Vilja fá myndavélar í afskekkt borgarhverfi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2019 08:30 Seltjarnarnes, Garðabær og Árborg eru meðal þeirra sveitarfélaga þar sem eftirlitsmyndavélar hafa verið settar upp. Fréttablaðið/Anton brink Á fimmtudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að eftirlitsmyndavélar yrðu settar upp í afskekktum hverfum og útjöðrum borgarinnar. Þegar hafa Garðabær, Seltjarnarnes, Árborg og fleiri sveitarfélög farið þessa leið til að reyna að stemma stigu við afbrotum. Eru slíkar myndavélar þá settar upp í samstarfi við lögreglu sem hefur aðgang að upptökunum. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segir að tillagan hafi verið lögð fram eftir kynningarfund með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en gerir ráð fyrir að þetta verði tilraunaverkefni. „Íbúar í sumum hverfum hafa verið að kalla eftir eftirlitsmyndavélum. Í fyrra var þetta ein af þeim hugmyndum sem íbúar í Grafarvogi gáfu flest atkvæði í kosningu Betri Reykjavíkur,“ segir Marta. Annað hverfi sem Marta nefnir í þessu samhengi er Skerjafjörðurinn. „Íbúar þar hafa verið að skoða leiðir til að koma slíku kerfi upp sjálfir en rekist á veggi, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða. Vitaskuld er það eðlilegra að þetta sé unnið í samstarfi við lögreglu og neyðarlínu líkt og annars staðar,“ segir hún. Að sögn Mörtu hafa myndavélarnar gefið góða raun hingað til. „Bæði hafa myndavélar fælingarmátt og geta hjálpað til við að upplýsa afbrot. Þetta eru öryggistæki líkt og til dæmis hraðamyndavélar. Hugmyndin er ekki sú að fylgjast með borgarbúum,“ segir Marta.Dóra Björt guðjónsdóttir oddviti Pírata. Fréttablaðið/Anton.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist mótfallin tillögunni, sem var frestað í borgarráði. „Notkun á eftirlitsmyndavélum skapar frekar ímynd öryggis en raunverulegt öryggi,“ segir Dóra og vísar í tölfræði erlendis, til dæmis í Lundúnum þar sem hlutfall myndavéla er ein á hverja tuttugu íbúa. „Þetta hefur einnig í för með sér að hinn almenni borgari fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna.“ Telur hún ekki ríka ástæðu til þess að taka þessi tilteknu hverfi sérstaklega fyrir. Ef efla þurfi öryggi sé betri leið að stytta svartíma lögreglunnar. Í þeim tilvikum þar sem myndavélar eru verði að vera takmarkað aðgengi að upptökum. „Heilt á litið er ég ekki hrifin af því að skapa eftirlitssamfélag,“ segir Dóra. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Á fimmtudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að eftirlitsmyndavélar yrðu settar upp í afskekktum hverfum og útjöðrum borgarinnar. Þegar hafa Garðabær, Seltjarnarnes, Árborg og fleiri sveitarfélög farið þessa leið til að reyna að stemma stigu við afbrotum. Eru slíkar myndavélar þá settar upp í samstarfi við lögreglu sem hefur aðgang að upptökunum. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segir að tillagan hafi verið lögð fram eftir kynningarfund með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en gerir ráð fyrir að þetta verði tilraunaverkefni. „Íbúar í sumum hverfum hafa verið að kalla eftir eftirlitsmyndavélum. Í fyrra var þetta ein af þeim hugmyndum sem íbúar í Grafarvogi gáfu flest atkvæði í kosningu Betri Reykjavíkur,“ segir Marta. Annað hverfi sem Marta nefnir í þessu samhengi er Skerjafjörðurinn. „Íbúar þar hafa verið að skoða leiðir til að koma slíku kerfi upp sjálfir en rekist á veggi, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða. Vitaskuld er það eðlilegra að þetta sé unnið í samstarfi við lögreglu og neyðarlínu líkt og annars staðar,“ segir hún. Að sögn Mörtu hafa myndavélarnar gefið góða raun hingað til. „Bæði hafa myndavélar fælingarmátt og geta hjálpað til við að upplýsa afbrot. Þetta eru öryggistæki líkt og til dæmis hraðamyndavélar. Hugmyndin er ekki sú að fylgjast með borgarbúum,“ segir Marta.Dóra Björt guðjónsdóttir oddviti Pírata. Fréttablaðið/Anton.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist mótfallin tillögunni, sem var frestað í borgarráði. „Notkun á eftirlitsmyndavélum skapar frekar ímynd öryggis en raunverulegt öryggi,“ segir Dóra og vísar í tölfræði erlendis, til dæmis í Lundúnum þar sem hlutfall myndavéla er ein á hverja tuttugu íbúa. „Þetta hefur einnig í för með sér að hinn almenni borgari fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna.“ Telur hún ekki ríka ástæðu til þess að taka þessi tilteknu hverfi sérstaklega fyrir. Ef efla þurfi öryggi sé betri leið að stytta svartíma lögreglunnar. Í þeim tilvikum þar sem myndavélar eru verði að vera takmarkað aðgengi að upptökum. „Heilt á litið er ég ekki hrifin af því að skapa eftirlitssamfélag,“ segir Dóra.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira