Sjóböð á Húsavíkurhöfða á lista yfir hundrað bestu áfangastaði heims Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 22:24 Sjóböðin eru með útsýni yfir Skjálfanda, Kinnarfjöll og allt norður að heimskautsbaug. Vísir/Vilhelm Geosea sjóböðin opnuðu í september á síðasta ári á Húsavíkurhöfða og hafa notið mikilla vinsælda frá opnun. Vatnið í böðunum kemur úr tveimur borholum sem ekki tókst að nýta sökum sjávarseltu en hafa nú fengið nýjan tilgang. Sjóböðin eru nú á lista yfir hundrað bestu áfangastaði heims sem tímaritið Time hefur tekið saman. Þar er farið fögrum orðum um Geosea sem er sagt vera hinn fullkomni staður til þess að sjá norðurljósin að kvöldi til á meðan fólk slakar á í vatninu, sem er sagt einstaklega heilsusamlegt til baða.Útsýnið er ekki af verri endanum.Vísir/vilhelm„Mikill fjöldi ferðamanna er geysilegt vandamál fyrir Ísland - hið heimsfræga Bláa lón tekur á móti gestum í rútuförmum. En tæplega 500 kílómetrum norður á Húsavík, litlu sjávarplássi við norðurströnd landsins, gefa minna þekkt sjóböð gestum sínum nægilegt andrými,“ segir í umfjöllun um sjóböðin. Aðstaðan í sjóböðunum er með glæsilegasta móti. Byggingin er hönnuð af Basalt arkitektum og eru böðin með útsýni yfir Skjálfanda, Kinnarfjöll og allt norður að heimskautsbaug. Voru böðin opnuð í þeirri von að lengja dvöl ferðamanna á svæðinu og má leiða að því líkum að umfjöllun Time muni einnig hjálpa til í því samhengi. Í umfjöllun Stöðvar 2 um böðin í september á síðasta ári, skömmu eftir opnun, var rætt við Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóra Geosea, og litið á aðstöðuna. Umfjöllunina má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Sundlaugar Tengdar fréttir Bæta úr aðgengi fyrir fatlaða í sjóböðunum Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. 6. júní 2019 08:30 Fjögur verk tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Dómnefnd hefur nú tilnefnt fjögur verk til Hönnunarverðlauna Íslands og mun eitt þeirra hljóta verðlaunin þann 2. nóvember næstkomandi. 1. október 2018 11:00 Vannýttar borholur notaðar til sjóbaða Vonast eftir að ferðamenn dvelji lengur á Húsavík sem hefur verið ein helsta áskorun ferðaþjónustunnar á svæðinu 11. september 2018 20:30 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Innlent Fleiri fréttir Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Sjá meira
Geosea sjóböðin opnuðu í september á síðasta ári á Húsavíkurhöfða og hafa notið mikilla vinsælda frá opnun. Vatnið í böðunum kemur úr tveimur borholum sem ekki tókst að nýta sökum sjávarseltu en hafa nú fengið nýjan tilgang. Sjóböðin eru nú á lista yfir hundrað bestu áfangastaði heims sem tímaritið Time hefur tekið saman. Þar er farið fögrum orðum um Geosea sem er sagt vera hinn fullkomni staður til þess að sjá norðurljósin að kvöldi til á meðan fólk slakar á í vatninu, sem er sagt einstaklega heilsusamlegt til baða.Útsýnið er ekki af verri endanum.Vísir/vilhelm„Mikill fjöldi ferðamanna er geysilegt vandamál fyrir Ísland - hið heimsfræga Bláa lón tekur á móti gestum í rútuförmum. En tæplega 500 kílómetrum norður á Húsavík, litlu sjávarplássi við norðurströnd landsins, gefa minna þekkt sjóböð gestum sínum nægilegt andrými,“ segir í umfjöllun um sjóböðin. Aðstaðan í sjóböðunum er með glæsilegasta móti. Byggingin er hönnuð af Basalt arkitektum og eru böðin með útsýni yfir Skjálfanda, Kinnarfjöll og allt norður að heimskautsbaug. Voru böðin opnuð í þeirri von að lengja dvöl ferðamanna á svæðinu og má leiða að því líkum að umfjöllun Time muni einnig hjálpa til í því samhengi. Í umfjöllun Stöðvar 2 um böðin í september á síðasta ári, skömmu eftir opnun, var rætt við Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóra Geosea, og litið á aðstöðuna. Umfjöllunina má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Sundlaugar Tengdar fréttir Bæta úr aðgengi fyrir fatlaða í sjóböðunum Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. 6. júní 2019 08:30 Fjögur verk tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Dómnefnd hefur nú tilnefnt fjögur verk til Hönnunarverðlauna Íslands og mun eitt þeirra hljóta verðlaunin þann 2. nóvember næstkomandi. 1. október 2018 11:00 Vannýttar borholur notaðar til sjóbaða Vonast eftir að ferðamenn dvelji lengur á Húsavík sem hefur verið ein helsta áskorun ferðaþjónustunnar á svæðinu 11. september 2018 20:30 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Innlent Fleiri fréttir Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Sjá meira
Bæta úr aðgengi fyrir fatlaða í sjóböðunum Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. 6. júní 2019 08:30
Fjögur verk tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Dómnefnd hefur nú tilnefnt fjögur verk til Hönnunarverðlauna Íslands og mun eitt þeirra hljóta verðlaunin þann 2. nóvember næstkomandi. 1. október 2018 11:00
Vannýttar borholur notaðar til sjóbaða Vonast eftir að ferðamenn dvelji lengur á Húsavík sem hefur verið ein helsta áskorun ferðaþjónustunnar á svæðinu 11. september 2018 20:30