Rúnar: Ágætis áminning fyrir leikmenn, þjálfara og alla sem snúa að klúbbnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2019 18:32 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/bára „Fyrstu fimm mínúturnar voru góðar, áttum tvö góð skot og vorum að opna þá aðeins. Svo fara þeir bara upp völlinn og skora úr sinni fyrstu sókn og eftir 20 mínútur er staðan orðin 3-0. Þeir tóku okkur bara í bólinu, við vorum alltaf að bíða eftir að einhver annar gerði hlutina fyrir okkur, vorum ekki nægilega agressífir og hleyptum þeim alltof oft í ákjósanlegar stöður sem þeir nýttu frábærlega,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um fyrstu 20 mínútur leiksins gegn HK er toppliðið fékk skell í dag. Staðan var orðin 3-0 HK í vil á þeim tímapunkti en eiknum lauk svo með 4-1 sigri HK. Rúnar hélt áfram. „HK spilaði ofboðslega góðan leik varnarlega, frábærar skyndisóknir, mikil tækni í liðinu hjá þeim og flottlið sem þeir eru með. Brynjar Björn [Gunnarsson, þjálfari HK] og Viktor [Bjarki Arnarsson, spilandi aðstoðarþjálfari] eru að gera frábæra hluti og áttu þennan sigur fyllilega skilið.“ „Það kemur svo sem ekkert á óvart, við erum búnir að horfa á þau eins og öll önnur lið í þessari deild, þau eru nú ekki það mörg. Þannig við þekkjum öll hvort annað nokkuð vel en þeir eru ofboðslega vel skipulagðir og ef þú ætlar að sækja á mörgum mönnum, eins og við gerðum í byrjun, þá eru þeir flinkir í að nýta sér veikleika okkar og keyra hratt á okkur í þau auðu svæði sem eru.“ „Þeir gerðu það vel í dag, að sama skapi erum við bara horfandi á og bíðandi eftir að næsti maður taki af skarið. Þetta var bara ekki okkar dagur og stundum er skárra að fá almennilegan skell,“ sagði Rúnar aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart í leikstíl HK eða þetta hefði einfaldlega verið „einn af þessum dögum.“ Varðandi það hvort leikurinn gæti hjálpað KR í komandi verkefnum þá telur Rúnar svo vera. „Þetta er ágætis áminning, nú tala ég ekki bara um leikmenn heldur þjálfarateymið líka og alla sem snúa að klúbbnum. Það þýðir ekkert að halda að þetta sé búið og komið þetta mót, það er nóg eftir af þessu og ég hef sagt það oft. Það eru hins vegar allir að óska strákunum til hamingju með titilinn út í bæ en menn verða að kunna að taka því. Þetta er ekkert búið og það er nóg eftir.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum HK er komið upp í 3. sæti delidarinnar eftir stórsigur á toppliði KR. 11. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Sjá meira
„Fyrstu fimm mínúturnar voru góðar, áttum tvö góð skot og vorum að opna þá aðeins. Svo fara þeir bara upp völlinn og skora úr sinni fyrstu sókn og eftir 20 mínútur er staðan orðin 3-0. Þeir tóku okkur bara í bólinu, við vorum alltaf að bíða eftir að einhver annar gerði hlutina fyrir okkur, vorum ekki nægilega agressífir og hleyptum þeim alltof oft í ákjósanlegar stöður sem þeir nýttu frábærlega,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um fyrstu 20 mínútur leiksins gegn HK er toppliðið fékk skell í dag. Staðan var orðin 3-0 HK í vil á þeim tímapunkti en eiknum lauk svo með 4-1 sigri HK. Rúnar hélt áfram. „HK spilaði ofboðslega góðan leik varnarlega, frábærar skyndisóknir, mikil tækni í liðinu hjá þeim og flottlið sem þeir eru með. Brynjar Björn [Gunnarsson, þjálfari HK] og Viktor [Bjarki Arnarsson, spilandi aðstoðarþjálfari] eru að gera frábæra hluti og áttu þennan sigur fyllilega skilið.“ „Það kemur svo sem ekkert á óvart, við erum búnir að horfa á þau eins og öll önnur lið í þessari deild, þau eru nú ekki það mörg. Þannig við þekkjum öll hvort annað nokkuð vel en þeir eru ofboðslega vel skipulagðir og ef þú ætlar að sækja á mörgum mönnum, eins og við gerðum í byrjun, þá eru þeir flinkir í að nýta sér veikleika okkar og keyra hratt á okkur í þau auðu svæði sem eru.“ „Þeir gerðu það vel í dag, að sama skapi erum við bara horfandi á og bíðandi eftir að næsti maður taki af skarið. Þetta var bara ekki okkar dagur og stundum er skárra að fá almennilegan skell,“ sagði Rúnar aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart í leikstíl HK eða þetta hefði einfaldlega verið „einn af þessum dögum.“ Varðandi það hvort leikurinn gæti hjálpað KR í komandi verkefnum þá telur Rúnar svo vera. „Þetta er ágætis áminning, nú tala ég ekki bara um leikmenn heldur þjálfarateymið líka og alla sem snúa að klúbbnum. Það þýðir ekkert að halda að þetta sé búið og komið þetta mót, það er nóg eftir af þessu og ég hef sagt það oft. Það eru hins vegar allir að óska strákunum til hamingju með titilinn út í bæ en menn verða að kunna að taka því. Þetta er ekkert búið og það er nóg eftir.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum HK er komið upp í 3. sæti delidarinnar eftir stórsigur á toppliði KR. 11. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Sjá meira
Leik lokið: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum HK er komið upp í 3. sæti delidarinnar eftir stórsigur á toppliði KR. 11. ágúst 2019 18:30
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast