Portúgal náði í sinn fyrsta sigur í undankeppni EM 2020 þegar liðið hafði betur gegn Serbíu ytra í kvöld.
Eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli kom sigurinn loks hjá Portúgölum.
William Carvalho braut ísinn undir lok fyrri hálfleiks og Goncalo Guedes tvöfaldaði forystu Portúgal etir tæplega klkukkutíma leik.
Heimamenn náðu að klóra í bakkann en Cristiano Ronaldo gerði þriðja mark Portúgals á 80. mínútu eftir frábæra stungusendingu Bernardo Silva.
Aftur minnkuðu heimamenn muninn, Aleksandar Mitrovic skoraði með föstu skoti í samskeytin á 85. mínútu og hélt von Serba um stig á lífi.
Sú von lifði þó ekki lengi því mínútu eftir mark Mitrovic skoraði Bernardo Silva og tryggði Portúgal 4-2 sigur.
Fyrsti sigur Portúgal kom gegn Serbum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

