Eldar geisa á Kanaríeyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 15:44 skjáskot/TheCanary.TV Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. Búið er að loka einhverjum vegum og rýma tíu heimili í Pena Rajada. Mikill hiti hefur verið á eyjunni undanfarið og skóglendi þurrt en talið er að eldarnir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem hafði logsuðutæki við hönd og fór ekki nógu varlega. Nota á tíu loftför til að slökkva eldana og eru um tvö hundruð manns við slökkvistörf. Ekki er talið að eldarnir nái til byggða en hætta er á að þeir breiðist upp í fjallshlíðar. Um 850 þúsund manns búa á eyjunni en ekki er vitað hversu margir Íslendingar séu þar á meðal. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í sambandi við fréttastofu Vísis að ekki sé haldið utan um tölu Íslendinga sem búi á eyjunni af ráðuneytinu. Þá hafi ráðuneytinu ekki borist beiðni um aðstoð en hún verði veitt verði þess óskað. „Það er ekkert að óttast varðandi neina farþega á ensku ströndinni eða más Coloma, þetta er klukkutíma í burtu og lengst uppi á fjöllum,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval útsýn. Hún segir að eldarnir muni ekki hafa áhrif á farþega Úrval útsýn né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna. Töluverður fjöldi er af Íslendingum á eyjunni en Þórunn segir ekki alveg ljóst hversu margir séu. Skógareldar Spánn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. Búið er að loka einhverjum vegum og rýma tíu heimili í Pena Rajada. Mikill hiti hefur verið á eyjunni undanfarið og skóglendi þurrt en talið er að eldarnir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem hafði logsuðutæki við hönd og fór ekki nógu varlega. Nota á tíu loftför til að slökkva eldana og eru um tvö hundruð manns við slökkvistörf. Ekki er talið að eldarnir nái til byggða en hætta er á að þeir breiðist upp í fjallshlíðar. Um 850 þúsund manns búa á eyjunni en ekki er vitað hversu margir Íslendingar séu þar á meðal. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í sambandi við fréttastofu Vísis að ekki sé haldið utan um tölu Íslendinga sem búi á eyjunni af ráðuneytinu. Þá hafi ráðuneytinu ekki borist beiðni um aðstoð en hún verði veitt verði þess óskað. „Það er ekkert að óttast varðandi neina farþega á ensku ströndinni eða más Coloma, þetta er klukkutíma í burtu og lengst uppi á fjöllum,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval útsýn. Hún segir að eldarnir muni ekki hafa áhrif á farþega Úrval útsýn né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna. Töluverður fjöldi er af Íslendingum á eyjunni en Þórunn segir ekki alveg ljóst hversu margir séu.
Skógareldar Spánn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira