Óli Stefán: Finnst hópurinn hafa þroskast gríðarlega Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2019 18:35 Óli Stefán Flóventsson var sáttur í leikslok. vísir/bára Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA-manna var afskaplega ánægður eftir sigurinn á hans gamla heimavelli í Grindavík í dag. „Í ljósi þess hvernig staðan er í deildinni þá var mjög mikilvægt að ráðast á þessi stig. Þegar við skorum fyrsta markið þá er ég að gera skiptingu til að þétta miðsvæðið og verja stigið. Þetta var því gríðarlega sætt að þetta skyldi detta fyrir okkur í lokin,“ bætti Óli Stefán við en bæði mörk KA í dag komu í uppbótartíma. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu en Elfar Árni Aðalsteinsson hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum. „Ein vinna sem við höfum verið í er hvernig við tæklum mótlæti og vonbrigði. Það veit guð að við höfum verið í mótlæti löngum stundum í sumar. Mér finnst hópurinn hafa þroskast gríðarlega og tekist vel á við mótlæti. Þarna kom tímapunktur þar sem við uppskárum úr þeirri vinnu.“ „Mér fannst engan bilbug á okkur að finna eftir vítið, og þrátt fyrir að þeir hafi aðeins pressað og ógnað með löngum boltum þá fannst mér sjá á okkar liði að við ætluðum að selja okkur dýrt,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það hefði enginn vafi verið að Elfar Árni færi aftur á punktinn. „Nei, ég treysti þessum strákum alveg 100%. Það sýnir líka sigurvegarinn í honum að taka af skarið og fara aftur. Fótbolti er furðulegur og við höfum farið illa með mörg dauðafæri, ekki bara í dag heldur að undanförnu. Hann tók þetta á sig hann Elfar og kláraði það vel.“ Nökkvi Þeyr Þórisson átti frábæra innkomu fyrir KA-menn, kom inn á 72.mínútu og fiskaði vítið sem Elfar skoraði úr og skoraði svo seinna markið sjálfur. „Það er það sem við viljum fá frá þessum strákum. Ég er búinn að segja ansi oft í sumar að við erum að reyna að marka þessa stefnu og taka þessa stráka og blóðga þá. Nú kom Nökkvi inn og nýtti tækifærið, hann hefur komið inn og staðið sig vel í leikjum í sumar. Hann gerði það svo sannarlega í dag.“ KA-menn eru nú sex stigum á undan Grindavík og fóru þar að auki uppfyrir Víkinga sem eiga reyndar leik til góða. „Við horfum bara í næstu þrjú stig. Þetta er svo stórfurðuleg deild, núna eigum við tvo heimaleiki eftir og einn útileik á móti liðum sem eru í kringum okkur þannig að það eru möguleikar í þessu. Við horfum bara í næstu þrjú stig og teljum svo upp úr hattinum í lokin.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA-manna var afskaplega ánægður eftir sigurinn á hans gamla heimavelli í Grindavík í dag. „Í ljósi þess hvernig staðan er í deildinni þá var mjög mikilvægt að ráðast á þessi stig. Þegar við skorum fyrsta markið þá er ég að gera skiptingu til að þétta miðsvæðið og verja stigið. Þetta var því gríðarlega sætt að þetta skyldi detta fyrir okkur í lokin,“ bætti Óli Stefán við en bæði mörk KA í dag komu í uppbótartíma. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu en Elfar Árni Aðalsteinsson hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum. „Ein vinna sem við höfum verið í er hvernig við tæklum mótlæti og vonbrigði. Það veit guð að við höfum verið í mótlæti löngum stundum í sumar. Mér finnst hópurinn hafa þroskast gríðarlega og tekist vel á við mótlæti. Þarna kom tímapunktur þar sem við uppskárum úr þeirri vinnu.“ „Mér fannst engan bilbug á okkur að finna eftir vítið, og þrátt fyrir að þeir hafi aðeins pressað og ógnað með löngum boltum þá fannst mér sjá á okkar liði að við ætluðum að selja okkur dýrt,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það hefði enginn vafi verið að Elfar Árni færi aftur á punktinn. „Nei, ég treysti þessum strákum alveg 100%. Það sýnir líka sigurvegarinn í honum að taka af skarið og fara aftur. Fótbolti er furðulegur og við höfum farið illa með mörg dauðafæri, ekki bara í dag heldur að undanförnu. Hann tók þetta á sig hann Elfar og kláraði það vel.“ Nökkvi Þeyr Þórisson átti frábæra innkomu fyrir KA-menn, kom inn á 72.mínútu og fiskaði vítið sem Elfar skoraði úr og skoraði svo seinna markið sjálfur. „Það er það sem við viljum fá frá þessum strákum. Ég er búinn að segja ansi oft í sumar að við erum að reyna að marka þessa stefnu og taka þessa stráka og blóðga þá. Nú kom Nökkvi inn og nýtti tækifærið, hann hefur komið inn og staðið sig vel í leikjum í sumar. Hann gerði það svo sannarlega í dag.“ KA-menn eru nú sex stigum á undan Grindavík og fóru þar að auki uppfyrir Víkinga sem eiga reyndar leik til góða. „Við horfum bara í næstu þrjú stig. Þetta er svo stórfurðuleg deild, núna eigum við tvo heimaleiki eftir og einn útileik á móti liðum sem eru í kringum okkur þannig að það eru möguleikar í þessu. Við horfum bara í næstu þrjú stig og teljum svo upp úr hattinum í lokin.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira