Rúnar: Ágætis áminning fyrir leikmenn, þjálfara og alla sem snúa að klúbbnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2019 18:32 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/bára „Fyrstu fimm mínúturnar voru góðar, áttum tvö góð skot og vorum að opna þá aðeins. Svo fara þeir bara upp völlinn og skora úr sinni fyrstu sókn og eftir 20 mínútur er staðan orðin 3-0. Þeir tóku okkur bara í bólinu, við vorum alltaf að bíða eftir að einhver annar gerði hlutina fyrir okkur, vorum ekki nægilega agressífir og hleyptum þeim alltof oft í ákjósanlegar stöður sem þeir nýttu frábærlega,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um fyrstu 20 mínútur leiksins gegn HK er toppliðið fékk skell í dag. Staðan var orðin 3-0 HK í vil á þeim tímapunkti en eiknum lauk svo með 4-1 sigri HK. Rúnar hélt áfram. „HK spilaði ofboðslega góðan leik varnarlega, frábærar skyndisóknir, mikil tækni í liðinu hjá þeim og flottlið sem þeir eru með. Brynjar Björn [Gunnarsson, þjálfari HK] og Viktor [Bjarki Arnarsson, spilandi aðstoðarþjálfari] eru að gera frábæra hluti og áttu þennan sigur fyllilega skilið.“ „Það kemur svo sem ekkert á óvart, við erum búnir að horfa á þau eins og öll önnur lið í þessari deild, þau eru nú ekki það mörg. Þannig við þekkjum öll hvort annað nokkuð vel en þeir eru ofboðslega vel skipulagðir og ef þú ætlar að sækja á mörgum mönnum, eins og við gerðum í byrjun, þá eru þeir flinkir í að nýta sér veikleika okkar og keyra hratt á okkur í þau auðu svæði sem eru.“ „Þeir gerðu það vel í dag, að sama skapi erum við bara horfandi á og bíðandi eftir að næsti maður taki af skarið. Þetta var bara ekki okkar dagur og stundum er skárra að fá almennilegan skell,“ sagði Rúnar aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart í leikstíl HK eða þetta hefði einfaldlega verið „einn af þessum dögum.“ Varðandi það hvort leikurinn gæti hjálpað KR í komandi verkefnum þá telur Rúnar svo vera. „Þetta er ágætis áminning, nú tala ég ekki bara um leikmenn heldur þjálfarateymið líka og alla sem snúa að klúbbnum. Það þýðir ekkert að halda að þetta sé búið og komið þetta mót, það er nóg eftir af þessu og ég hef sagt það oft. Það eru hins vegar allir að óska strákunum til hamingju með titilinn út í bæ en menn verða að kunna að taka því. Þetta er ekkert búið og það er nóg eftir.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum HK er komið upp í 3. sæti delidarinnar eftir stórsigur á toppliði KR. 11. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
„Fyrstu fimm mínúturnar voru góðar, áttum tvö góð skot og vorum að opna þá aðeins. Svo fara þeir bara upp völlinn og skora úr sinni fyrstu sókn og eftir 20 mínútur er staðan orðin 3-0. Þeir tóku okkur bara í bólinu, við vorum alltaf að bíða eftir að einhver annar gerði hlutina fyrir okkur, vorum ekki nægilega agressífir og hleyptum þeim alltof oft í ákjósanlegar stöður sem þeir nýttu frábærlega,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um fyrstu 20 mínútur leiksins gegn HK er toppliðið fékk skell í dag. Staðan var orðin 3-0 HK í vil á þeim tímapunkti en eiknum lauk svo með 4-1 sigri HK. Rúnar hélt áfram. „HK spilaði ofboðslega góðan leik varnarlega, frábærar skyndisóknir, mikil tækni í liðinu hjá þeim og flottlið sem þeir eru með. Brynjar Björn [Gunnarsson, þjálfari HK] og Viktor [Bjarki Arnarsson, spilandi aðstoðarþjálfari] eru að gera frábæra hluti og áttu þennan sigur fyllilega skilið.“ „Það kemur svo sem ekkert á óvart, við erum búnir að horfa á þau eins og öll önnur lið í þessari deild, þau eru nú ekki það mörg. Þannig við þekkjum öll hvort annað nokkuð vel en þeir eru ofboðslega vel skipulagðir og ef þú ætlar að sækja á mörgum mönnum, eins og við gerðum í byrjun, þá eru þeir flinkir í að nýta sér veikleika okkar og keyra hratt á okkur í þau auðu svæði sem eru.“ „Þeir gerðu það vel í dag, að sama skapi erum við bara horfandi á og bíðandi eftir að næsti maður taki af skarið. Þetta var bara ekki okkar dagur og stundum er skárra að fá almennilegan skell,“ sagði Rúnar aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart í leikstíl HK eða þetta hefði einfaldlega verið „einn af þessum dögum.“ Varðandi það hvort leikurinn gæti hjálpað KR í komandi verkefnum þá telur Rúnar svo vera. „Þetta er ágætis áminning, nú tala ég ekki bara um leikmenn heldur þjálfarateymið líka og alla sem snúa að klúbbnum. Það þýðir ekkert að halda að þetta sé búið og komið þetta mót, það er nóg eftir af þessu og ég hef sagt það oft. Það eru hins vegar allir að óska strákunum til hamingju með titilinn út í bæ en menn verða að kunna að taka því. Þetta er ekkert búið og það er nóg eftir.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum HK er komið upp í 3. sæti delidarinnar eftir stórsigur á toppliði KR. 11. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Leik lokið: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum HK er komið upp í 3. sæti delidarinnar eftir stórsigur á toppliði KR. 11. ágúst 2019 18:30