Anton Ari um bekkjarsetuna, baráttuna við Hannes og að vera settur upp í stúku í síðasta leik Anton Ingi Leifsson skrifar 31. ágúst 2019 08:00 Markvörðurinn Anton Ari Einarsson gengur í raðir Breiðabliks að loknu þessu tímabili eftir að hafa leikið með Val frá árinu 2014. Valsmenn sömdu við Hannes Þór Halldórsson í vor og við það færðist Anton Ari aftar í goggunarröðina. Hann segir að það hafi verið súrt að sitja bekknum í sumar eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val tvo ár í röð. „Þetta er öðruvísi en ég hafði hugsað það eftir síðustu tvö tímabil. Ég er búinn að vera á bekknum og þetta er allt annað sport þegar maður er varamarkvörður á bekknum,“ sagði Anton við Hörð Magnússon. „Öllum útileikmönnum er hent inn í korter hér, hálftíma og fá svo 90 mínútur á meðan markvörður ertu að spila annað hvort alla leiki eða ekki neitt.“ Anton Ari segir að það sé hægt að líta á þetta á marga vegu en hann skilur þó sjónarmið þeirra sem stjórna Val. „Það er hægt að líta þannig á þetta en svo getum maður sett sig í spor þeirra sem taka þessar ákvarðanir. Þá ertu með landsliðsmarkvörð á lausu sem er búinn að fara á tvö stórmót í röð og það er erfitt að taka hann ekki ef hann býðst.“ „Þetta er ekki virðingarleysi en mjög súrt og maður verður að horfa á þetta frá báðum sjónarhornum.“ Anton Ari var ekki í leikmannahóp Val um síðustu helgi eftir að tilkynnt var að hann myndi ganga í raðir Blika. Mosfellingurinn skilur þá ákvörðun. „Það var ekkert frábær en viðbúið. Ef maður hugsar á þetta frá sjónarhliði Vals þá er þetta skiljanlegt.“ Hjá Blikum mun hann ekki vera einn um markvarðarstöðuna því hjá félaginu er fyrir hinn leikjahæsti leikmaður Íslands, Gunnleifur Gunnleifsson. „Það er bara spennandi og hlakkar mikið til að koma mér að í Kópavoginum. Maður er búinn að læra helling af Hannesi núna og mun eflaust læra mikið af Gulla.“ Markvörðurinn er ekki búinn að gefa atvinnumennsku upp á bátinn. „Ég held að það sé enn möguleiki og ég mun leggja allt í sölurnar til þess að komast út. Það er markmiðið,“ sagði Anton Ari að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Anton Ari til Breiðabliks Markvörðurinn úr Mosfellsbænum fer til Breiðabliks frá Val eftir tímabilið. 21. ágúst 2019 19:12 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Markvörðurinn Anton Ari Einarsson gengur í raðir Breiðabliks að loknu þessu tímabili eftir að hafa leikið með Val frá árinu 2014. Valsmenn sömdu við Hannes Þór Halldórsson í vor og við það færðist Anton Ari aftar í goggunarröðina. Hann segir að það hafi verið súrt að sitja bekknum í sumar eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val tvo ár í röð. „Þetta er öðruvísi en ég hafði hugsað það eftir síðustu tvö tímabil. Ég er búinn að vera á bekknum og þetta er allt annað sport þegar maður er varamarkvörður á bekknum,“ sagði Anton við Hörð Magnússon. „Öllum útileikmönnum er hent inn í korter hér, hálftíma og fá svo 90 mínútur á meðan markvörður ertu að spila annað hvort alla leiki eða ekki neitt.“ Anton Ari segir að það sé hægt að líta á þetta á marga vegu en hann skilur þó sjónarmið þeirra sem stjórna Val. „Það er hægt að líta þannig á þetta en svo getum maður sett sig í spor þeirra sem taka þessar ákvarðanir. Þá ertu með landsliðsmarkvörð á lausu sem er búinn að fara á tvö stórmót í röð og það er erfitt að taka hann ekki ef hann býðst.“ „Þetta er ekki virðingarleysi en mjög súrt og maður verður að horfa á þetta frá báðum sjónarhornum.“ Anton Ari var ekki í leikmannahóp Val um síðustu helgi eftir að tilkynnt var að hann myndi ganga í raðir Blika. Mosfellingurinn skilur þá ákvörðun. „Það var ekkert frábær en viðbúið. Ef maður hugsar á þetta frá sjónarhliði Vals þá er þetta skiljanlegt.“ Hjá Blikum mun hann ekki vera einn um markvarðarstöðuna því hjá félaginu er fyrir hinn leikjahæsti leikmaður Íslands, Gunnleifur Gunnleifsson. „Það er bara spennandi og hlakkar mikið til að koma mér að í Kópavoginum. Maður er búinn að læra helling af Hannesi núna og mun eflaust læra mikið af Gulla.“ Markvörðurinn er ekki búinn að gefa atvinnumennsku upp á bátinn. „Ég held að það sé enn möguleiki og ég mun leggja allt í sölurnar til þess að komast út. Það er markmiðið,“ sagði Anton Ari að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Anton Ari til Breiðabliks Markvörðurinn úr Mosfellsbænum fer til Breiðabliks frá Val eftir tímabilið. 21. ágúst 2019 19:12 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Anton Ari til Breiðabliks Markvörðurinn úr Mosfellsbænum fer til Breiðabliks frá Val eftir tímabilið. 21. ágúst 2019 19:12