Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2019 20:15 Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. Embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu og hafa 23 dauðsföll verið til skoðunar á árinu. Þrjátíu og níu lyfjatengd dauðsföll voru staðfest árið 2018, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu kemur fjöldi andláta þar sem bæði slævandi lyf og áfengi kemur við sögu á óvart í ár. Þau voru 15 allt árið í fyrra en eru nú orðin 11.„Það sem er algengt því miður það er að þegar þú hefur verið að drekka og kemur heim og þér svimar og þú getur ekki sofnað þá skellir þú í þig tveimur svefntöflum og þá sofnarðu og þú kastar upp í svefni og þú nærð ekki að hreinsa kokið. Þessi slævandi lyf og áfengi hafa lamað kokboðin og þú nærð ekki að hreinsa æluna úr hálsinum og kafnar," segir Andrés Magnússon, yfirlæknir hjá Landlækni. Hann bendir á að þegar þessi róandi- og kvíðastillandi lyf komu fyrst á markað hafi áfengisneysla hér á landi verið mun minni en í dag. „Það er orðið miklu algengara, þetta er út um allt. Þessi lyf eins og benzodízepín, þessi svefnlyf og róandi lyf, þau eru ekkert sérlega hættuleg ein og sér. En um leið og það er verið að blanda því saman við önnur lyf, til dæmis áfengi, eru þau orðin stórhættuleg. Og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt að blanda saman til dæmis svefntöflum og áfengi," segir Andrés. Hann bendir þó á að taka þurfi tölurnar með fyrirvara þar sem Ísland sé lítið land. „Það getur vel verið að þetta séu tilviljunarkenndar sveiflur. En það er á hreinu að fólk er að blanda saman tveimur slævandi efnum og það er stórhættulegt,“ segir Andrés. Tuttugu og þrjú lyfjatengd andlát á árinu sé allt of há tala. „Þetta er alveg hræðilegt og við verðum að nota öll ráð til þess að reyna minnka þetta,“ segir Andrés. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. Embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu og hafa 23 dauðsföll verið til skoðunar á árinu. Þrjátíu og níu lyfjatengd dauðsföll voru staðfest árið 2018, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu kemur fjöldi andláta þar sem bæði slævandi lyf og áfengi kemur við sögu á óvart í ár. Þau voru 15 allt árið í fyrra en eru nú orðin 11.„Það sem er algengt því miður það er að þegar þú hefur verið að drekka og kemur heim og þér svimar og þú getur ekki sofnað þá skellir þú í þig tveimur svefntöflum og þá sofnarðu og þú kastar upp í svefni og þú nærð ekki að hreinsa kokið. Þessi slævandi lyf og áfengi hafa lamað kokboðin og þú nærð ekki að hreinsa æluna úr hálsinum og kafnar," segir Andrés Magnússon, yfirlæknir hjá Landlækni. Hann bendir á að þegar þessi róandi- og kvíðastillandi lyf komu fyrst á markað hafi áfengisneysla hér á landi verið mun minni en í dag. „Það er orðið miklu algengara, þetta er út um allt. Þessi lyf eins og benzodízepín, þessi svefnlyf og róandi lyf, þau eru ekkert sérlega hættuleg ein og sér. En um leið og það er verið að blanda því saman við önnur lyf, til dæmis áfengi, eru þau orðin stórhættuleg. Og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt að blanda saman til dæmis svefntöflum og áfengi," segir Andrés. Hann bendir þó á að taka þurfi tölurnar með fyrirvara þar sem Ísland sé lítið land. „Það getur vel verið að þetta séu tilviljunarkenndar sveiflur. En það er á hreinu að fólk er að blanda saman tveimur slævandi efnum og það er stórhættulegt,“ segir Andrés. Tuttugu og þrjú lyfjatengd andlát á árinu sé allt of há tala. „Þetta er alveg hræðilegt og við verðum að nota öll ráð til þess að reyna minnka þetta,“ segir Andrés.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira