Stórlaxarnir í vikunni Karl Lúðvíksson skrifar 6. september 2019 09:59 Þorlákur með 98 sm lax úr Grímsá í gær Mynd: KL Haustið er klárlega tíminn fyrir stórlaxa og það er reglulega gaman að fá fréttir af slíkum höfðingjum á þessum árstíma. Við erum búin að fá fréttir af nokkrum slíkum í þessari viku og þessir fjórir sem við rétt nefnum eru engan veginn tæmandi listi af 90 sm og stærri löxum sem veiddust í vikunni. Enn síður tekur það því að nefna laxa sem eru 80 sm og stærri því þar er af nægu að taka og þá sérstaklega vert að nefna síðasta kvennaholl í Langá sem landaði fjórum löxum yfir 80 sm en fyrsti stórlaxinn sem er á stuttum lista yfir stórlaxa vikunnar veiddist þar í gærkvöldi og það í veiðistað sem geymir iðulega nokkra stóra en það er Stórhólakvörn og þar kom upp 90 sm lax í gær. Axel Björn Clausen veiddi 104 sm lax í Víðidalsá og er það stærsti lax sumarsins á þeim bæ. Jóhann Hafnfjörð Rafnsson tók á sama degi 104 sm lax í Laxá í Nesi en þar hafa margir stórlaxarnir veiðst í sumar eins og endranær. Síðan var 98 sm laxi landað í Oddstaðafljóti í Grímsá á seinni vaktinni í gær og eftir því sem við best vitum er það stærsti laxinn úr Grímsá í sumar. Mest lesið Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði
Haustið er klárlega tíminn fyrir stórlaxa og það er reglulega gaman að fá fréttir af slíkum höfðingjum á þessum árstíma. Við erum búin að fá fréttir af nokkrum slíkum í þessari viku og þessir fjórir sem við rétt nefnum eru engan veginn tæmandi listi af 90 sm og stærri löxum sem veiddust í vikunni. Enn síður tekur það því að nefna laxa sem eru 80 sm og stærri því þar er af nægu að taka og þá sérstaklega vert að nefna síðasta kvennaholl í Langá sem landaði fjórum löxum yfir 80 sm en fyrsti stórlaxinn sem er á stuttum lista yfir stórlaxa vikunnar veiddist þar í gærkvöldi og það í veiðistað sem geymir iðulega nokkra stóra en það er Stórhólakvörn og þar kom upp 90 sm lax í gær. Axel Björn Clausen veiddi 104 sm lax í Víðidalsá og er það stærsti lax sumarsins á þeim bæ. Jóhann Hafnfjörð Rafnsson tók á sama degi 104 sm lax í Laxá í Nesi en þar hafa margir stórlaxarnir veiðst í sumar eins og endranær. Síðan var 98 sm laxi landað í Oddstaðafljóti í Grímsá á seinni vaktinni í gær og eftir því sem við best vitum er það stærsti laxinn úr Grímsá í sumar.
Mest lesið Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði