Ekki skylda að mæta í röðina við Laugardalshöll Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. ágúst 2019 14:52 Röðin er löng. Vísir/Vésteinn Þeim sem eiga miða á tónleika enska tónlistarmannsins Eds Sheeran, sem stígur á stokk á Laugardalsvelli í kvöld, er bent á að ekki er nauðsynlegt að mæta í svokallaða „snemm-inritun.“ Nóg sé að vera með miða meðferðis á tónleikana. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Senu Live, segir það koma sér á óvart hve margir hafa ákveðið að notast við snemm-inritunina og segir flesta þegar hafa sótt pappírsmiðana sína í þar til gerða Ed Sheeran-búð í Kringlunni. „Snemm-innritunin hentar aðallega þeim sem eru í hópi og þurfa að innrita sig saman en ætla að mæta í sitt hvoru lagi á tónleikana. Það er í rauninni lítið annað sem snemm-innritunin gerir nema hún auðveldar, þú færð armband og þarft ekki að sýna skilríki og miða þegar þú kemur á tónleikana sjálfa,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. „Það er alls ekki skylda að fara í snemm-innritun. Það er líka hægt að mæta með pappírsmiðann sem maður sótti bara beint á tónleikana þegar maður kemur á þá. En það er líka mjög mikilvægt, ef miðarnir voru keyptir fyrir hóp eru á sama nafninu þarf allur hópurinn að koma inn á sama tíma til að innrita sig,“ segir Rúnar. Hann segist þá eiga von á frábærri stemningu og er spenntur fyrir kvöldinu.Rúnar Freyr Gíslason er verkefnastjóri Senu Live.Rúnar Freyr Gíslason„Ég var að horfa yfir völlinn, völl þar sem maður er vanur að sjá bara 22 leikmenn standa á og ég ímynda mér í kvöld verði 22 þúsund manns á vellinum. Það hefur aldrei gerst áður. Ég held það verði bara mögnuð upplifun, bæði að vera í þessum fólksfjölda og að sjá þessa frábæru listamenn sem verða að skemmta fólkinu hérna í kvöld,“ segir Rúnar sem er með ein lokaskilaboð til tónleikagesta fyrir kvöldið. „Kærleikur, passa upp á náungann og fara varlega í áfengið og skemmta sér vel og fallega.“ Vísir ræddi við unga stúlku að nafni Bóel, sem er 23 ára og í fæðingarorlofi. Hún kom í röðina ásamt þremur vinkonum sínum um hádegisbil og var nýbúin að fá armband þegar blaðamann bar að garði rétt fyrir klukkan tvö. Sagði hún röðina hafa náð hálfan hring í kring um Laugardalshöllina þegar hún kom en þegar blaðamaður kom á svæðið náði hún talsvert lengra, eða langleiðina upp á Suðurlandsbraut, þrátt fyrir að liðast í bylgjur og króka. Bóel keypti sér miða á tónleikana um leið og kostur gafst og var því á meðal þeirra rúmlega 20 þúsund sem biðu í stafrænni röð eftir miðum. Bóel sagðist ekki hafa gert ráð fyrir að röðin yrði jafn löng og raun bar vitni og hún hafi ekki verið látin vita af þeirri miklu bið sem beið hennar, hvorki fyrir fram né við komuna í Laugardalinn. En allt er gott sem endar vel, Bóel og vinkonur hennar komnar með armböndin sín og geta skemmt sér konunglega á tónleikunum í kvöld.Bóel (önnur f.v.) ásamt vinkonum sínum, fegin því að vera komin með armband eftir tveggja tíma bið.Vísir/Vésteinn Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Sjá meira
Þeim sem eiga miða á tónleika enska tónlistarmannsins Eds Sheeran, sem stígur á stokk á Laugardalsvelli í kvöld, er bent á að ekki er nauðsynlegt að mæta í svokallaða „snemm-inritun.“ Nóg sé að vera með miða meðferðis á tónleikana. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Senu Live, segir það koma sér á óvart hve margir hafa ákveðið að notast við snemm-inritunina og segir flesta þegar hafa sótt pappírsmiðana sína í þar til gerða Ed Sheeran-búð í Kringlunni. „Snemm-innritunin hentar aðallega þeim sem eru í hópi og þurfa að innrita sig saman en ætla að mæta í sitt hvoru lagi á tónleikana. Það er í rauninni lítið annað sem snemm-innritunin gerir nema hún auðveldar, þú færð armband og þarft ekki að sýna skilríki og miða þegar þú kemur á tónleikana sjálfa,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. „Það er alls ekki skylda að fara í snemm-innritun. Það er líka hægt að mæta með pappírsmiðann sem maður sótti bara beint á tónleikana þegar maður kemur á þá. En það er líka mjög mikilvægt, ef miðarnir voru keyptir fyrir hóp eru á sama nafninu þarf allur hópurinn að koma inn á sama tíma til að innrita sig,“ segir Rúnar. Hann segist þá eiga von á frábærri stemningu og er spenntur fyrir kvöldinu.Rúnar Freyr Gíslason er verkefnastjóri Senu Live.Rúnar Freyr Gíslason„Ég var að horfa yfir völlinn, völl þar sem maður er vanur að sjá bara 22 leikmenn standa á og ég ímynda mér í kvöld verði 22 þúsund manns á vellinum. Það hefur aldrei gerst áður. Ég held það verði bara mögnuð upplifun, bæði að vera í þessum fólksfjölda og að sjá þessa frábæru listamenn sem verða að skemmta fólkinu hérna í kvöld,“ segir Rúnar sem er með ein lokaskilaboð til tónleikagesta fyrir kvöldið. „Kærleikur, passa upp á náungann og fara varlega í áfengið og skemmta sér vel og fallega.“ Vísir ræddi við unga stúlku að nafni Bóel, sem er 23 ára og í fæðingarorlofi. Hún kom í röðina ásamt þremur vinkonum sínum um hádegisbil og var nýbúin að fá armband þegar blaðamann bar að garði rétt fyrir klukkan tvö. Sagði hún röðina hafa náð hálfan hring í kring um Laugardalshöllina þegar hún kom en þegar blaðamaður kom á svæðið náði hún talsvert lengra, eða langleiðina upp á Suðurlandsbraut, þrátt fyrir að liðast í bylgjur og króka. Bóel keypti sér miða á tónleikana um leið og kostur gafst og var því á meðal þeirra rúmlega 20 þúsund sem biðu í stafrænni röð eftir miðum. Bóel sagðist ekki hafa gert ráð fyrir að röðin yrði jafn löng og raun bar vitni og hún hafi ekki verið látin vita af þeirri miklu bið sem beið hennar, hvorki fyrir fram né við komuna í Laugardalinn. En allt er gott sem endar vel, Bóel og vinkonur hennar komnar með armböndin sín og geta skemmt sér konunglega á tónleikunum í kvöld.Bóel (önnur f.v.) ásamt vinkonum sínum, fegin því að vera komin með armband eftir tveggja tíma bið.Vísir/Vésteinn
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Sjá meira