Kári: Af hverju að breyta vinningsliði? Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 7. september 2019 18:54 Kári Árnason átti náðugan dag í íslensku vörninni. Vísir/Bára „Það ætlast allir til þess að við vinnum svona leiki en það er engu að síður erfitt að vinna 3-0, það eru frábær úrslit,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason eftir sigur Íslands gegn Moldóvum í dag. „Við byrjuðum þetta illa, bara mjög illa fyrstu tíu mínúturnar. Kannski var eitthvað ryð í mönnum eða við ekki alveg tilbúnir. Þeir sýndu alveg að þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum án þess að skapa sér færi. Svo spýttum við í lófana og þetta varð miklu betra.“ Moldóvar ógnuðu íslenska liðinu í raun aldrei í leiknum og íslenska vörnin, með Kára í broddi fylkingar, réði nokkuð auðveldlega við þeirra tilraunir. „Við spiluðum mjög þéttan varnarleik. Það var í nokkur skipti sem við brjótum klaufalega á þeim. Við töluðum um það fyrir leik og í hálfleik að þeir væru líklegir í föstum leikatriðum og að við ættum ekki að brjóta á þeim þegar þeir eiga ekki séns á að ná boltanum. Það kom samt fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að skoða það,“ sagði Kári. Þetta var í þriðja sinn í undankeppninni sem íslenska liðið heldur hreinu og ljóst að varnarleikur liðsins er öflugur. „Til þess erum við hérna í vörninni, að reyna að halda hreinu og skapa usla í föstum leikatriðum. Við gerðum það svo sannarlega í dag.“ Í byrjunarliðinu í dag voru 9 af 11 sem byrjuðu flesta leiki liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. „Það er nóg eftir á tankinum hjá flestum. Af hverju að breyta vinningsliði?“ Kári sagði lítið mál að skipta úr Pepsi Max-gírnum yfir í landsliðið en hann leikur sem kunnugt er með Víkingi eftir að hafa leikið erlendis í fjölmörg ár. „Þetta er allt annað dæmi, ég er búinn að spila með þessu lið í tug ára. Maður leggur sig auðvitað 100% fram í allt sem maður gerir en þetta er svolitið öðruvísi. Ég er 100% á hreinu með mitt hlutverk og hvað ég þarf að gera til að sinna mínu í þessu liði. Það hefur ekkert breyst.“ Á morgun heldur íslenska liðið til Albaníu þar sem þeir eiga leik á þriðjudaginn. „Það er hörkulið og við vorum alveg í smá vandræðum með þá hér heima en náðum að vinnna 1-0. Við höfum farið þarna áður og það var mjög erfitt við erfiðar aðstæður. Það verður allt undir og það gerir okkur erfitt fyrir ef við misstígum okkur, við þurfum að klára okkar leiki.“ Með sigrinum í dag er Ísland í efsta sæti riðilsins en ekki ólíklegt að það breytist í kvöld þegar Frakkar og Tyrkir hafa leikið sína leiki í umferðinni. „Fjórir sigrar og eitt tap er ekki slæmt þegar Frakkland er annars vegar. Auðvitað hefðum við getað tapað með minni mun gegn þeim en það er erfitt að fara á Stade de France og sækja eitthvað. Við verðum tilbúnir í október þegar þeir mæta, með aðeins betri leikáætlun og vonandi verða sem flestir heilir. Þá getur allt gerst.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01 Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
„Það ætlast allir til þess að við vinnum svona leiki en það er engu að síður erfitt að vinna 3-0, það eru frábær úrslit,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason eftir sigur Íslands gegn Moldóvum í dag. „Við byrjuðum þetta illa, bara mjög illa fyrstu tíu mínúturnar. Kannski var eitthvað ryð í mönnum eða við ekki alveg tilbúnir. Þeir sýndu alveg að þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum án þess að skapa sér færi. Svo spýttum við í lófana og þetta varð miklu betra.“ Moldóvar ógnuðu íslenska liðinu í raun aldrei í leiknum og íslenska vörnin, með Kára í broddi fylkingar, réði nokkuð auðveldlega við þeirra tilraunir. „Við spiluðum mjög þéttan varnarleik. Það var í nokkur skipti sem við brjótum klaufalega á þeim. Við töluðum um það fyrir leik og í hálfleik að þeir væru líklegir í föstum leikatriðum og að við ættum ekki að brjóta á þeim þegar þeir eiga ekki séns á að ná boltanum. Það kom samt fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að skoða það,“ sagði Kári. Þetta var í þriðja sinn í undankeppninni sem íslenska liðið heldur hreinu og ljóst að varnarleikur liðsins er öflugur. „Til þess erum við hérna í vörninni, að reyna að halda hreinu og skapa usla í föstum leikatriðum. Við gerðum það svo sannarlega í dag.“ Í byrjunarliðinu í dag voru 9 af 11 sem byrjuðu flesta leiki liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. „Það er nóg eftir á tankinum hjá flestum. Af hverju að breyta vinningsliði?“ Kári sagði lítið mál að skipta úr Pepsi Max-gírnum yfir í landsliðið en hann leikur sem kunnugt er með Víkingi eftir að hafa leikið erlendis í fjölmörg ár. „Þetta er allt annað dæmi, ég er búinn að spila með þessu lið í tug ára. Maður leggur sig auðvitað 100% fram í allt sem maður gerir en þetta er svolitið öðruvísi. Ég er 100% á hreinu með mitt hlutverk og hvað ég þarf að gera til að sinna mínu í þessu liði. Það hefur ekkert breyst.“ Á morgun heldur íslenska liðið til Albaníu þar sem þeir eiga leik á þriðjudaginn. „Það er hörkulið og við vorum alveg í smá vandræðum með þá hér heima en náðum að vinnna 1-0. Við höfum farið þarna áður og það var mjög erfitt við erfiðar aðstæður. Það verður allt undir og það gerir okkur erfitt fyrir ef við misstígum okkur, við þurfum að klára okkar leiki.“ Með sigrinum í dag er Ísland í efsta sæti riðilsins en ekki ólíklegt að það breytist í kvöld þegar Frakkar og Tyrkir hafa leikið sína leiki í umferðinni. „Fjórir sigrar og eitt tap er ekki slæmt þegar Frakkland er annars vegar. Auðvitað hefðum við getað tapað með minni mun gegn þeim en það er erfitt að fara á Stade de France og sækja eitthvað. Við verðum tilbúnir í október þegar þeir mæta, með aðeins betri leikáætlun og vonandi verða sem flestir heilir. Þá getur allt gerst.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01 Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01
Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30