Handalaus táningur tekur þátt í þríþrautarkeppni í Chicago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 12:30 Tim Bannon. Skjámynd/Shriners Hospitals for Children — Chicago Hinn fjórtán ára gamli Tim Bannon ætlar ekki að láta neitt stoppa sig og er staðráðinn að prófa sem flestar íþróttir þrátt fyrir að glíma við mótlæti sem myndi stöðva flesta. Tim Bannon fæddist án beggja handa og vakti mikla athygli á dögunum þegar myndband með honum fór á flug á netinu. Tim Bannon komst þar yfir ótta sinn og tókst að stökkva upp á háan kassa eftir mikla dramatík. Það ævintýri allt saman virðist einungis hafa kveikt áhuga hjá honum að fara enn lengra út fyrir þægindarammann. Tim Bannon ætlar nefnilega að keppa í þríþrautarkeppninni í Chicago um komandi helgi.Tim Bannon was born without arms. He’ll compete in this weekend’s Chicago Triathlon. And then, he’s trying out to be Proviso West’s kicker.https://t.co/mGnxoan6Kj via @_phil_thompsonpic.twitter.com/hWzQAgLRD3 — Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) August 21, 2019Það er ekkert grín fyrir venjulegan mann að keppa í þríþraut hvað þá mann sem hefur engar hendur. Í þríþrautarkeppninni þarf hann bæði að synda og hjóla en endar svo á því að hlaupa. Tim Bannon tekur lítið þríþrautarskref að þessu sinni og keppir „bara“ í barnahlaupinu á þríþrautarhátíðinni í Chicago sem kallast Life Time Tri Kids. Hann þarf þar samt að synda 200 metra, hjóla 6,4 kílómetra og hlaupa 2 kílómetra. Tim telur að hjólið sé hann sterkasti hluti í keppninni. „Ég er ekki hrifinn af sundinu. Mér líkar við vatnið en er bara ekki hrifinn af því að hamast í vatninu,“ sagði Tim við Chicago Sports. Aðstandendur hans hafa þó engar áhyggjur af því að hann geti ekki klárað þessa 200 metra í vatninu. Móðir hans, Linda Bannon, sem er fæddist einnig handalaus vegna Holt-Oram sjúkdómsins, mun keppa í þríþrautarkeppni sunnudagsins. Tim hefur þegar skipulagt næsta ævintýri á eftir þríþrautinni því hann ætlar að reyna sig sem sparkari í amerískum fótbolta. Það er eitthvað sem menn verða að sjá til að trúa. Tim er ekki hræddur við líkamlegu átökin enda segir hann að sparkarar lendi sjaldnast í slíku. „Allir vinir mínir voru að hlæja að mér. Ætlar þú að gera þetta? Ég hef ekki áhyggjur af því að vera tæklaður. Mig langar bara að prófa það að verða sparkari,“ sagði Tim Bannon. Tim Bannon segist þó ekki vera mikill íþróttamaður sem slíkur eða að hann stefni á afreki í einhverri sérstakri íþróttagrein. Hann vill hins vegar fá tækifæri til að prófa sem flestar og sýna um leið heiminum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Sjá meira
Hinn fjórtán ára gamli Tim Bannon ætlar ekki að láta neitt stoppa sig og er staðráðinn að prófa sem flestar íþróttir þrátt fyrir að glíma við mótlæti sem myndi stöðva flesta. Tim Bannon fæddist án beggja handa og vakti mikla athygli á dögunum þegar myndband með honum fór á flug á netinu. Tim Bannon komst þar yfir ótta sinn og tókst að stökkva upp á háan kassa eftir mikla dramatík. Það ævintýri allt saman virðist einungis hafa kveikt áhuga hjá honum að fara enn lengra út fyrir þægindarammann. Tim Bannon ætlar nefnilega að keppa í þríþrautarkeppninni í Chicago um komandi helgi.Tim Bannon was born without arms. He’ll compete in this weekend’s Chicago Triathlon. And then, he’s trying out to be Proviso West’s kicker.https://t.co/mGnxoan6Kj via @_phil_thompsonpic.twitter.com/hWzQAgLRD3 — Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) August 21, 2019Það er ekkert grín fyrir venjulegan mann að keppa í þríþraut hvað þá mann sem hefur engar hendur. Í þríþrautarkeppninni þarf hann bæði að synda og hjóla en endar svo á því að hlaupa. Tim Bannon tekur lítið þríþrautarskref að þessu sinni og keppir „bara“ í barnahlaupinu á þríþrautarhátíðinni í Chicago sem kallast Life Time Tri Kids. Hann þarf þar samt að synda 200 metra, hjóla 6,4 kílómetra og hlaupa 2 kílómetra. Tim telur að hjólið sé hann sterkasti hluti í keppninni. „Ég er ekki hrifinn af sundinu. Mér líkar við vatnið en er bara ekki hrifinn af því að hamast í vatninu,“ sagði Tim við Chicago Sports. Aðstandendur hans hafa þó engar áhyggjur af því að hann geti ekki klárað þessa 200 metra í vatninu. Móðir hans, Linda Bannon, sem er fæddist einnig handalaus vegna Holt-Oram sjúkdómsins, mun keppa í þríþrautarkeppni sunnudagsins. Tim hefur þegar skipulagt næsta ævintýri á eftir þríþrautinni því hann ætlar að reyna sig sem sparkari í amerískum fótbolta. Það er eitthvað sem menn verða að sjá til að trúa. Tim er ekki hræddur við líkamlegu átökin enda segir hann að sparkarar lendi sjaldnast í slíku. „Allir vinir mínir voru að hlæja að mér. Ætlar þú að gera þetta? Ég hef ekki áhyggjur af því að vera tæklaður. Mig langar bara að prófa það að verða sparkari,“ sagði Tim Bannon. Tim Bannon segist þó ekki vera mikill íþróttamaður sem slíkur eða að hann stefni á afreki í einhverri sérstakri íþróttagrein. Hann vill hins vegar fá tækifæri til að prófa sem flestar og sýna um leið heiminum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Sjá meira