Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 16:50 Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Vísir/Vilhelm - Getty/Kenishirotie Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Mennirnir stálu íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tóku út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Talið er mögulegt að mennirnir hafi snúið aftur hingað til lands í sömu erindagjörðum. Starfsmaður verslunar á höfuðborgarsvæðinu taldi sig kannast við mennina sem sáust í kringum verslunina síðasta fimmtudag og hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Eftir eftirgrennslan lögreglu og yfirheyrslur kom í ljós að um sömu menn var ræða og komu hingað í september í fyrra.Lýst var eftir mönnunum í fyrra Mennirnir voru í fyrra grunaðir um að hafa stundað kortaþjófnað og var sömuleiðis grunur um að þeir hafi komið hingað til lands sérstaklega í þeim tilgangi. Sex mál tengd mönnunum komu inn á borð lögreglu og lét hún lýsa eftir þeim í fyrra án árangurs. Þau mál teljast nú upplýst að sögn lögreglu. „Þeir náðu að stela þarna greiðslukortum af fólki og náðu að taka út úr, ýmist hraðbönkum eða verslunum, fjármuni að andvirði u.þ.b. milljón króna,“ sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla, komu mennirnir til landsins núna á fimmtudagsmorgun og sáust við umrædda verslun um fimmleytið sama dag. Engin ný mál hafa komið inn á borð lögreglu vegna þeirra.Beina sjónum sínum gjarnan að eldra fólkiSkúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónnVísir/VilhelmAð sögn Skúla eru þessi brot gjarnan framkvæmd á þann hátt að brotamenn horfa yfir öxlina á fólki þegar það slær inn pinn númerið sitt og stela síðar veski viðkomandi með því að gefa sig á tal við sama einstakling á bílaplaninu. Næst er farið í hraðbanka eða verslun og reynt að taka út sem mest af fjármunum áður en kortinu er lokað. Beina brotamenn þá gjarnan sjónum sínum að eldra fólki. Skúli segir að ekki sé hægt að fullyrða að mennirnir hafi verið komnir hingað aftur í sömu erindagjörðum og í fyrra. Það veki þó mögulega upp spurningar að þeir hafi verið mættir við þessa tilteknu verslun aftur, svo stuttu eftir að þeir komu til landsins. Einnig hafi ferð þeirra núna verið með svipuðu sniði og í fyrra, þegar þeir komu til landsins rétt fyrir helgi og fóru svo aftur um helgina.Látnir lausir með tilkynningarskyldu Mennirnir voru handteknir á föstudag en voru látnir lausir í gær með ásetta tilkynningarskyldu. Er þeim gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Skúli segir að nú sé beðið eftir því að ákæra sé gefin út í málinu. „Það er stefnt að því að reyna að gefa út ákæru sem fyrst, og svo vonandi sem fyrst að það gangi dómur í málinu, svo að þeim verði bara brottvísað með endurkomubanni til Íslands að því loknu, þegar menn hafa lokið sinni afplánun, hver sem að hún verður. Maður veit svosem ekki hver dómur verður, það á algjörlega bara eftir að koma í ljós. Allt tekur þetta náttúrulega tíma.“ Lögregla hvetur fólk til þess að passa upp á pinn númerin sín og huga að úttektarheimildum korta. Dæmi er um að mennirnir hafi náð að taka út hundrað þúsund krónur í einni hraðbankaúttekt í fyrra og náðu þeir að stela 500 þúsund krónum af einum og sama einstaklingnum. Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Mennirnir stálu íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tóku út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Talið er mögulegt að mennirnir hafi snúið aftur hingað til lands í sömu erindagjörðum. Starfsmaður verslunar á höfuðborgarsvæðinu taldi sig kannast við mennina sem sáust í kringum verslunina síðasta fimmtudag og hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Eftir eftirgrennslan lögreglu og yfirheyrslur kom í ljós að um sömu menn var ræða og komu hingað í september í fyrra.Lýst var eftir mönnunum í fyrra Mennirnir voru í fyrra grunaðir um að hafa stundað kortaþjófnað og var sömuleiðis grunur um að þeir hafi komið hingað til lands sérstaklega í þeim tilgangi. Sex mál tengd mönnunum komu inn á borð lögreglu og lét hún lýsa eftir þeim í fyrra án árangurs. Þau mál teljast nú upplýst að sögn lögreglu. „Þeir náðu að stela þarna greiðslukortum af fólki og náðu að taka út úr, ýmist hraðbönkum eða verslunum, fjármuni að andvirði u.þ.b. milljón króna,“ sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla, komu mennirnir til landsins núna á fimmtudagsmorgun og sáust við umrædda verslun um fimmleytið sama dag. Engin ný mál hafa komið inn á borð lögreglu vegna þeirra.Beina sjónum sínum gjarnan að eldra fólkiSkúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónnVísir/VilhelmAð sögn Skúla eru þessi brot gjarnan framkvæmd á þann hátt að brotamenn horfa yfir öxlina á fólki þegar það slær inn pinn númerið sitt og stela síðar veski viðkomandi með því að gefa sig á tal við sama einstakling á bílaplaninu. Næst er farið í hraðbanka eða verslun og reynt að taka út sem mest af fjármunum áður en kortinu er lokað. Beina brotamenn þá gjarnan sjónum sínum að eldra fólki. Skúli segir að ekki sé hægt að fullyrða að mennirnir hafi verið komnir hingað aftur í sömu erindagjörðum og í fyrra. Það veki þó mögulega upp spurningar að þeir hafi verið mættir við þessa tilteknu verslun aftur, svo stuttu eftir að þeir komu til landsins. Einnig hafi ferð þeirra núna verið með svipuðu sniði og í fyrra, þegar þeir komu til landsins rétt fyrir helgi og fóru svo aftur um helgina.Látnir lausir með tilkynningarskyldu Mennirnir voru handteknir á föstudag en voru látnir lausir í gær með ásetta tilkynningarskyldu. Er þeim gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Skúli segir að nú sé beðið eftir því að ákæra sé gefin út í málinu. „Það er stefnt að því að reyna að gefa út ákæru sem fyrst, og svo vonandi sem fyrst að það gangi dómur í málinu, svo að þeim verði bara brottvísað með endurkomubanni til Íslands að því loknu, þegar menn hafa lokið sinni afplánun, hver sem að hún verður. Maður veit svosem ekki hver dómur verður, það á algjörlega bara eftir að koma í ljós. Allt tekur þetta náttúrulega tíma.“ Lögregla hvetur fólk til þess að passa upp á pinn númerin sín og huga að úttektarheimildum korta. Dæmi er um að mennirnir hafi náð að taka út hundrað þúsund krónur í einni hraðbankaúttekt í fyrra og náðu þeir að stela 500 þúsund krónum af einum og sama einstaklingnum.
Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira