Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2019 15:51 Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Vísir/Getty Lögreglan í Malmö er sögð með tvo anga til rannsóknar vegna morðsins á konu um þrítugt í sænsku borginni fyrr í dag. Annars vegar sé til rannsóknar hvort að morðið hafi einhverjar tengingar við barnsföður konunnar sem er sagður eiga sér afbrotasögu. Hins vegar rannsaki lögreglan hvort morðið hafi eitthvað með vitnisburð að gera sem hún gaf í þekktu morðmáli í Malmö.Greint er frá þessu á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Þetta gerðist um klukkan tíu að morgni að staðartíma í Malmö. Aftonbladet segist hafa fengið fyrst um sinn upplýsingar þess efnis að tilræðismaðurinn hafi ætlað sér að drepa barnsföður konunnar, en konan orðið fyrir skotinu. Eftir frekari eftirgrennslan dagblaðsins þykir ljóst að konan hafi verið skotmark ódæðismannsins. „Það er ljóst að hún var skotmarkið,“ hefur Aftonbladet eftir heimildarmanni sínum. Aftonbladet segir árásarmanninn hafa gengið beint upp að konunni og skotið hana í höfuðið. Sjónarvottar hafa lýst þessu voðaverki sem hreinni aftöku. Sögðust vitni hafa heyrt nokkra skothvelli, allt upp í tíu talsins. Í frétt Aftonbladet segir að barnsfaðir konunnar hafi afplánað fangelsisdóm fyrir rán fyrir tíu árum síðar. Þá segir einnig í sömu frétt að konan hafi borið vitni fyrir um ári síðan þegar réttað var í morðmáli sem fór hátt. Aftonbladet segir fjölda hafa verið hótað eftir þessi réttarhöld. Vitnisburður konunnar er þó ekki sagður hafa verið veigamikill, en lögreglan rannsaki engu að síður hvort það tengist þessu morði. Sá sem skaut konuna til bana er sagður hafa flúið af vettvangi á Mercedez-bifreið sem fannst í ljósum logum um fjörutíu mínútum síðar í Lorensborg. Barn konunnar er sagt hafa fallið til jarðar þegar móðirin var skotin til bana. Það hlaut ekki alvarlega áverka og slapp barnsfaðirinn einnig ómeiddur en hann er sagður hafa farið með barnið á neyðarmóttöku. Lögreglan hefur enn ekki fundið þann sem ber ábyrgð á morðinu. Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Lögreglan í Malmö er sögð með tvo anga til rannsóknar vegna morðsins á konu um þrítugt í sænsku borginni fyrr í dag. Annars vegar sé til rannsóknar hvort að morðið hafi einhverjar tengingar við barnsföður konunnar sem er sagður eiga sér afbrotasögu. Hins vegar rannsaki lögreglan hvort morðið hafi eitthvað með vitnisburð að gera sem hún gaf í þekktu morðmáli í Malmö.Greint er frá þessu á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Þetta gerðist um klukkan tíu að morgni að staðartíma í Malmö. Aftonbladet segist hafa fengið fyrst um sinn upplýsingar þess efnis að tilræðismaðurinn hafi ætlað sér að drepa barnsföður konunnar, en konan orðið fyrir skotinu. Eftir frekari eftirgrennslan dagblaðsins þykir ljóst að konan hafi verið skotmark ódæðismannsins. „Það er ljóst að hún var skotmarkið,“ hefur Aftonbladet eftir heimildarmanni sínum. Aftonbladet segir árásarmanninn hafa gengið beint upp að konunni og skotið hana í höfuðið. Sjónarvottar hafa lýst þessu voðaverki sem hreinni aftöku. Sögðust vitni hafa heyrt nokkra skothvelli, allt upp í tíu talsins. Í frétt Aftonbladet segir að barnsfaðir konunnar hafi afplánað fangelsisdóm fyrir rán fyrir tíu árum síðar. Þá segir einnig í sömu frétt að konan hafi borið vitni fyrir um ári síðan þegar réttað var í morðmáli sem fór hátt. Aftonbladet segir fjölda hafa verið hótað eftir þessi réttarhöld. Vitnisburður konunnar er þó ekki sagður hafa verið veigamikill, en lögreglan rannsaki engu að síður hvort það tengist þessu morði. Sá sem skaut konuna til bana er sagður hafa flúið af vettvangi á Mercedez-bifreið sem fannst í ljósum logum um fjörutíu mínútum síðar í Lorensborg. Barn konunnar er sagt hafa fallið til jarðar þegar móðirin var skotin til bana. Það hlaut ekki alvarlega áverka og slapp barnsfaðirinn einnig ómeiddur en hann er sagður hafa farið með barnið á neyðarmóttöku. Lögreglan hefur enn ekki fundið þann sem ber ábyrgð á morðinu.
Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35