Bandaríski vogunarsjóðurinn Eaton Vance Management seldi í gær 100 milljón hluti í Símanum. Sjóðurinn átti 488 milljónir hluta en eru 388 milljón í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar.
Verð á hlut í Símanum er 4,62 krónur á hlut og fær vogunarsjóðurinn því um 462 milljónir króna í sinn hlut.
Eignarhlutur Eaton Vance Management í Símanum er 4,19 prósent eftir viðskiptin í gær en alls námu viðskipti gærdagsins í Símanum um 638 milljónum króna.
