Handalaus táningur tekur þátt í þríþrautarkeppni í Chicago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 12:30 Tim Bannon. Skjámynd/Shriners Hospitals for Children — Chicago Hinn fjórtán ára gamli Tim Bannon ætlar ekki að láta neitt stoppa sig og er staðráðinn að prófa sem flestar íþróttir þrátt fyrir að glíma við mótlæti sem myndi stöðva flesta. Tim Bannon fæddist án beggja handa og vakti mikla athygli á dögunum þegar myndband með honum fór á flug á netinu. Tim Bannon komst þar yfir ótta sinn og tókst að stökkva upp á háan kassa eftir mikla dramatík. Það ævintýri allt saman virðist einungis hafa kveikt áhuga hjá honum að fara enn lengra út fyrir þægindarammann. Tim Bannon ætlar nefnilega að keppa í þríþrautarkeppninni í Chicago um komandi helgi.Tim Bannon was born without arms. He’ll compete in this weekend’s Chicago Triathlon. And then, he’s trying out to be Proviso West’s kicker.https://t.co/mGnxoan6Kj via @_phil_thompsonpic.twitter.com/hWzQAgLRD3 — Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) August 21, 2019Það er ekkert grín fyrir venjulegan mann að keppa í þríþraut hvað þá mann sem hefur engar hendur. Í þríþrautarkeppninni þarf hann bæði að synda og hjóla en endar svo á því að hlaupa. Tim Bannon tekur lítið þríþrautarskref að þessu sinni og keppir „bara“ í barnahlaupinu á þríþrautarhátíðinni í Chicago sem kallast Life Time Tri Kids. Hann þarf þar samt að synda 200 metra, hjóla 6,4 kílómetra og hlaupa 2 kílómetra. Tim telur að hjólið sé hann sterkasti hluti í keppninni. „Ég er ekki hrifinn af sundinu. Mér líkar við vatnið en er bara ekki hrifinn af því að hamast í vatninu,“ sagði Tim við Chicago Sports. Aðstandendur hans hafa þó engar áhyggjur af því að hann geti ekki klárað þessa 200 metra í vatninu. Móðir hans, Linda Bannon, sem er fæddist einnig handalaus vegna Holt-Oram sjúkdómsins, mun keppa í þríþrautarkeppni sunnudagsins. Tim hefur þegar skipulagt næsta ævintýri á eftir þríþrautinni því hann ætlar að reyna sig sem sparkari í amerískum fótbolta. Það er eitthvað sem menn verða að sjá til að trúa. Tim er ekki hræddur við líkamlegu átökin enda segir hann að sparkarar lendi sjaldnast í slíku. „Allir vinir mínir voru að hlæja að mér. Ætlar þú að gera þetta? Ég hef ekki áhyggjur af því að vera tæklaður. Mig langar bara að prófa það að verða sparkari,“ sagði Tim Bannon. Tim Bannon segist þó ekki vera mikill íþróttamaður sem slíkur eða að hann stefni á afreki í einhverri sérstakri íþróttagrein. Hann vill hins vegar fá tækifæri til að prófa sem flestar og sýna um leið heiminum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Íþróttir Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Hinn fjórtán ára gamli Tim Bannon ætlar ekki að láta neitt stoppa sig og er staðráðinn að prófa sem flestar íþróttir þrátt fyrir að glíma við mótlæti sem myndi stöðva flesta. Tim Bannon fæddist án beggja handa og vakti mikla athygli á dögunum þegar myndband með honum fór á flug á netinu. Tim Bannon komst þar yfir ótta sinn og tókst að stökkva upp á háan kassa eftir mikla dramatík. Það ævintýri allt saman virðist einungis hafa kveikt áhuga hjá honum að fara enn lengra út fyrir þægindarammann. Tim Bannon ætlar nefnilega að keppa í þríþrautarkeppninni í Chicago um komandi helgi.Tim Bannon was born without arms. He’ll compete in this weekend’s Chicago Triathlon. And then, he’s trying out to be Proviso West’s kicker.https://t.co/mGnxoan6Kj via @_phil_thompsonpic.twitter.com/hWzQAgLRD3 — Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) August 21, 2019Það er ekkert grín fyrir venjulegan mann að keppa í þríþraut hvað þá mann sem hefur engar hendur. Í þríþrautarkeppninni þarf hann bæði að synda og hjóla en endar svo á því að hlaupa. Tim Bannon tekur lítið þríþrautarskref að þessu sinni og keppir „bara“ í barnahlaupinu á þríþrautarhátíðinni í Chicago sem kallast Life Time Tri Kids. Hann þarf þar samt að synda 200 metra, hjóla 6,4 kílómetra og hlaupa 2 kílómetra. Tim telur að hjólið sé hann sterkasti hluti í keppninni. „Ég er ekki hrifinn af sundinu. Mér líkar við vatnið en er bara ekki hrifinn af því að hamast í vatninu,“ sagði Tim við Chicago Sports. Aðstandendur hans hafa þó engar áhyggjur af því að hann geti ekki klárað þessa 200 metra í vatninu. Móðir hans, Linda Bannon, sem er fæddist einnig handalaus vegna Holt-Oram sjúkdómsins, mun keppa í þríþrautarkeppni sunnudagsins. Tim hefur þegar skipulagt næsta ævintýri á eftir þríþrautinni því hann ætlar að reyna sig sem sparkari í amerískum fótbolta. Það er eitthvað sem menn verða að sjá til að trúa. Tim er ekki hræddur við líkamlegu átökin enda segir hann að sparkarar lendi sjaldnast í slíku. „Allir vinir mínir voru að hlæja að mér. Ætlar þú að gera þetta? Ég hef ekki áhyggjur af því að vera tæklaður. Mig langar bara að prófa það að verða sparkari,“ sagði Tim Bannon. Tim Bannon segist þó ekki vera mikill íþróttamaður sem slíkur eða að hann stefni á afreki í einhverri sérstakri íþróttagrein. Hann vill hins vegar fá tækifæri til að prófa sem flestar og sýna um leið heiminum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Íþróttir Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð