Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Andri Eysteinsson skrifar 24. ágúst 2019 15:45 Hatari átti að spila í Gdansk en hætti við, deilur spruttu upp í kjölfarið. Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. Fréttablaðið greindi fyrst frá.Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Á Facebook síðu tónlistarhátíðarinnar segir að ástæðan fyrir því að aflýsa þurfi tónleiknum í hafnarborginni Gdansk sé sú að skipulagsvandamál sem ekki er unnt að leysa hafi komið upp. Aðstandendur hátíðarinnar biðja þá sem hugðust hlusta á ljúfa íslenska tóna í Gdansk afsökunar og bjóðast til þess að endurgreiða alla selda miða.Í yfirlýsingunni þakka aðstandendur öllum þeim sem sóttu tónleikana undanfarna daga í borgunum Kraká, Poznan og Varsjá. Um miðjan mánuðinn stefndi aðalskipuleggjandi hátíðarinnar Svikamyllu ehf. móðurfyrirtæki Hatara fyrir samningsbrot. Skipuleggjandinn Wiktoria Ginter kveðst hafa bókað Hatara fyrir áramót en sveitin hafi síðar krafist um sex sinnum hærri þóknunar en í fyrstu var um rætt. Hatari birti í kjölfarið yfirlýsingu á Facebook þar sem tilkynnt var að sveitin kæmi ekki til með að taka þátt í hátíðinni og að ástæða þess væri að skipuleggjendur Iceland to Poland hafi ekki haft í heiðri grundvallarsamningsatriði. Hatari átti að spila á lokakvöldi hátíðarinnar í Gdansk Pólland Tónlist Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. Fréttablaðið greindi fyrst frá.Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Á Facebook síðu tónlistarhátíðarinnar segir að ástæðan fyrir því að aflýsa þurfi tónleiknum í hafnarborginni Gdansk sé sú að skipulagsvandamál sem ekki er unnt að leysa hafi komið upp. Aðstandendur hátíðarinnar biðja þá sem hugðust hlusta á ljúfa íslenska tóna í Gdansk afsökunar og bjóðast til þess að endurgreiða alla selda miða.Í yfirlýsingunni þakka aðstandendur öllum þeim sem sóttu tónleikana undanfarna daga í borgunum Kraká, Poznan og Varsjá. Um miðjan mánuðinn stefndi aðalskipuleggjandi hátíðarinnar Svikamyllu ehf. móðurfyrirtæki Hatara fyrir samningsbrot. Skipuleggjandinn Wiktoria Ginter kveðst hafa bókað Hatara fyrir áramót en sveitin hafi síðar krafist um sex sinnum hærri þóknunar en í fyrstu var um rætt. Hatari birti í kjölfarið yfirlýsingu á Facebook þar sem tilkynnt var að sveitin kæmi ekki til með að taka þátt í hátíðinni og að ástæða þess væri að skipuleggjendur Iceland to Poland hafi ekki haft í heiðri grundvallarsamningsatriði. Hatari átti að spila á lokakvöldi hátíðarinnar í Gdansk
Pólland Tónlist Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira