Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 15:00 Margrét Lára Viðarsdóttir hefur þrisvar sinnum skorað í fyrsta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM þar af fernu á móti Búlgaríu og sigurmark á móti Frökkum. Hér er Margrétu Láru fagnað af liðsfélögum sínum. Mynd/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót.Mótherjar kvöldsins koma frá Ungverjalandi en leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það þarf að fara tuttugu ár til baka til að vinna undankeppni EM þar sem íslenska kvennalandsliðið vann ekki sinn fyrsta heimaleik. Stelpurnar hafa byrjað síðustu fjórar undankeppnir á sigri á heimavelli og markatalan í þessum fjórum leikjum er 15-1. Sigurgangan hófst einmitt í fyrsta leik í undankeppni EM 2005 en sá leikur var einmitt á móti Ungverjum á Laugardalsvelli alveg eins og í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir kom þá inn á í sínum fyrsta landsleik og var búin að skora eftir aðeins fjórar mínútur. Margrét Lára skoraði líka í sigrinum í fyrsta leik í undankeppni EM 2009 (sigurmark á móti Frökkum) og EM 2013 (ferna á móti Búlgaríu). Hún lék líka fyrsta heimaleikinn í undankeppni EM 2017 en brenndi þá af vítaspyrnu í hundraðasta landsleiknum sínum. Síðast mistókst íslensku stelpunum að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í undankeppni EM í leik á móti Ítalíu 22. september 1999. Sex leikmenn í leikmannahópnum voru ekki fæddar þá og sú sjöunda, Agla María Albertsdóttir, var aðeins rúmlega mánaða gömul. Síðasta tap íslensku stelpnanna í fyrsta heimaleik í undankeppni var í undankeppni Evrópumótsins 1997. Íslenska liðið mætti þá Rússlandi á Laugardalsvellinum og tapaði 4-1 en leikurinn fór fram 17. september 1995. Á þessum degi haustið 1995 voru níu leikmenn íslenska landsliðshópsins í dag ekki fæddar. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins, var enn fremur aðeins 82 daga gömul þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði síðasta fyrsta heimaleik sínum í undankeppni EM.Fyrsti heimaleikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 1999-2019:EM 2017 - 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi (Mörkin skoruðu: Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir)EM 2013 - 6-0 sigur á Búlgaríu (Mörkin skoruðu: Margrét Lára Viðarsdóttir 4, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir)EM 2009 - 1-0 sigur á Frakklandi (Markið skoraði: Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2005 - 4-1 sigur á Ungverjalandi (Mörkin skoruðu: Erla Hendriksdóttir, Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2001 - 0-0 jafntefli á móti Ítalíu EM 2021 í Englandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót.Mótherjar kvöldsins koma frá Ungverjalandi en leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það þarf að fara tuttugu ár til baka til að vinna undankeppni EM þar sem íslenska kvennalandsliðið vann ekki sinn fyrsta heimaleik. Stelpurnar hafa byrjað síðustu fjórar undankeppnir á sigri á heimavelli og markatalan í þessum fjórum leikjum er 15-1. Sigurgangan hófst einmitt í fyrsta leik í undankeppni EM 2005 en sá leikur var einmitt á móti Ungverjum á Laugardalsvelli alveg eins og í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir kom þá inn á í sínum fyrsta landsleik og var búin að skora eftir aðeins fjórar mínútur. Margrét Lára skoraði líka í sigrinum í fyrsta leik í undankeppni EM 2009 (sigurmark á móti Frökkum) og EM 2013 (ferna á móti Búlgaríu). Hún lék líka fyrsta heimaleikinn í undankeppni EM 2017 en brenndi þá af vítaspyrnu í hundraðasta landsleiknum sínum. Síðast mistókst íslensku stelpunum að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í undankeppni EM í leik á móti Ítalíu 22. september 1999. Sex leikmenn í leikmannahópnum voru ekki fæddar þá og sú sjöunda, Agla María Albertsdóttir, var aðeins rúmlega mánaða gömul. Síðasta tap íslensku stelpnanna í fyrsta heimaleik í undankeppni var í undankeppni Evrópumótsins 1997. Íslenska liðið mætti þá Rússlandi á Laugardalsvellinum og tapaði 4-1 en leikurinn fór fram 17. september 1995. Á þessum degi haustið 1995 voru níu leikmenn íslenska landsliðshópsins í dag ekki fæddar. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins, var enn fremur aðeins 82 daga gömul þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði síðasta fyrsta heimaleik sínum í undankeppni EM.Fyrsti heimaleikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 1999-2019:EM 2017 - 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi (Mörkin skoruðu: Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir)EM 2013 - 6-0 sigur á Búlgaríu (Mörkin skoruðu: Margrét Lára Viðarsdóttir 4, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir)EM 2009 - 1-0 sigur á Frakklandi (Markið skoraði: Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2005 - 4-1 sigur á Ungverjalandi (Mörkin skoruðu: Erla Hendriksdóttir, Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2001 - 0-0 jafntefli á móti Ítalíu
EM 2021 í Englandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira