Meiri einhugur um framtíðarstefnuna Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Vísir Stjórnarformaður Brims segir að eftir sölu Gildis á stórum hlut í fyrirtækinu til FISK Seafood megi vænta þess að meiri einhugur verði í hluthafahópi sjávarútvegsfyrirtækisins um framtíðarstefnu þess. FISK Seafood, eins og Brim, sjái tækifæri í aukinni sölustarfsemi í Asíu. Eins og Markaðurinn greindi frá í byrjun vikunnar keypti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. „Mér finnst þessi sala í raun og veru rökrétt í ljósi þess að þeir voru ósáttir. Brim er á markaði til að fólk geti keypt og selt hlutabréfin að vild og það er ekki annað hægt en að virða þá ákvörðun hluthafa um að selja sig út,“ segir Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims, í samtali við Markaðinn. Kristján kom inn í stjórn Brims í vor en hann var forstjóri og aðstoðarforstjóri fyrirtækisins á árunum á árunum 2003-2005. „Í leiðinni verð ég að fagna því að fá sterkan aðila úr sjávarútveginum sem hefur mikla reynslu, þekkingu og skilning á því hvernig maður rekur sjávarútvegsfyrirtæki í útflutningi.“ Sala Gildis kemur í kjölfar þess að kaup Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína var samþykkt á hluthafafundi félagsins síðustu viku. Seljandinn ver ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Gildi greiddi atkvæði gegn tillögunni og hafði gagnrýnt hana í aðdraganda fundarins. Kristján leiðir líkur að því að ein af ástæðunum að baki því að FISK Seafood kom inn í hluthafahóp Brims séu tækifærin sem felast í öflugu markaðsstarfi í Asíu. „Það má gera sér í hugarlund að þeir sjái það sem styrkleika að Brim, til viðbótar við að vera sjávarútvegsfyrirtæki sem þeir þekkja og skilja, er eftir kaupin í mjög sterkri stöðu á mjög mikilvægum mörkuðum fyrir sjávarfang sem verða enn mikilvægari í framtíðinni,“ segir Kristján. „Það er augljóst mál að Asíumarkaðir eru ekki bara stærstu sjávarfangsmarkaðir í heimi heldur felast þar einnig gífurleg tækifæri í framtíðinni og ekki síst vegna þess að Ísland er með fríverzlunarsamning við Kína. Þetta eru fjölmennir markaðir og lífskjaravöxturinn hefur lyft hundruðum milljóna úr fátækt á skömmum tíma.“ Spurður um ákvörðun hvort að hvarf Gildis og innkoma FISK Seafood auðveldi mótun framtíðarstefnu segir Kristján að vænta megi þess að meiri einhugur verði í hluthafahópnum. „Það má vænta þess þegar hluthafi, sem er sá eini sem hefur, að mér virðist, verið ósáttur við þessa stefnu er farinn út og inn er kominn annar, sem kaupir sig inn í fyrirtækið og kaupir stefnu þess með. Að þá verði meiri einhugur í hluthafahópnum,“ segir Kristján. FISK Seafood er þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með tæplega 5,3 prósenta aflahlutdeild á meðan hlutdeild Brims, sem er með mestu aflahlutdeild allra íslenskra útgerða, mældist 9,76 prósent í mars síðastliðnum. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Stjórnarformaður Brims segir að eftir sölu Gildis á stórum hlut í fyrirtækinu til FISK Seafood megi vænta þess að meiri einhugur verði í hluthafahópi sjávarútvegsfyrirtækisins um framtíðarstefnu þess. FISK Seafood, eins og Brim, sjái tækifæri í aukinni sölustarfsemi í Asíu. Eins og Markaðurinn greindi frá í byrjun vikunnar keypti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. „Mér finnst þessi sala í raun og veru rökrétt í ljósi þess að þeir voru ósáttir. Brim er á markaði til að fólk geti keypt og selt hlutabréfin að vild og það er ekki annað hægt en að virða þá ákvörðun hluthafa um að selja sig út,“ segir Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims, í samtali við Markaðinn. Kristján kom inn í stjórn Brims í vor en hann var forstjóri og aðstoðarforstjóri fyrirtækisins á árunum á árunum 2003-2005. „Í leiðinni verð ég að fagna því að fá sterkan aðila úr sjávarútveginum sem hefur mikla reynslu, þekkingu og skilning á því hvernig maður rekur sjávarútvegsfyrirtæki í útflutningi.“ Sala Gildis kemur í kjölfar þess að kaup Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína var samþykkt á hluthafafundi félagsins síðustu viku. Seljandinn ver ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Gildi greiddi atkvæði gegn tillögunni og hafði gagnrýnt hana í aðdraganda fundarins. Kristján leiðir líkur að því að ein af ástæðunum að baki því að FISK Seafood kom inn í hluthafahóp Brims séu tækifærin sem felast í öflugu markaðsstarfi í Asíu. „Það má gera sér í hugarlund að þeir sjái það sem styrkleika að Brim, til viðbótar við að vera sjávarútvegsfyrirtæki sem þeir þekkja og skilja, er eftir kaupin í mjög sterkri stöðu á mjög mikilvægum mörkuðum fyrir sjávarfang sem verða enn mikilvægari í framtíðinni,“ segir Kristján. „Það er augljóst mál að Asíumarkaðir eru ekki bara stærstu sjávarfangsmarkaðir í heimi heldur felast þar einnig gífurleg tækifæri í framtíðinni og ekki síst vegna þess að Ísland er með fríverzlunarsamning við Kína. Þetta eru fjölmennir markaðir og lífskjaravöxturinn hefur lyft hundruðum milljóna úr fátækt á skömmum tíma.“ Spurður um ákvörðun hvort að hvarf Gildis og innkoma FISK Seafood auðveldi mótun framtíðarstefnu segir Kristján að vænta megi þess að meiri einhugur verði í hluthafahópnum. „Það má vænta þess þegar hluthafi, sem er sá eini sem hefur, að mér virðist, verið ósáttur við þessa stefnu er farinn út og inn er kominn annar, sem kaupir sig inn í fyrirtækið og kaupir stefnu þess með. Að þá verði meiri einhugur í hluthafahópnum,“ segir Kristján. FISK Seafood er þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með tæplega 5,3 prósenta aflahlutdeild á meðan hlutdeild Brims, sem er með mestu aflahlutdeild allra íslenskra útgerða, mældist 9,76 prósent í mars síðastliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira