Segir réttaróvissu enn vera til staðar og undirmönnun sé áhyggjuefni Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2019 20:56 Helga Vala segir réttaróvissu enn vera til staðar og að undirmönnun dómstólsins sé áhyggjuefni. vísir/vilhelm Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina ekki breyta því að réttaróvissa sé enn til staðar vegna fyrri dóms Mannréttindadómstólsins. „Nú lítur greinilega yfirdeildin svo á að málið sé það alvarlegt, enda varðar þetta heilt dómstig í landinu, þannig að núna þá verður þetta bara skoðað hjá yfirdeild þar sem það eru tæplega tuttugu dómarar sem fara yfir þetta. Niðurstaðan liggur þá fyrir eftir tólf til átján mánuði um það bil,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stjórnvöld áfrýjuðu fyrri dómi Mannréttindadómstólsins Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Segir réttaróvissu enn vera til staðar Þannig að það er enn þá réttaróvissa? „Já það hefur ekkert breyst. Við erum auðvitað enn þá með undirmannaðan Landsrétt. Það eru tveir dómarar sem féllust á þá beiðni að fara í leyfi, tveir dómarar eru enn þá sem hafa ekki tekið ákvörðun um slíkt,“ sagði Helga jafnframt og sagði þetta vera slæmt fyrir málastöðu Landsréttar. „Rétturinn er undirmannaður hvað tvo varðar og það er auðvitað alveg ferlegt, af því það er þegar kominn dágóður hali, þetta eru sex mánuðir sem að rétturinn hefur ekki verið með fulla virkni.“Sjá einnig: Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Helga vill að áhersla verði lögð á að fullmanna Landsrétt til að draga úr uppsöfnun mála. „Ég held að við þurfum allavega að byrja á því að taka ákvörðun um að fullmanna Landsrétt. Réttaróvissan er hins vegar enn þá til staðar, það er fjöldi mála bæði í Hæstarétti og úti í Strasbourg sem að er verið að fara yfir, í þeim málum sem að þessir fjórir dómarar dæmdu áður.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30 Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina ekki breyta því að réttaróvissa sé enn til staðar vegna fyrri dóms Mannréttindadómstólsins. „Nú lítur greinilega yfirdeildin svo á að málið sé það alvarlegt, enda varðar þetta heilt dómstig í landinu, þannig að núna þá verður þetta bara skoðað hjá yfirdeild þar sem það eru tæplega tuttugu dómarar sem fara yfir þetta. Niðurstaðan liggur þá fyrir eftir tólf til átján mánuði um það bil,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stjórnvöld áfrýjuðu fyrri dómi Mannréttindadómstólsins Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Segir réttaróvissu enn vera til staðar Þannig að það er enn þá réttaróvissa? „Já það hefur ekkert breyst. Við erum auðvitað enn þá með undirmannaðan Landsrétt. Það eru tveir dómarar sem féllust á þá beiðni að fara í leyfi, tveir dómarar eru enn þá sem hafa ekki tekið ákvörðun um slíkt,“ sagði Helga jafnframt og sagði þetta vera slæmt fyrir málastöðu Landsréttar. „Rétturinn er undirmannaður hvað tvo varðar og það er auðvitað alveg ferlegt, af því það er þegar kominn dágóður hali, þetta eru sex mánuðir sem að rétturinn hefur ekki verið með fulla virkni.“Sjá einnig: Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Helga vill að áhersla verði lögð á að fullmanna Landsrétt til að draga úr uppsöfnun mála. „Ég held að við þurfum allavega að byrja á því að taka ákvörðun um að fullmanna Landsrétt. Réttaróvissan er hins vegar enn þá til staðar, það er fjöldi mála bæði í Hæstarétti og úti í Strasbourg sem að er verið að fara yfir, í þeim málum sem að þessir fjórir dómarar dæmdu áður.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30 Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59
Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30
Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26