Grenjandi rigning og hvassviðri á sunnudag en ágætis veður á Menningarnótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 11:30 Úrkomuspákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 næstkomandi sunnudag. Eins og sést á að rigna hraustlega á landinu og síðar um kvöldið færist lægðin norður með tilheyrandi úrkomu þar. veðurstofa íslands „Bestu fréttirnar eru nú hvað það er rólegur vindur, hægur og breytilegur. Það verður skýjað með köflum, það er að segja ský sem einhverjir sólargeislar ná í gegnum inn á milli,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar hann er spurður út í veðrið á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi laugardag, á Menningarnótt og í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann segir að það sé möguleiki á smávegis skúrum á einhverjum tímapunkti síðdegis en þær verði þá í litlu magni. „Þannig að þetta lítur ágætlega út myndi ég segja, það gæti verið miklu verra allavega,“ segir Teitur.Hlauparar fara af stað um morguninn þannig að þeir eru ekki að fara að lenda í einhverjum stormi? „Nei og þeir verða nú sjálfsagt einhverjir bara fegnir að hafa skýin og ekki glampandi sólskin á sig. Þetta verður þægilegur hiti, um morguninn kannski svona um 10 stig og svo gæti þetta orðið nær 14 og 15 stigum eftir hádegi.“ Þá segir Teitur mjög heppilegt að Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt séu á laugardaginn en ekki sólarhring síðar. „Því á sunnudaginn er von á því sem við getum kallað alvörulægð með hvassviðri. Síðdegis á sunnudag verður bara komin grenjandi rigning og suðaustan hvassviðri sem færist svo yfir allt landið. Það fer að rigna á Norðurlandi um kvöldið en þetta er svona öflugt úrkomusvæði sem fer yfir allt landið. Þannig að það hefði nú ekki verið gaman ef Menningarnótt hefði verið þarna sólarhring síðar. Þá hefði hún lent í mjög óheppilegu veðri.“ Hann segir að huga þurfi að því fyrir sunnudaginn að festa lausamuni eins og garðhúsgögn og trampólín eða drífa þau inn því vindurinn geti farið upp í allt að 20 metra á sekúndu. Teitur segir lægðina svona síðsumarslægð; hún hafi með sér slatta af hlýju lofti þar sem hitastigið verði í kringum tíu stig. „En það er engin sérstök veðurblíða í kortunum í næstu viku. Þessi lægð verður viðloðandi yfir landinu á mánudag og jafnvel á þriðjudag líka með blæstri og vætu,“ segir Teitur. Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
„Bestu fréttirnar eru nú hvað það er rólegur vindur, hægur og breytilegur. Það verður skýjað með köflum, það er að segja ský sem einhverjir sólargeislar ná í gegnum inn á milli,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar hann er spurður út í veðrið á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi laugardag, á Menningarnótt og í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann segir að það sé möguleiki á smávegis skúrum á einhverjum tímapunkti síðdegis en þær verði þá í litlu magni. „Þannig að þetta lítur ágætlega út myndi ég segja, það gæti verið miklu verra allavega,“ segir Teitur.Hlauparar fara af stað um morguninn þannig að þeir eru ekki að fara að lenda í einhverjum stormi? „Nei og þeir verða nú sjálfsagt einhverjir bara fegnir að hafa skýin og ekki glampandi sólskin á sig. Þetta verður þægilegur hiti, um morguninn kannski svona um 10 stig og svo gæti þetta orðið nær 14 og 15 stigum eftir hádegi.“ Þá segir Teitur mjög heppilegt að Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt séu á laugardaginn en ekki sólarhring síðar. „Því á sunnudaginn er von á því sem við getum kallað alvörulægð með hvassviðri. Síðdegis á sunnudag verður bara komin grenjandi rigning og suðaustan hvassviðri sem færist svo yfir allt landið. Það fer að rigna á Norðurlandi um kvöldið en þetta er svona öflugt úrkomusvæði sem fer yfir allt landið. Þannig að það hefði nú ekki verið gaman ef Menningarnótt hefði verið þarna sólarhring síðar. Þá hefði hún lent í mjög óheppilegu veðri.“ Hann segir að huga þurfi að því fyrir sunnudaginn að festa lausamuni eins og garðhúsgögn og trampólín eða drífa þau inn því vindurinn geti farið upp í allt að 20 metra á sekúndu. Teitur segir lægðina svona síðsumarslægð; hún hafi með sér slatta af hlýju lofti þar sem hitastigið verði í kringum tíu stig. „En það er engin sérstök veðurblíða í kortunum í næstu viku. Þessi lægð verður viðloðandi yfir landinu á mánudag og jafnvel á þriðjudag líka með blæstri og vætu,“ segir Teitur.
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira