Vatnsbólið í Skeifunni Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 23. ágúst 2019 08:30 Flestir hafa gaman af náttúrulífsmyndum. Ómþýðir eldri Bretar hafa sérstakt lag á að lýsa hrottafengnum hversdagsleika villidýranna í Afríku á þann hátt að hann verður að róandi og hugvíkkandi afþreyingu. Sjálfum þykir mér skemmtilegast þegar þeir fjalla um vatnsbólin, þar safnast öll dýrin á gresjunni saman til að svala þorstanum og það virðist næstum mótsagnakennt hvernig rándýrin og jurtaæturnar grafa stríðsöxina tímabundið og fá sér sopa. Þau minna helst á mannfólk í vinnu sem stimplar sig út til að fara í mat. Það skiptir ekki máli hvort þú ert sebrahestur, trana eða ljón – þangað þurfa allir að fara til að fá sér að drekka. Í Reykjavík eru tvö slík vatnsból sem rekin eru af ÁTVR. Annað liggur í Skeifunni en hitt í Skútuvogi. Dýrin á stórreykvísku gresjunni eru mörg og misjöfn en eiga það flest sameiginlegt að drekka áfengi í einhverjum mæli. Og þegar klukkan er orðin sex þá skiptir ekki máli hvort þú ert róni eða ráðherra (nema hvort tveggja sért) – þangað þurfa allir að fara til að kaupa sér að drekka. Mér finnst þess vegna fínt að fara í Ríkið, því að ofan á annars ágætis úrval sem ég mun aldrei nýta mér og óskiljanlega alúðlega þjónustu þá er það falleg áminning um hvað við erum öllsömul drykkfelld inn við beinið. Áminning sem myndi ef til vill gleymast ef salan yrði færð í stéttaskiptu matvöruverslanirnar okkar. Það mætti samt alveg fjölga vatnsbólunum sem eru opin lengur en til sex aðeins. Og ég vona að ég sé búinn að hallmæla ykkur nóg til að geta beðið ykkur vinsamlegast að koma kælinum aftur upp í Austurstræti. Plís? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun
Flestir hafa gaman af náttúrulífsmyndum. Ómþýðir eldri Bretar hafa sérstakt lag á að lýsa hrottafengnum hversdagsleika villidýranna í Afríku á þann hátt að hann verður að róandi og hugvíkkandi afþreyingu. Sjálfum þykir mér skemmtilegast þegar þeir fjalla um vatnsbólin, þar safnast öll dýrin á gresjunni saman til að svala þorstanum og það virðist næstum mótsagnakennt hvernig rándýrin og jurtaæturnar grafa stríðsöxina tímabundið og fá sér sopa. Þau minna helst á mannfólk í vinnu sem stimplar sig út til að fara í mat. Það skiptir ekki máli hvort þú ert sebrahestur, trana eða ljón – þangað þurfa allir að fara til að fá sér að drekka. Í Reykjavík eru tvö slík vatnsból sem rekin eru af ÁTVR. Annað liggur í Skeifunni en hitt í Skútuvogi. Dýrin á stórreykvísku gresjunni eru mörg og misjöfn en eiga það flest sameiginlegt að drekka áfengi í einhverjum mæli. Og þegar klukkan er orðin sex þá skiptir ekki máli hvort þú ert róni eða ráðherra (nema hvort tveggja sért) – þangað þurfa allir að fara til að kaupa sér að drekka. Mér finnst þess vegna fínt að fara í Ríkið, því að ofan á annars ágætis úrval sem ég mun aldrei nýta mér og óskiljanlega alúðlega þjónustu þá er það falleg áminning um hvað við erum öllsömul drykkfelld inn við beinið. Áminning sem myndi ef til vill gleymast ef salan yrði færð í stéttaskiptu matvöruverslanirnar okkar. Það mætti samt alveg fjölga vatnsbólunum sem eru opin lengur en til sex aðeins. Og ég vona að ég sé búinn að hallmæla ykkur nóg til að geta beðið ykkur vinsamlegast að koma kælinum aftur upp í Austurstræti. Plís?
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun