Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2019 12:15 Fíkniefnahundur Tollgæslunnar við leit í ferðatösku Vísir/Jóhann K. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur haldlagt mun minna magn af hassi það sem af er ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Yfirtollvörður á flugvellinum segir jafnframt að innflutningur ólöglegra lyfja hafi fækkað um helming frá áramótum. Jóhann K. Jóhannsson. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur fjöldi fíkniefnamála sem upp hafa komið á Keflavíkurflugvelli, fyrstu sex mánuði ársins, nær staðið í stað samanborið við síðasta ár en þó er innihaldið í hverri og einni sendingu mun meira en áður. „Það sem er kannski að breytast er að magnið sem er í hverri sendingu, ef við tökum til dæmis meðaltal á haldlögðum sendingum núna á kókaíni, þá erum við með svona í kringum 1,2 kíló í hverri sendingu núna á móti rúmum 600 grömmum í fyrra, þannig að við erum kannski að sjá stærri sendingar,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli.Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Bladur HrafnkellMikið lagt á sig til að fela efnin í ferðatöskum Guðrún segir að innflutningsaðferðir hafi breyst og er mikið lagt á sig til þess að reyna fela efnin í sérútbúnum ferðatöskum. Það sem af er ári hefur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli haldlagt tíu kíló af kókaíni en kannabismálum hefur fækkað umtalsvert. Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. „Hass sem slíkt hefum við ekki verið að sjá eins og núna við höfum hins vegar verið að sjá töluvert af kannabisolíunni og þá er hún að koma inn í gegnum hraðsendingarnar suðurfrá,“ segir Guðrún. Þá segir Guðrún Sólveig að innflutningur á ólöglegum lyfjum hafi fækkað. „Ef við tökum bara lyfjamálin, þá eru þau helmingi færri núna miðað við síðasta ár en við erum samt að sjá stórar sendingar. Við erum komin í 7500 töflur til dæmis af OxyContin þar sem af er ári,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur haldlagt mun minna magn af hassi það sem af er ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Yfirtollvörður á flugvellinum segir jafnframt að innflutningur ólöglegra lyfja hafi fækkað um helming frá áramótum. Jóhann K. Jóhannsson. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur fjöldi fíkniefnamála sem upp hafa komið á Keflavíkurflugvelli, fyrstu sex mánuði ársins, nær staðið í stað samanborið við síðasta ár en þó er innihaldið í hverri og einni sendingu mun meira en áður. „Það sem er kannski að breytast er að magnið sem er í hverri sendingu, ef við tökum til dæmis meðaltal á haldlögðum sendingum núna á kókaíni, þá erum við með svona í kringum 1,2 kíló í hverri sendingu núna á móti rúmum 600 grömmum í fyrra, þannig að við erum kannski að sjá stærri sendingar,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli.Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Bladur HrafnkellMikið lagt á sig til að fela efnin í ferðatöskum Guðrún segir að innflutningsaðferðir hafi breyst og er mikið lagt á sig til þess að reyna fela efnin í sérútbúnum ferðatöskum. Það sem af er ári hefur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli haldlagt tíu kíló af kókaíni en kannabismálum hefur fækkað umtalsvert. Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. „Hass sem slíkt hefum við ekki verið að sjá eins og núna við höfum hins vegar verið að sjá töluvert af kannabisolíunni og þá er hún að koma inn í gegnum hraðsendingarnar suðurfrá,“ segir Guðrún. Þá segir Guðrún Sólveig að innflutningur á ólöglegum lyfjum hafi fækkað. „Ef við tökum bara lyfjamálin, þá eru þau helmingi færri núna miðað við síðasta ár en við erum samt að sjá stórar sendingar. Við erum komin í 7500 töflur til dæmis af OxyContin þar sem af er ári,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30