga gleði í Valencia og mikið fjör á Þjóðhátíð. Í haust stefnir hann svo á háskólanám í Danmörku.
Makamál fengu að heyra hver tíu Bone-orðin hans Hafþórs eru.

1. Sjálfstraust. Mér finnst sjálfstraust ekkert eðlilega heillandi eiginleiki. Konur sem eru sterkar og láta ekki vaða yfir sig og mynda sér sínar eigin sjálfstæðu skoðanir.
2. Heilbrigður lífstíll. Það er the bylgja sem allir ættu að vera á! Borða hollt, hreyfa sig, líða vel!
3. Metnaður. Ég held að það sé ekkert meira aðlaðandi í fari kvenna en metnaður. Leggja sig alla fram og vinna hart að markmiðum sínum. Stór markmið og stórir draumar, Vááá!
4. Húmor. Ég hef alltaf verið veikur fyrir góðum húmor. Það er skilyrði.
5. Hreinskilni. Stundum er bara best að segja bara nákvæmlega hvernig hlutirnir eru. Það er grundvöllur fyrir góðu sambandi við maka, fjölskyldu og vini. Ekkert sem ég virði meira en gömlu góðu hreinskilnina.

1. Neikvæðni. Smitar því miður alltof mikið út frá sér. Held að það séu allir sekir um neikvæðni á einhverjum tímapunkti en það er alltaf best að horfa á jákvæðu hliðarnar. Jákvæðnin smitar líka.
2. Ljósabekkir. Ekki misskilja, það er ekkert að því að henda sér í ljós inn á milli ef fólk kýs. En þegar stelpur eru að fara í ljós kannski fimm sinnum í viku, þar dreg ég línurnar. Sortuæxli er „REAL“.
3. Leti. Hef ekkert á móti því að slaka á og njóta. En að liggja heima með svartan Doritos alladaga er eitthvað sem er ekki fyrir mig.
4. Sjálfhverfa. Stelpur sem eru of uppteknar af sjálfri sér og gefa skít í alla í kringum sig eru ekki góðar týpur. Mjög mikilvægt að kunna að sýna tillitsemi gagnvart öðru fólki.
5. Stjórnsemi. „Jæja Stalín, er í lagi að ég kíkji út með strákunum í kvöld?“
