Tala látinna komin upp í 43 eftir Dorian og sjötíu þúsund hafa misst heimili sín Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2019 15:59 Gríðarleg eyðilegging er á svæðinu. Getty/Jose Jimenez Minnst 43 eru taldir látnir á Bahamaeyjum vegna fellibyljarins Dorian og er óttast að sú tala eigi eftir að hækka til muna, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Hundruðum íbúa er sárt saknað og telja viðbragðsaðilar að stór hluti þeirra sé fastur undir húsarústum á Abaco eyjum og eyjunni Grand Bahama, sem eru staðsettar norðarlega á Bahamaeyjum. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins, sem er sá allra öflugasti sem skekið hefur eyjaklasann. Fólks er nú leitað í rústum með hjálp leitarhunda og hafa embættismenn lýst ástandinu á svæðinu sem „mannúðarkrísu.“ Alþjóðastofnanir eru í kappi við tímann og reyna nú að koma íbúum í skjól ásamt því að færa þeim mat og nauðsynjar. Unnið er að því að koma fólki í öruggt skjól með ýmsum leiðum en illa farnir innviðir hafa hamlað leitun og björgun. „Svæðið er rústir einar. Hvert einasta hús, mannvirki og líf á svæðinu hefur í meginatriðum verið rústað,“ sagði Patrick Oppmann, fréttamaður CNN sjónvarpsstöðvarinnar, sem lýsti ástandinu á áhrifamikinn hátt. Fjölmargir hafa einnig lýst því að hafa fundið „lykt af dauðanum“ á svæðinu. Duane Sands, heilbrigðisráðherra Bahamaeyja, hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að almenningur ætti að búa sig undir „ólýsanlegar fregnir af dauðsfalli og mannlegum þjáningum“ af völdum fellibyljarins. Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. 5. september 2019 09:41 Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag. 6. september 2019 19:00 Leifar Dorian til Íslands á þriðjudaginn Þegar fellibyljir úr Karíbahafi berast norður Atlantshafið dregur verulega úr styrk þeirra. 7. september 2019 07:08 Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur. 5. september 2019 07:52 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Minnst 43 eru taldir látnir á Bahamaeyjum vegna fellibyljarins Dorian og er óttast að sú tala eigi eftir að hækka til muna, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Hundruðum íbúa er sárt saknað og telja viðbragðsaðilar að stór hluti þeirra sé fastur undir húsarústum á Abaco eyjum og eyjunni Grand Bahama, sem eru staðsettar norðarlega á Bahamaeyjum. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins, sem er sá allra öflugasti sem skekið hefur eyjaklasann. Fólks er nú leitað í rústum með hjálp leitarhunda og hafa embættismenn lýst ástandinu á svæðinu sem „mannúðarkrísu.“ Alþjóðastofnanir eru í kappi við tímann og reyna nú að koma íbúum í skjól ásamt því að færa þeim mat og nauðsynjar. Unnið er að því að koma fólki í öruggt skjól með ýmsum leiðum en illa farnir innviðir hafa hamlað leitun og björgun. „Svæðið er rústir einar. Hvert einasta hús, mannvirki og líf á svæðinu hefur í meginatriðum verið rústað,“ sagði Patrick Oppmann, fréttamaður CNN sjónvarpsstöðvarinnar, sem lýsti ástandinu á áhrifamikinn hátt. Fjölmargir hafa einnig lýst því að hafa fundið „lykt af dauðanum“ á svæðinu. Duane Sands, heilbrigðisráðherra Bahamaeyja, hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að almenningur ætti að búa sig undir „ólýsanlegar fregnir af dauðsfalli og mannlegum þjáningum“ af völdum fellibyljarins.
Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. 5. september 2019 09:41 Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag. 6. september 2019 19:00 Leifar Dorian til Íslands á þriðjudaginn Þegar fellibyljir úr Karíbahafi berast norður Atlantshafið dregur verulega úr styrk þeirra. 7. september 2019 07:08 Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur. 5. september 2019 07:52 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. 5. september 2019 09:41
Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag. 6. september 2019 19:00
Leifar Dorian til Íslands á þriðjudaginn Þegar fellibyljir úr Karíbahafi berast norður Atlantshafið dregur verulega úr styrk þeirra. 7. september 2019 07:08
Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur. 5. september 2019 07:52