Skrifa undir samninga um tvær leiknar þáttaraðir Stefán Árni Pálsson skrifar 6. september 2019 14:30 Svörtu Sandar og Magaluf. Stöð 2 Stöð 2 hefur skrifað undir samninga um tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir í framleiðslu Glassriver. Fyrri serían ber nafnið Svörtu Sandar í leikstjórn Baldvins Z. Um er að ræða magnþrungna glæpaseríu um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Ung lögreglukona byrjar að rannsaka málið, en áttar sig ekki á því að hún er að flækjast inn í mun stærra mál sem teygir sig mörg ár aftur í tímann. Sagan eftir Ragnar Jónsson, Aldísi Hamilton og Andra Óttarsson. Seinni serían ber nafnið Magaluf og er þar um að ræða gamanþáttaseríu um plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood í Ármúla árið 1979, sem ræður sig sem fararstjóra til Spánar til þess að endurheimta æskuástina. Serían er úr smiðju Ragnars Bragasonar, eins af höfundum Vaktaseríanna, skrifuð í samstarfi við Snjólaugu Lúðvíksdóttur og Magnús Leifsson sem jafnframt verður leikstjóri verksins. Steindi Jr. mun fara með aðalhlutverkið. „Við erum gríðarlega spennt að skrifa undir þróunarsamninga um þessar tvær þáttaraðir sem eitt af mikilvægum skrefum okkar í stóraukinni sókn í framleiðslu á íslensku efni á Stöð 2,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri Miðla Sýnar. Þórhallur Gunnarsson, Baldvin Z og Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Góðir landsmenn Menning Svörtu sandar Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Stöð 2 hefur skrifað undir samninga um tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir í framleiðslu Glassriver. Fyrri serían ber nafnið Svörtu Sandar í leikstjórn Baldvins Z. Um er að ræða magnþrungna glæpaseríu um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Ung lögreglukona byrjar að rannsaka málið, en áttar sig ekki á því að hún er að flækjast inn í mun stærra mál sem teygir sig mörg ár aftur í tímann. Sagan eftir Ragnar Jónsson, Aldísi Hamilton og Andra Óttarsson. Seinni serían ber nafnið Magaluf og er þar um að ræða gamanþáttaseríu um plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood í Ármúla árið 1979, sem ræður sig sem fararstjóra til Spánar til þess að endurheimta æskuástina. Serían er úr smiðju Ragnars Bragasonar, eins af höfundum Vaktaseríanna, skrifuð í samstarfi við Snjólaugu Lúðvíksdóttur og Magnús Leifsson sem jafnframt verður leikstjóri verksins. Steindi Jr. mun fara með aðalhlutverkið. „Við erum gríðarlega spennt að skrifa undir þróunarsamninga um þessar tvær þáttaraðir sem eitt af mikilvægum skrefum okkar í stóraukinni sókn í framleiðslu á íslensku efni á Stöð 2,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri Miðla Sýnar. Þórhallur Gunnarsson, Baldvin Z og Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.
Góðir landsmenn Menning Svörtu sandar Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira