Aðalmálið að vera í stuði Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 09:30 Sylvía B. Gústafsdóttir, söngkona Kvennabandsins, segir að þær hlakki til að spila á Menningarnótt. fRÉTTABLAÐIÐ/vALLI Kvennabandið er ábreiðuhljómsveit sem skipuð er sex miðaldra konum og einni sem gæti verið dóttir þeirra. Sylvía B. Gústafsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir að þær taki sig ekki of alvarlega og vilji bara vera í stuði. Hljómsveitin kemur fram á morgun í Iðnó og er þetta í þriðja sinn sem þær spila á Menningarnótt. Þær koma fram undir dagskrárlið sem kallast „Komið úr skúrnum“ þar sem „Bílskúrshljómsveitir skipaðar síungum og ferskum pönk „Við erum hreinræktað kvennaband, allar komnar vel yfir fimmtugt,“ segir Sylvía. Nema það gekk svolítið illa að finna kvenkynsbassaleikara á miðjum aldri, við lögðum mikla áherslu að að hafa þetta kvennaband. Við erum núna komnar með frábæra stelpu á bassann sem er reyndar á sama aldri og börnin okkar. En hún er ótrúlega þroskuð og skemmtileg og passar vel inn í fíflaganginn í okkur.“ Sylvía segir að þær langi svolítið að fara að semja eigin tónlist en þeim hafi ekki gefist tími til þess. „Við spilum mjög fjölbreytta tónlist, einhver kemur kannski með hugmynd að lagi og við prófum það og athugum hvernig okkur líkar það.“Kvennabandið skipa sjö konur, þær Guðbjörg, Bergþóra, Stína, Sylvía, Hildur, Kristín og Margrét.Stuð á fullorðinsballi Eitt af því sem Kvennabandið hefur gert og vill halda áfram að gera, er að halda föstudagsgleði. Það eru böll fyrir fullorðið fólk sem byrja snemma kvölds og eru búin um miðnætti. „Við höfum haldið þessi böll nokkrum sinnum, í Iðnó, Catalinu í Kópavogi og á bar í Hafnarfirði. Okkur langar að þróa þetta betur. Við erum komnar á þann aldur að við nennum ekkert að vera að djamma fram eftir nóttu. Það hefur verið vel tekið í þessi böll. Mæting hefur verið góð og mikið stuð,“ segir Sylvía. Kvennabandið hefur haldið böllin með öðrum hljómsveitum. „Við höfum til dæmis spilað með Gleðisveitinni plús, sem er svona fullorðins karlaband. Þeir eru rosa skemmtilegir og passa vel við okkur og taka sig ekki of hátíðlega,“ segir Sylvía. „Það er alltaf ótrúlega gaman hjá okkur, þetta er næstum eins og saumaklúbbur. Við þekktumst lítið áður en hljómsveitin var stofnuð en við tengjumst samt allar einhverri á einhvern hátt, við erum svo heppnar að við náum sérlega vel saman og það er mjög gaman á æfingum. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegur félagsskapur og við hlæjum mikið, erum flestar á breytingaskeiðinu og erum oftast hálf berar í hitakófi á æfingum,“ segir Sylvía hlæjandi. Sjö konur skipa hljómsveitina, það er Sylvía söngkona, Margrét Sigurðardóttir gítarleikari, Bergþóra Sveinsdóttir bassaleikari, Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari, Kristín Jóna Þorsteinsdóttir slagverksleikari, Hildur Ásta Viggósdóttir hljómborðsleikari og Kristín Valsdóttir spilar á hljómborð og harmonikku. „Við erum með tvo hljómborðsleikara, önnur fór í árs námsleyfi og sem betur fór kom hún aftur, en sú sem leysti hana af var svo frábær að við vildum ekki missa hana og hún vildi ekki hætta svo þær eru bara tvær núna, sem er mjög gott því harmonikkan kemur þar inn sem viðbót,“ útskýrir Sylvía.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLISkemmtilegar á sviði „Við komum hvaðanæva í tónlist, með mismunandi lærdóm á baki sem nýtist allur á einhvern hátt á okkar æfingum, í okkar flutningi og túlkun okkar á lögunum. Það þarf ekki að vera sérfræðingur til að stofna hljómsveit. Bara hafa gleðina að leiðarljósi og taka sig ekki of hátíðlega og þá er gaman,“ segir Sylvía. „Það er eitt og annað fram undan hjá okkur. Það er aldrei að vita nema við skellum fljótlega í annað fullorðinsball. Svo er búið að panta okkur í sextugsafmæli og ýmislegt fleira svo það er alveg nóg að gera.“ Þau sem hafa áhuga á að sjá þessar hressu konur á sviði geta mætt í Iðnó á morgun klukkan 17.30 og hlustað á þær spila. „Við erum krafmiklar og skemmtilegar á sviði og hlökkum mikið til að spila á Menningarnótt, vera í stuði og sjá sem flesta,“ segir Sylvía að endingu. Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tónlist Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
Kvennabandið er ábreiðuhljómsveit sem skipuð er sex miðaldra konum og einni sem gæti verið dóttir þeirra. Sylvía B. Gústafsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir að þær taki sig ekki of alvarlega og vilji bara vera í stuði. Hljómsveitin kemur fram á morgun í Iðnó og er þetta í þriðja sinn sem þær spila á Menningarnótt. Þær koma fram undir dagskrárlið sem kallast „Komið úr skúrnum“ þar sem „Bílskúrshljómsveitir skipaðar síungum og ferskum pönk „Við erum hreinræktað kvennaband, allar komnar vel yfir fimmtugt,“ segir Sylvía. Nema það gekk svolítið illa að finna kvenkynsbassaleikara á miðjum aldri, við lögðum mikla áherslu að að hafa þetta kvennaband. Við erum núna komnar með frábæra stelpu á bassann sem er reyndar á sama aldri og börnin okkar. En hún er ótrúlega þroskuð og skemmtileg og passar vel inn í fíflaganginn í okkur.“ Sylvía segir að þær langi svolítið að fara að semja eigin tónlist en þeim hafi ekki gefist tími til þess. „Við spilum mjög fjölbreytta tónlist, einhver kemur kannski með hugmynd að lagi og við prófum það og athugum hvernig okkur líkar það.“Kvennabandið skipa sjö konur, þær Guðbjörg, Bergþóra, Stína, Sylvía, Hildur, Kristín og Margrét.Stuð á fullorðinsballi Eitt af því sem Kvennabandið hefur gert og vill halda áfram að gera, er að halda föstudagsgleði. Það eru böll fyrir fullorðið fólk sem byrja snemma kvölds og eru búin um miðnætti. „Við höfum haldið þessi böll nokkrum sinnum, í Iðnó, Catalinu í Kópavogi og á bar í Hafnarfirði. Okkur langar að þróa þetta betur. Við erum komnar á þann aldur að við nennum ekkert að vera að djamma fram eftir nóttu. Það hefur verið vel tekið í þessi böll. Mæting hefur verið góð og mikið stuð,“ segir Sylvía. Kvennabandið hefur haldið böllin með öðrum hljómsveitum. „Við höfum til dæmis spilað með Gleðisveitinni plús, sem er svona fullorðins karlaband. Þeir eru rosa skemmtilegir og passa vel við okkur og taka sig ekki of hátíðlega,“ segir Sylvía. „Það er alltaf ótrúlega gaman hjá okkur, þetta er næstum eins og saumaklúbbur. Við þekktumst lítið áður en hljómsveitin var stofnuð en við tengjumst samt allar einhverri á einhvern hátt, við erum svo heppnar að við náum sérlega vel saman og það er mjög gaman á æfingum. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegur félagsskapur og við hlæjum mikið, erum flestar á breytingaskeiðinu og erum oftast hálf berar í hitakófi á æfingum,“ segir Sylvía hlæjandi. Sjö konur skipa hljómsveitina, það er Sylvía söngkona, Margrét Sigurðardóttir gítarleikari, Bergþóra Sveinsdóttir bassaleikari, Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari, Kristín Jóna Þorsteinsdóttir slagverksleikari, Hildur Ásta Viggósdóttir hljómborðsleikari og Kristín Valsdóttir spilar á hljómborð og harmonikku. „Við erum með tvo hljómborðsleikara, önnur fór í árs námsleyfi og sem betur fór kom hún aftur, en sú sem leysti hana af var svo frábær að við vildum ekki missa hana og hún vildi ekki hætta svo þær eru bara tvær núna, sem er mjög gott því harmonikkan kemur þar inn sem viðbót,“ útskýrir Sylvía.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLISkemmtilegar á sviði „Við komum hvaðanæva í tónlist, með mismunandi lærdóm á baki sem nýtist allur á einhvern hátt á okkar æfingum, í okkar flutningi og túlkun okkar á lögunum. Það þarf ekki að vera sérfræðingur til að stofna hljómsveit. Bara hafa gleðina að leiðarljósi og taka sig ekki of hátíðlega og þá er gaman,“ segir Sylvía. „Það er eitt og annað fram undan hjá okkur. Það er aldrei að vita nema við skellum fljótlega í annað fullorðinsball. Svo er búið að panta okkur í sextugsafmæli og ýmislegt fleira svo það er alveg nóg að gera.“ Þau sem hafa áhuga á að sjá þessar hressu konur á sviði geta mætt í Iðnó á morgun klukkan 17.30 og hlustað á þær spila. „Við erum krafmiklar og skemmtilegar á sviði og hlökkum mikið til að spila á Menningarnótt, vera í stuði og sjá sem flesta,“ segir Sylvía að endingu.
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tónlist Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira