Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 19:14 Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Guðmundur Andri, sem er á mála hjá Start í Noregi, var í sumar lánaður til Víkings. Guðjón Guðmundsson spurði hann hvort það hefði verið erfið ákvörðun að koma heim. „Á þessum tímapunkti var einhvern veginn það eina í stöðunni að koma heim, fá mínútur heima og sanna mig aftur. Ég fékk lítið að spila og þá var það eina í stöðunni að reyna að koma mér á lán. Víkingur varð fyrir valinu," sagði Guðmundur Andri en viðtalið við hann var í Sportpakkanum á Stöð 2 nú í kvöld. Guðmundur Andri er KR-ingur að upplagi, þar sem hann lék áður en hann var seldur til Noregs árið 2017. Þessi efnilegi leikmaður hefur heillað með frammistöðu sinni í sumar. Sex mörk í deildinni og eitt mark í Mjólkurbikarnum segir sína sögu. „Það er svo mikið af nýjum leikmönnum í liðinu í sumar og við erum aðeins búnir að vera að læra inn á hvern annan. Við erum búnir að vera í smá ströggli og þurfum eiginlega að fara að vinna leiki og sérstaklega næsta leik sem er mjög mikilvægur," en Víkingar mæta Grindvíkingum í fallslag í Pepsi-Max deildinni á sunnudag. „Það er leiðinlegt að vera ekki með í þeim leik en ég treysti náttúrulega á strákana mína," bætti Guðmundur Andri við en hann verður í leikbanni á sunnudaginn. „Við erum náttúrulega í úrslitum í bikar líka sem hefur ekki gerst lengi hérna í Víkinni. Þetta er búið að vera ágætis tímabil en við stefnum nú á að gera betur í deildinni." „Þetta er geggjað lið og auðvitað spilar þjálfarinn inn í. Arnar Gunnlaugsson var með mér í KR áður en ég fór út og ég lít mjög upp til hans. Hann er frábær þjálfari og mjög góður fyrir unga leikmenn eins og okkur í Víkinni. Það er geggjað að vera með hann og auðvitað Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) líka sem eru mjög reynslumiklir og hjálpa okkur innan sem utan vallar." Þrátt fyrir daður við fall í allt sumar hefur fall ekki komið til tals innan leikmannahópsins. „Nei, ekki hérna í Víkinni. Við höfum eiginlega engar áhyggjur af þessu. Við þurfum bara að vinna leikina sem eftir eru. Það eru mjög mikilvægir leikir núna því við eigum leiki eftir við liðin í kringum okkur. Þessi deild er mjög jöfn og ef við vinnum þrjá í röð þá erum við komnir langt frá fallsæti." Í haust snýr Guðmundur Andri aftur til Start í Noregi. „Það er bara fínt og gott að vera búinn að skora nokkur mörk hér heima og sanna sig aðeins. Það hlýtur að ýta aðeins á eftir þeim úti að vera ekki búnir að spila mér. Næsta ár, eins og er þá verð ég þar, það er síðasta árið mitt í Start og það verður bara að koma í ljós hvort ég verði þar og spili þeim eða hvort ég fer eitthvað annað." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Guðmundur Andri, sem er á mála hjá Start í Noregi, var í sumar lánaður til Víkings. Guðjón Guðmundsson spurði hann hvort það hefði verið erfið ákvörðun að koma heim. „Á þessum tímapunkti var einhvern veginn það eina í stöðunni að koma heim, fá mínútur heima og sanna mig aftur. Ég fékk lítið að spila og þá var það eina í stöðunni að reyna að koma mér á lán. Víkingur varð fyrir valinu," sagði Guðmundur Andri en viðtalið við hann var í Sportpakkanum á Stöð 2 nú í kvöld. Guðmundur Andri er KR-ingur að upplagi, þar sem hann lék áður en hann var seldur til Noregs árið 2017. Þessi efnilegi leikmaður hefur heillað með frammistöðu sinni í sumar. Sex mörk í deildinni og eitt mark í Mjólkurbikarnum segir sína sögu. „Það er svo mikið af nýjum leikmönnum í liðinu í sumar og við erum aðeins búnir að vera að læra inn á hvern annan. Við erum búnir að vera í smá ströggli og þurfum eiginlega að fara að vinna leiki og sérstaklega næsta leik sem er mjög mikilvægur," en Víkingar mæta Grindvíkingum í fallslag í Pepsi-Max deildinni á sunnudag. „Það er leiðinlegt að vera ekki með í þeim leik en ég treysti náttúrulega á strákana mína," bætti Guðmundur Andri við en hann verður í leikbanni á sunnudaginn. „Við erum náttúrulega í úrslitum í bikar líka sem hefur ekki gerst lengi hérna í Víkinni. Þetta er búið að vera ágætis tímabil en við stefnum nú á að gera betur í deildinni." „Þetta er geggjað lið og auðvitað spilar þjálfarinn inn í. Arnar Gunnlaugsson var með mér í KR áður en ég fór út og ég lít mjög upp til hans. Hann er frábær þjálfari og mjög góður fyrir unga leikmenn eins og okkur í Víkinni. Það er geggjað að vera með hann og auðvitað Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) líka sem eru mjög reynslumiklir og hjálpa okkur innan sem utan vallar." Þrátt fyrir daður við fall í allt sumar hefur fall ekki komið til tals innan leikmannahópsins. „Nei, ekki hérna í Víkinni. Við höfum eiginlega engar áhyggjur af þessu. Við þurfum bara að vinna leikina sem eftir eru. Það eru mjög mikilvægir leikir núna því við eigum leiki eftir við liðin í kringum okkur. Þessi deild er mjög jöfn og ef við vinnum þrjá í röð þá erum við komnir langt frá fallsæti." Í haust snýr Guðmundur Andri aftur til Start í Noregi. „Það er bara fínt og gott að vera búinn að skora nokkur mörk hér heima og sanna sig aðeins. Það hlýtur að ýta aðeins á eftir þeim úti að vera ekki búnir að spila mér. Næsta ár, eins og er þá verð ég þar, það er síðasta árið mitt í Start og það verður bara að koma í ljós hvort ég verði þar og spili þeim eða hvort ég fer eitthvað annað."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira