Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 11:37 Mótmælendur á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong. Getty/Anthony Kwan Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. Farþegar í flugi þar sem innritun er ekki lokið missa því að ferðum sínum. Ákvörðunin var tekin vegna þess að mótmælendur höfðu hópast saman í og við flugvöllinn. Guardian greinir frá. Götur umhverfis flugvöllinn voru fullar af fólki sem lokaði leiðum farþega að vellinum, þá voru bílastæði einnig troðfull. Um er að ræða fjórða daginn í röð þar sem mótmælt er við alþjóðaflugvöllinn. Mótmælaaldan í Hong Kong hófst fyrr í sumar eftir að ríkisstjórnin hugðist samþykkja frumvarp sem heimilaði framsal sakamanna til Kína. Með tíð og tíma þróaðist ergja mótmælenda frá því að vera beint að framsalsfrumvarpinu og varð að gagnrýni og mótmælum gegn ríkisstjórninni í heild. Ríkisstjórnin líkt og mótmælendur gefur ekkert eftir Tíu vikur eru liðnar frá upphafi mótmælanna og hvorki mótmælendur né ríkisstjórnin hefur gefið eftir og hefur ríkisstjórnin meðal annars kallað mótmælendur hryðjuverkamenn. Mótmælendur og mannréttindahópar hafa gagnrýnt ríkisstjórnina og segja hana taka of hart á móti mótmælendum, sér í lagi eftir að táragasi var beitt gegn mótmælendum sem lokaðir voru inn á lestarstöð og eftir að lögreglumenn dulbjuggu sig sem mótmælendur áður en þeir framkvæmdu handtökur. Lögreglumenn hafa einnig orðið fyrir meiðslum, þónokkrir lögreglumenn hafa kvartað yfir augnmeiðslum eftir að mótmælendur hefðu beint leysigeislum að þeim, auk þess hafa mótmælendur varpað bensínsprengjum yfir lögreglumenn. Yfirvöld boðuðu þingmenn og fjölmiðla fyrr í dag til blaðamannafundar þar sem að lögregla sýndi mátt sinn og megin með því að frumsýna tvær háþrýstivatnsbyssur sem notaðar hafa verið gegn mótmælendum í öðrum ríkjum. Lögreglan í Hong Kong festi kaup á búnaðnum eftir mótmæli árið 2014 en þær hafa aldrei verið notaðar. Telja mótmælendur sýninguna vera fátt annað en hótun gegn mótmælendum. Hong Kong Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. Farþegar í flugi þar sem innritun er ekki lokið missa því að ferðum sínum. Ákvörðunin var tekin vegna þess að mótmælendur höfðu hópast saman í og við flugvöllinn. Guardian greinir frá. Götur umhverfis flugvöllinn voru fullar af fólki sem lokaði leiðum farþega að vellinum, þá voru bílastæði einnig troðfull. Um er að ræða fjórða daginn í röð þar sem mótmælt er við alþjóðaflugvöllinn. Mótmælaaldan í Hong Kong hófst fyrr í sumar eftir að ríkisstjórnin hugðist samþykkja frumvarp sem heimilaði framsal sakamanna til Kína. Með tíð og tíma þróaðist ergja mótmælenda frá því að vera beint að framsalsfrumvarpinu og varð að gagnrýni og mótmælum gegn ríkisstjórninni í heild. Ríkisstjórnin líkt og mótmælendur gefur ekkert eftir Tíu vikur eru liðnar frá upphafi mótmælanna og hvorki mótmælendur né ríkisstjórnin hefur gefið eftir og hefur ríkisstjórnin meðal annars kallað mótmælendur hryðjuverkamenn. Mótmælendur og mannréttindahópar hafa gagnrýnt ríkisstjórnina og segja hana taka of hart á móti mótmælendum, sér í lagi eftir að táragasi var beitt gegn mótmælendum sem lokaðir voru inn á lestarstöð og eftir að lögreglumenn dulbjuggu sig sem mótmælendur áður en þeir framkvæmdu handtökur. Lögreglumenn hafa einnig orðið fyrir meiðslum, þónokkrir lögreglumenn hafa kvartað yfir augnmeiðslum eftir að mótmælendur hefðu beint leysigeislum að þeim, auk þess hafa mótmælendur varpað bensínsprengjum yfir lögreglumenn. Yfirvöld boðuðu þingmenn og fjölmiðla fyrr í dag til blaðamannafundar þar sem að lögregla sýndi mátt sinn og megin með því að frumsýna tvær háþrýstivatnsbyssur sem notaðar hafa verið gegn mótmælendum í öðrum ríkjum. Lögreglan í Hong Kong festi kaup á búnaðnum eftir mótmæli árið 2014 en þær hafa aldrei verið notaðar. Telja mótmælendur sýninguna vera fátt annað en hótun gegn mótmælendum.
Hong Kong Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira