Fornleifauppgröftur fer vel af stað á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2019 19:45 Forleifafræðingarnir munu vinna í fimm daga í þessari skorpu við fornleifauppgröftinn á Eyrarbakka. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fornleifauppgröftur er nú hafinn á Eyrarbakka þar sem stendur til að endurbyggja svokallaða Vesturbúð en þar var verslunarhúsnæði danskra kaupmanna. Húsin voruð byggð á árunum 1750 til 1892 og stóðu á opnu svæði við samkomuhúsið Stað. Húsin voru rifin 1959 af þáverandi eigenda þeirra, Kaupfélagi Árnesinga. Þrír fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands vinna nú að uppgreftinum á Eyrarbakka þar sem Vesturbúðin stóð. Það er áhugamannafélag um uppbyggingu búðarinnar sem stendur að verkefninu en um var að ræða húsaþyrpingu nokkurra húsa. „Við höfum hug á því að fá fjármagn í það að byggja upp húsin í sinni upprennilegustu mynd hér á þessum stað það sem þau sannarlega stóðu og koma í þau starfsemi, sem gæti þá lýst þessari sögu og tengingu Íslands við Eyrarbakka við útlönd í gegnum aldirnar“, segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson áhugamaður um verkefnið. Ragnheiður Gló og Sigurjón Vídalín, ásamt Elfu Dögg Þórðardóttir, áhugamanneskju um verkefnið og tveimur fornleifafræðingum, sem vinna verkið með Ragnheiði.Magnús HlynurFornleifafræðingarnir eru mjög spenntir fyrir uppgreftinum á Eyrarbakka. En hafa þeir fundið eitthvað? „Já, já, við erum búin að finna eitthvað. Við erum búin að vinna vegg, sem við vissum nánast hvar var. Þá eru komnar í ljós viðgerðir og mögulega eldri veggur líka, þannig að við erum að finna hluti af óskrifaðri sögu þessara húsa“, segir Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur og verkefnisstjóri uppgraftarins. Húsin voru um þrjú þúsund fermetrar að stærð enda mikil mannvirki síns tíma. Ragnheiður Gló segir að mikilvægi Eyrarbakka sem verslunarþorps hafi verið mjög mikil á sínum tíma, miklu meiri en margir átti sig á í dag. „Já, hér er verslunarsaga Íslands, allar leiðir lágu til Eyrarbakka, á Suðurlandi allavega. Ég er mjög bjartsýn á verkefnið enda er það mjög þarft finnst mér persónulega. Við munum reyna að finna fjármagn í þetta eftir fremsta megni, það vona ég allavega“. Árborg Fornminjar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Fornleifauppgröftur er nú hafinn á Eyrarbakka þar sem stendur til að endurbyggja svokallaða Vesturbúð en þar var verslunarhúsnæði danskra kaupmanna. Húsin voruð byggð á árunum 1750 til 1892 og stóðu á opnu svæði við samkomuhúsið Stað. Húsin voru rifin 1959 af þáverandi eigenda þeirra, Kaupfélagi Árnesinga. Þrír fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands vinna nú að uppgreftinum á Eyrarbakka þar sem Vesturbúðin stóð. Það er áhugamannafélag um uppbyggingu búðarinnar sem stendur að verkefninu en um var að ræða húsaþyrpingu nokkurra húsa. „Við höfum hug á því að fá fjármagn í það að byggja upp húsin í sinni upprennilegustu mynd hér á þessum stað það sem þau sannarlega stóðu og koma í þau starfsemi, sem gæti þá lýst þessari sögu og tengingu Íslands við Eyrarbakka við útlönd í gegnum aldirnar“, segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson áhugamaður um verkefnið. Ragnheiður Gló og Sigurjón Vídalín, ásamt Elfu Dögg Þórðardóttir, áhugamanneskju um verkefnið og tveimur fornleifafræðingum, sem vinna verkið með Ragnheiði.Magnús HlynurFornleifafræðingarnir eru mjög spenntir fyrir uppgreftinum á Eyrarbakka. En hafa þeir fundið eitthvað? „Já, já, við erum búin að finna eitthvað. Við erum búin að vinna vegg, sem við vissum nánast hvar var. Þá eru komnar í ljós viðgerðir og mögulega eldri veggur líka, þannig að við erum að finna hluti af óskrifaðri sögu þessara húsa“, segir Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur og verkefnisstjóri uppgraftarins. Húsin voru um þrjú þúsund fermetrar að stærð enda mikil mannvirki síns tíma. Ragnheiður Gló segir að mikilvægi Eyrarbakka sem verslunarþorps hafi verið mjög mikil á sínum tíma, miklu meiri en margir átti sig á í dag. „Já, hér er verslunarsaga Íslands, allar leiðir lágu til Eyrarbakka, á Suðurlandi allavega. Ég er mjög bjartsýn á verkefnið enda er það mjög þarft finnst mér persónulega. Við munum reyna að finna fjármagn í þetta eftir fremsta megni, það vona ég allavega“.
Árborg Fornminjar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira