WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2019 12:32 Michelle Ballarin á blaðamannafundinum á Hótel Sögu í gær. Skjáskot/Vísir Nýja flugfélagið sem á að reka undir merkjum WOW air hefur ekki fengið lendingartíma í Keflavík. Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar í samstarfi við Dulles-flugvöll í Washington, þar sem félagið verður með höfuðstöðvar. Michelle Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates, greindi í gær frá því að daglegt flug milli Keflavíkur og Washington hjá nýju félagi sem rekið verður undir merkjum WOW air muni hefjast í næsta mánuði. Naumur tími er til stefnu, eða í mesta lagi átta vikur. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia er félagið ekki komið með fasta lendingartíma í Keflavík. „Við hjá Isavia höfum ekki fengið formlegar upplýsingar um fyrirætlanir þessa nýja félags en við gleðjumst að sjálfsögðu yfir áformum félaga sem vilja koma til Keflavíkurflugvallar og fljúga til og frá vellinum.“Farþegar munu koma til með að berja fjólubláar vélar WOW Air augum á ný í október, ef áætlanir Ballarin ganga eftir.Vísir/VilhelmDanska félagið Airport Coordination sér raunar um að útdeila lendingartímum í Keflavík og fara umsóknir um slíkt í gegnum þá, sem láta Isavia síðan vita.Þannig að þetta getur gerst með stuttum fyrirvara?„Mögulega.“ Eftir blaðamannafund Ballarin í gær leitaði Túristi svara hjá Dulles-flugvelli í Washington, þaðan sem nýja félagið mun fljúga. Í svarinu segir að fulltrúar vallarins hafi átt einn fund með Ballerin og viðskiptafélögum varðandi flugþjónustu á flugvellinum. Sá hafi farið fram í síðasta mánuði en núna væru ekki nein flug á vegum nýja WOW air á dagskrá og að ekki væri hægt að tilkynna um nýjar flugleiðir. Aðspurður um stöðu viðræðna um lendingartíma segir Páll Ágúst Ólafsson, lögamður Ballerin, að flug verði hafið í október og að unnið sé út frá tveimur dagsetningum fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar. Hann bendir á að félagið US Aerospace Associates, og þar með nýja WOW, sé með höfuðstöðvar á Dulles-flugvelli, og að fyrirætlanir þeirra verði tilkynntar síðar í samstarfi við völlinn. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Nýja flugfélagið sem á að reka undir merkjum WOW air hefur ekki fengið lendingartíma í Keflavík. Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar í samstarfi við Dulles-flugvöll í Washington, þar sem félagið verður með höfuðstöðvar. Michelle Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates, greindi í gær frá því að daglegt flug milli Keflavíkur og Washington hjá nýju félagi sem rekið verður undir merkjum WOW air muni hefjast í næsta mánuði. Naumur tími er til stefnu, eða í mesta lagi átta vikur. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia er félagið ekki komið með fasta lendingartíma í Keflavík. „Við hjá Isavia höfum ekki fengið formlegar upplýsingar um fyrirætlanir þessa nýja félags en við gleðjumst að sjálfsögðu yfir áformum félaga sem vilja koma til Keflavíkurflugvallar og fljúga til og frá vellinum.“Farþegar munu koma til með að berja fjólubláar vélar WOW Air augum á ný í október, ef áætlanir Ballarin ganga eftir.Vísir/VilhelmDanska félagið Airport Coordination sér raunar um að útdeila lendingartímum í Keflavík og fara umsóknir um slíkt í gegnum þá, sem láta Isavia síðan vita.Þannig að þetta getur gerst með stuttum fyrirvara?„Mögulega.“ Eftir blaðamannafund Ballarin í gær leitaði Túristi svara hjá Dulles-flugvelli í Washington, þaðan sem nýja félagið mun fljúga. Í svarinu segir að fulltrúar vallarins hafi átt einn fund með Ballerin og viðskiptafélögum varðandi flugþjónustu á flugvellinum. Sá hafi farið fram í síðasta mánuði en núna væru ekki nein flug á vegum nýja WOW air á dagskrá og að ekki væri hægt að tilkynna um nýjar flugleiðir. Aðspurður um stöðu viðræðna um lendingartíma segir Páll Ágúst Ólafsson, lögamður Ballerin, að flug verði hafið í október og að unnið sé út frá tveimur dagsetningum fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar. Hann bendir á að félagið US Aerospace Associates, og þar með nýja WOW, sé með höfuðstöðvar á Dulles-flugvelli, og að fyrirætlanir þeirra verði tilkynntar síðar í samstarfi við völlinn.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49
Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33
Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun