Kakóið gott fyrir líkama, huga og sál Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 31. ágúst 2019 08:00 Tinna Sverrisdóttir leikkona er einn af eigendum Andagiftar í Skeifunni. Hún segir hreint kakó vera algjöra ofurfæðu. Fréttablaðið/Ernir Tinna Sverrisdóttir leikkona stofnaði súkkulaðisetrið Andagift ásamt vinkonu sinni, tónlistarkonunni Láru Rúnarsdóttur. Nýverið bættu þær við þriðja meðeigandanum, Signý Leifsdóttur. Í apríl á þessu ári stækkuðu þær við sig og fóru undir sama þak og Yoga Shala í Skeifunni 7. Hún segir fyrirtækin eiga það sameiginlegt að höfða til fólks sem vill einfaldlega læra að slaka á og stunda sjálfsrækt. „Við héldum risa opnunarpartí í apríl, það mættu fleiri en hundrað manns. Nú langaði okkur að gera aftur eitthvað svipað og ákváðum því að halda haustfagnað,“ segir Tinna. Hún segir viðburðinn fullkominn fyrir þá sem vilja kynna sér frekar starfsemi Andagiftar og Yoga Shala. „Þetta verður smá svona samsuða af öllu því besta sem við bjóðum upp á. Hann Tómas Oddur Eiríksson, annar eigandi Yoga Shala, hefur verið með Yogamoves og verður með okkur í svokölluðu Kakómoves um kvöldið, þar sem við sameinum það kakóathöfninni okkar.“ Tinna segir Yogamoves vera nokkurs konar tryllt edrúdjamm. „Við verðum með plötusnúðinn DJ Houskell og svo leiðir Tómas fólk inn í smá jógaflæði, liðkar fólk upp og svo inn í dans.“ Sjálfar munu Lára og Tinna leiða fólk inn í súkkulaðiathöfnina. „Hún hefst á því að við drekkum 100 prósent hreint kakó frá Gvatemala. Það hefur verið notað í þúsundir ára af Maya-indjánum og er algjör ofurfæða. Það inniheldur mikið magn af magnesíum og andoxunarefnum. Í einföldu máli þá er það bara ótrúlega gott fyrir líkama, huga og sál. Kvöldið endar svo á djúpslökun og tónheilun.“ Frá eitt til fimm verður fatamarkaður en Kakómoves hefst svo klukkan hálfátta. „Á meðan á fatamarkaðinum stendur verður í raun opið hús. Það verða ekki bara flíkur til sölu heldur líka plöntur og bækur. Allt á markaðinum verður á 500-1.500 krónur. Alls konar hlutir sem eru góðir fyrir sálina.“ Boðið verður upp á kakó og fólk getur einnig nælt sér í bolla eða kristalla. „Svo er hægt að fá afrit af stundaskránni og nýta tækifærið til að spyrja okkur hafi fólk áhuga. Þannig að þetta verður ekki bara samansafn af flottu fólki að selja fötin sín,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún sé ekki komin með nóg af kakóinu, segir hún svo alls ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar hún hlæjandi. Hægt er að nálgast stundaskrá og fleiri upplýsingar um viðburðinn á andagift.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Tinna Sverrisdóttir leikkona stofnaði súkkulaðisetrið Andagift ásamt vinkonu sinni, tónlistarkonunni Láru Rúnarsdóttur. Nýverið bættu þær við þriðja meðeigandanum, Signý Leifsdóttur. Í apríl á þessu ári stækkuðu þær við sig og fóru undir sama þak og Yoga Shala í Skeifunni 7. Hún segir fyrirtækin eiga það sameiginlegt að höfða til fólks sem vill einfaldlega læra að slaka á og stunda sjálfsrækt. „Við héldum risa opnunarpartí í apríl, það mættu fleiri en hundrað manns. Nú langaði okkur að gera aftur eitthvað svipað og ákváðum því að halda haustfagnað,“ segir Tinna. Hún segir viðburðinn fullkominn fyrir þá sem vilja kynna sér frekar starfsemi Andagiftar og Yoga Shala. „Þetta verður smá svona samsuða af öllu því besta sem við bjóðum upp á. Hann Tómas Oddur Eiríksson, annar eigandi Yoga Shala, hefur verið með Yogamoves og verður með okkur í svokölluðu Kakómoves um kvöldið, þar sem við sameinum það kakóathöfninni okkar.“ Tinna segir Yogamoves vera nokkurs konar tryllt edrúdjamm. „Við verðum með plötusnúðinn DJ Houskell og svo leiðir Tómas fólk inn í smá jógaflæði, liðkar fólk upp og svo inn í dans.“ Sjálfar munu Lára og Tinna leiða fólk inn í súkkulaðiathöfnina. „Hún hefst á því að við drekkum 100 prósent hreint kakó frá Gvatemala. Það hefur verið notað í þúsundir ára af Maya-indjánum og er algjör ofurfæða. Það inniheldur mikið magn af magnesíum og andoxunarefnum. Í einföldu máli þá er það bara ótrúlega gott fyrir líkama, huga og sál. Kvöldið endar svo á djúpslökun og tónheilun.“ Frá eitt til fimm verður fatamarkaður en Kakómoves hefst svo klukkan hálfátta. „Á meðan á fatamarkaðinum stendur verður í raun opið hús. Það verða ekki bara flíkur til sölu heldur líka plöntur og bækur. Allt á markaðinum verður á 500-1.500 krónur. Alls konar hlutir sem eru góðir fyrir sálina.“ Boðið verður upp á kakó og fólk getur einnig nælt sér í bolla eða kristalla. „Svo er hægt að fá afrit af stundaskránni og nýta tækifærið til að spyrja okkur hafi fólk áhuga. Þannig að þetta verður ekki bara samansafn af flottu fólki að selja fötin sín,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún sé ekki komin með nóg af kakóinu, segir hún svo alls ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar hún hlæjandi. Hægt er að nálgast stundaskrá og fleiri upplýsingar um viðburðinn á andagift.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira