Lífið

Tileinkaði messuna fórnarlömbunum í Dayton

Andri Eysteinsson skrifar
Kanye West hefur haldið sunnudagsmessur síðan í janúar.
Kanye West hefur haldið sunnudagsmessur síðan í janúar. Getty/Rich Fury
Rapparinn Kanye West hefur undanfarnar helgar haldið sunnudagsmessur utandyra. Siðurinn hófst 6. janúar og hefur West látið lítið stoppa sig síðan.

Í þessum messum hefur Kanye sungið og rappað gospelútgáfur af lögum sínum og nýtur þar stuðnings hljómsveitar og kórs.

Messuna í gær tileinkaði West fórnarlömbum skotárásarinnar í Dayton í Ohio-ríki sem framin var fyrr í mánuðinum. Tíu létust í árásinni sem framin var af 24 ára gömlum karlmanni 4. ágúst síðastliðinn.

Messan fór því fram í borginni Dayton og var eftirlifendum árásarinnar boðið í messuna. Þá stýrði vinur Kanye West, grínistinn Dave Chapelle, messunni og hélt ávarp.

Chapelle sem býr í nágrenni Dayton sagði að besta leiðin til þess að minnast hinna föllnu væri að rísa upp og verða betri en nokkur sinni fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×