Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2019 08:45 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Getty/Pool Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Blótaði hann Íslendingum í sand og ösku, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.Þetta kemur fram í þýðingu fjölmiðla í Filippseyjum á ræðunni,en í frétt á vef fréttaveitu Yahoo á Filippseyjumkemur fram að Duterte hafi skipt á milli ensku og filipino, hins opinbera tungumáls Filippseyja.Duterte hélt ræðuna í Quezon-borg en efni hennar var landbúnaður í Filippseyjum. Um miðbik ræðunnar skipti hann þó um umræðuefni og hóf að ræða um þungunarrof. Það var þá sem hann gagnrýndi stefnu Íslands í þeim málum harkalega.„Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte á ensku að því er haft eftir honum í fjölmiðlum á Filippseyjum. Því næst skipti hann yfir á filipino.„Þessir drullusokkar,“ sagði hann að því er fram kemur í frétt Yahoo og gagnrýndi Ísland fyrir að hafa barist fyrir því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum.Sjá má ræðuna hér að neðan Ummæli Duterte um Ísland hefjast þegar um 24 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Athygli vekur að svo virðist sem forsetinn skipti úr ensku yfir á opinbert tungumál Filippseyja til þess að segja verstu blótsyrðin. Virðist hafa miklar áhyggjur af ísáti Íslendinga Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Þetta fór afar illa í Duterte eins og áður hefur verið greint frá.Svo virðist sem að Ísland sé enn ofarlega á baugi hjá Duterte sem var langt frá því hættur að tala um Ísland í ræðunni. „Ég skil ekki þessa asna. Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ er haft eftir Duterte sem gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel,“ er jafnframt haft eftir honum. Í voru samþykkti Alþingi lög um þungunarrof en samkvæmt þeim er heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir „Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45 Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Blótaði hann Íslendingum í sand og ösku, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.Þetta kemur fram í þýðingu fjölmiðla í Filippseyjum á ræðunni,en í frétt á vef fréttaveitu Yahoo á Filippseyjumkemur fram að Duterte hafi skipt á milli ensku og filipino, hins opinbera tungumáls Filippseyja.Duterte hélt ræðuna í Quezon-borg en efni hennar var landbúnaður í Filippseyjum. Um miðbik ræðunnar skipti hann þó um umræðuefni og hóf að ræða um þungunarrof. Það var þá sem hann gagnrýndi stefnu Íslands í þeim málum harkalega.„Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte á ensku að því er haft eftir honum í fjölmiðlum á Filippseyjum. Því næst skipti hann yfir á filipino.„Þessir drullusokkar,“ sagði hann að því er fram kemur í frétt Yahoo og gagnrýndi Ísland fyrir að hafa barist fyrir því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum.Sjá má ræðuna hér að neðan Ummæli Duterte um Ísland hefjast þegar um 24 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Athygli vekur að svo virðist sem forsetinn skipti úr ensku yfir á opinbert tungumál Filippseyja til þess að segja verstu blótsyrðin. Virðist hafa miklar áhyggjur af ísáti Íslendinga Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Þetta fór afar illa í Duterte eins og áður hefur verið greint frá.Svo virðist sem að Ísland sé enn ofarlega á baugi hjá Duterte sem var langt frá því hættur að tala um Ísland í ræðunni. „Ég skil ekki þessa asna. Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ er haft eftir Duterte sem gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel,“ er jafnframt haft eftir honum. Í voru samþykkti Alþingi lög um þungunarrof en samkvæmt þeim er heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir „Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45 Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Sjá meira
„Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00