Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GRO var kölluð til um hálf-níu leytið í gærkvöldi vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþega undir læknishendur á þurru landi. Þyrlan var mætt á áfangastað um tuttugu mínútur yfir 21 í gærkvöld og var sigmanni og lækni slakað um borð í skipið. Eftir að sjúklingurinn hafi verið hífður um borð í þyrluna var rakleiðis haldið á Landspítalann í Fossvogi.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var því kölluð til í tvígang í gær en á fjórða tímanum í gær hélt TF-GRO til aðstoðar við slasaðan bifhjólamanna í Kerlingarfjöllum.
