Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2019 21:00 Stelpurnar okkar fagna marki í kvöld. vísir/bára Íslenska kvennalandsliðið steig fyrsta skrefið í átt að fjórða Evrópumótinu í röð með 4-1 sigri á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli í kvöld. Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk og Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sitt markið hvor. Þetta var fyrsti keppnisleikur Íslands undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar og Skagamaðurinn gat vart beðið um betri byrjun. Jón Þór sagði væntanlega vel valin orð við sína leikmenn í hálfleik því frammistaðan í seinni hálfleik var miklu betri en í þeim fyrri. Ísland byrjaði leikinn reyndar vel og komst yfir á 10. mínútu með marki Elínar Mettu, besta manni vallarins. Hún fékk þá sendingu frá Hallberu Gísladóttur, tók vel við boltanum og skoraði af öryggi. Síðan gerðist ekkert hjá Íslandi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Íslendingar ógnuðu marki Ungverja aldrei að neinu ráði og sóknarleikurinn var bitlítil. Á 42. mínútu rann íslensk sókn út í sandinn. Ungverjar fóru í skyndisókn sem virtist samt taka óratíma. Fanni Vágó nýtti sér sofandahátt í íslensku vörninni og sendi inn fyrir á Henriettu Csiszár sem jafnaði í 1-1 sem voru hálfleikstölur.Hlín skorar annað mark Íslands.vísir/báraÍslenska liðið sýndi allt aðra og betri frammistöðu í seinni hálfleik en þeim fyrri. Sóknin var miklu beittari og hraðari og færin komu á færibandi. Réka Szőcs varði skalla Glódísar Perlu Viggósdóttur frábærlega og svo aftur frá Dagnýju sem slapp ein í gegnum ungversku vörnina. Á 59. mínútu komst Ísland aftur yfir. Agla María Albertsdóttir fann Elínu Mettu sem sendi á fjærstöng þar sem Hlín kom boltanum yfir línuna og skoraði í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Þetta var það síðasta sem hún gerði í leiknum því þær Agla María voru teknar út af eftir markið. Inn komu Svava Rós Guðmundsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir og þær létu til sín taka. Fimm mínútum eftir að hafa komið inn á átti Svava Rós skot sem Szőcs varði. Dagný var fyrst að átta sig og skoraði þriðja mark Íslands. Fanndís og Svava voru nálægt því að bæta við mörkum og Margrét Lára Viðarsdóttir komst nokkrum sinnum í álitlegar stöður eftir að hún kom inn á á 73. mínútu. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Svava Rós fasta fyrirgjöf sem Szőcs hélt ekki. Boltinn fór á Elínu Mettu sem skoraði sitt annað mark. Lokatölur 4-1, Íslandi í vil. Íslendingar hafa unnið alla sex leiki sína gegn Ungverjalandi í gegnum tíðina með markatölunni 21-3.Dagný kom Íslandi í 3-1 með sínu 24. landsliðsmarki.vísir/báraAf hverju vann Ísland? Íslenska liðið er miklu sterkara en sýndi það ekki fyrr en í seinni hálfleik. Þar var allt gert af meiri krafti, á meiri hraða og með meiri sannfæringu. Og þá komu yfirburðirnir í ljós.Hverjar stóðu upp úr? Elín Metta átti frábæran leik, skoraði tvö mörk, lagði upp eitt, bjó til dauðafæri fyrir Dagnýju og hefði átt að fá vítaspyrnu. Dagný setti í annan gír eftir hlé og sömu sögu var að segja af Söru Björk Gunnarsdóttur. Svava Rós og Fanndís voru svo síógnandi eftir að þær komu inn á og sú fyrrnefnda átti stóran þátt í síðustu tveimur mörkum Íslands.Hvað gekk illa? Byrjunin á leiknum lofaði góðu en eftir mark Elínar Mettu datt íslenska liðið niður á alltof lágt plan. Sem betur fer leiðréttu stelpurnar það í seinni hálfleik. Ungverjar sköpuðu ekki mikla hættu en varnarleikur Íslendinga klikkaði illilega í jöfnunarmarkinu. Skyndisóknin var ekki hröð en enginn varnarmaður Íslands tók frumkvæði og reyndi að stöðva hana.Hvað gerist næst? Á mánudaginn tekur Ísland á móti Slóvakíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Íslendingar mæta svo Frökkum í vináttulandsleik 4. október og fjórum dögum síðar er komið að útileik gegn Lettum í undankeppninni. EM 2021 í Englandi
Íslenska kvennalandsliðið steig fyrsta skrefið í átt að fjórða Evrópumótinu í röð með 4-1 sigri á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli í kvöld. Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk og Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sitt markið hvor. Þetta var fyrsti keppnisleikur Íslands undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar og Skagamaðurinn gat vart beðið um betri byrjun. Jón Þór sagði væntanlega vel valin orð við sína leikmenn í hálfleik því frammistaðan í seinni hálfleik var miklu betri en í þeim fyrri. Ísland byrjaði leikinn reyndar vel og komst yfir á 10. mínútu með marki Elínar Mettu, besta manni vallarins. Hún fékk þá sendingu frá Hallberu Gísladóttur, tók vel við boltanum og skoraði af öryggi. Síðan gerðist ekkert hjá Íslandi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Íslendingar ógnuðu marki Ungverja aldrei að neinu ráði og sóknarleikurinn var bitlítil. Á 42. mínútu rann íslensk sókn út í sandinn. Ungverjar fóru í skyndisókn sem virtist samt taka óratíma. Fanni Vágó nýtti sér sofandahátt í íslensku vörninni og sendi inn fyrir á Henriettu Csiszár sem jafnaði í 1-1 sem voru hálfleikstölur.Hlín skorar annað mark Íslands.vísir/báraÍslenska liðið sýndi allt aðra og betri frammistöðu í seinni hálfleik en þeim fyrri. Sóknin var miklu beittari og hraðari og færin komu á færibandi. Réka Szőcs varði skalla Glódísar Perlu Viggósdóttur frábærlega og svo aftur frá Dagnýju sem slapp ein í gegnum ungversku vörnina. Á 59. mínútu komst Ísland aftur yfir. Agla María Albertsdóttir fann Elínu Mettu sem sendi á fjærstöng þar sem Hlín kom boltanum yfir línuna og skoraði í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Þetta var það síðasta sem hún gerði í leiknum því þær Agla María voru teknar út af eftir markið. Inn komu Svava Rós Guðmundsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir og þær létu til sín taka. Fimm mínútum eftir að hafa komið inn á átti Svava Rós skot sem Szőcs varði. Dagný var fyrst að átta sig og skoraði þriðja mark Íslands. Fanndís og Svava voru nálægt því að bæta við mörkum og Margrét Lára Viðarsdóttir komst nokkrum sinnum í álitlegar stöður eftir að hún kom inn á á 73. mínútu. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Svava Rós fasta fyrirgjöf sem Szőcs hélt ekki. Boltinn fór á Elínu Mettu sem skoraði sitt annað mark. Lokatölur 4-1, Íslandi í vil. Íslendingar hafa unnið alla sex leiki sína gegn Ungverjalandi í gegnum tíðina með markatölunni 21-3.Dagný kom Íslandi í 3-1 með sínu 24. landsliðsmarki.vísir/báraAf hverju vann Ísland? Íslenska liðið er miklu sterkara en sýndi það ekki fyrr en í seinni hálfleik. Þar var allt gert af meiri krafti, á meiri hraða og með meiri sannfæringu. Og þá komu yfirburðirnir í ljós.Hverjar stóðu upp úr? Elín Metta átti frábæran leik, skoraði tvö mörk, lagði upp eitt, bjó til dauðafæri fyrir Dagnýju og hefði átt að fá vítaspyrnu. Dagný setti í annan gír eftir hlé og sömu sögu var að segja af Söru Björk Gunnarsdóttur. Svava Rós og Fanndís voru svo síógnandi eftir að þær komu inn á og sú fyrrnefnda átti stóran þátt í síðustu tveimur mörkum Íslands.Hvað gekk illa? Byrjunin á leiknum lofaði góðu en eftir mark Elínar Mettu datt íslenska liðið niður á alltof lágt plan. Sem betur fer leiðréttu stelpurnar það í seinni hálfleik. Ungverjar sköpuðu ekki mikla hættu en varnarleikur Íslendinga klikkaði illilega í jöfnunarmarkinu. Skyndisóknin var ekki hröð en enginn varnarmaður Íslands tók frumkvæði og reyndi að stöðva hana.Hvað gerist næst? Á mánudaginn tekur Ísland á móti Slóvakíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Íslendingar mæta svo Frökkum í vináttulandsleik 4. október og fjórum dögum síðar er komið að útileik gegn Lettum í undankeppninni.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti