Borgarstjóra brugðið yfir byssumynd DV Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2019 21:00 Dagur segist ýmsu vanur frá DV en ekki muna eftir annarri slíkri myndbirtingu. Vísir Dagblaðið DV birti samsetta mynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem byssumaður miðar skotvopni að höfði hans á vefsíðu sinni í kvöld. Myndin hefur síðan verið fjarlægð. Borgarstjóri segist ýmsu vanur af hálfu DV í borgarstjórnarmálum en að honum hafi verið brugðið þegar hann sá myndina. Myndin fylgdi upphaflega frétt DV um umræður í Facebook-hópnum „Stjórnmálaspjallinu“ um að Dagur hefði komið á hjóli í Höfða á fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Í fréttinni eru birt nokkur ummæli án þess að þeir sem höfðu þau uppi sé nafngreindir, þar á meðal ein þar sem sagði: „Hvar er riffillinn núna?“ Máni Snær Þorláksson, blaðamaður DV sem er skrifaður fyrir fréttinni á vef DV, staðfesti við Vísi að myndin af borgarstjóra með skuggamynd af manni miða riffli að höfðinu á honum hafi verið sett saman af DV en ekki fengin úr Facebook-hópnum. Spurður að því hvort DV hefði talið myndavalið við hæfi sagðist Máni Snær skilja hvernig myndin gæti misskilist, hún hafi verið unnin í fljótfærni og hann sæi að myndin væri ekki við hæfi. Hún yrði fjarlægð. Skipt hafði verið um mynd með fréttinni á níunda tímanum í kvöld en þá hafði upphaflega myndin lifað á vefsíðu DV í rúmar tvær klukkustundir.Hér má sjá skjáskot af samsettu myndinni sem DV birti á vef sínum í kvöld. Hún hefur síðan verið fjarlægð.SkjáskotÁbyrgðarhluti í ljósi nýlegra hótana gegn ráðherra Borgarstjóri hafði ekki séð mynd DV þegar Vísir óskaði eftir viðbrögðum hans í kvöld. Hann sagðist telja það afar sérstakt og alvarlegt dómgreindarleysi að sækja skítkast djúpt inn á internetið og lyfta því upp með slíkum „myndgjörningi“. „Mér var mjög brugðið að sjá þetta, satt best að segja, þó að maður sé ýmsu vanur, sérstaklega undanfarið, frá DV þegar kemur að borgarmálunum, þá man ég ekki eftir neinu svona,“ segir Dagur við Vísi. Spurður að því hvort að hann telji hættulegt af fjölmiðli að birta mynd sem gæti skilist sem hvatning til ofbeldis rifjar Dagur upp að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafi fengið líflátshótun vegna þriðja orkupakkans nýlega. „Þess vegna er það ábyrgðarhluti að lyfta einhverju sem gæti skilist þannig eins og það sé sjálfsagt eða venjulegur hlutur,“ segir borgarstjóri. Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Dagblaðið DV birti samsetta mynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem byssumaður miðar skotvopni að höfði hans á vefsíðu sinni í kvöld. Myndin hefur síðan verið fjarlægð. Borgarstjóri segist ýmsu vanur af hálfu DV í borgarstjórnarmálum en að honum hafi verið brugðið þegar hann sá myndina. Myndin fylgdi upphaflega frétt DV um umræður í Facebook-hópnum „Stjórnmálaspjallinu“ um að Dagur hefði komið á hjóli í Höfða á fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Í fréttinni eru birt nokkur ummæli án þess að þeir sem höfðu þau uppi sé nafngreindir, þar á meðal ein þar sem sagði: „Hvar er riffillinn núna?“ Máni Snær Þorláksson, blaðamaður DV sem er skrifaður fyrir fréttinni á vef DV, staðfesti við Vísi að myndin af borgarstjóra með skuggamynd af manni miða riffli að höfðinu á honum hafi verið sett saman af DV en ekki fengin úr Facebook-hópnum. Spurður að því hvort DV hefði talið myndavalið við hæfi sagðist Máni Snær skilja hvernig myndin gæti misskilist, hún hafi verið unnin í fljótfærni og hann sæi að myndin væri ekki við hæfi. Hún yrði fjarlægð. Skipt hafði verið um mynd með fréttinni á níunda tímanum í kvöld en þá hafði upphaflega myndin lifað á vefsíðu DV í rúmar tvær klukkustundir.Hér má sjá skjáskot af samsettu myndinni sem DV birti á vef sínum í kvöld. Hún hefur síðan verið fjarlægð.SkjáskotÁbyrgðarhluti í ljósi nýlegra hótana gegn ráðherra Borgarstjóri hafði ekki séð mynd DV þegar Vísir óskaði eftir viðbrögðum hans í kvöld. Hann sagðist telja það afar sérstakt og alvarlegt dómgreindarleysi að sækja skítkast djúpt inn á internetið og lyfta því upp með slíkum „myndgjörningi“. „Mér var mjög brugðið að sjá þetta, satt best að segja, þó að maður sé ýmsu vanur, sérstaklega undanfarið, frá DV þegar kemur að borgarmálunum, þá man ég ekki eftir neinu svona,“ segir Dagur við Vísi. Spurður að því hvort að hann telji hættulegt af fjölmiðli að birta mynd sem gæti skilist sem hvatning til ofbeldis rifjar Dagur upp að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafi fengið líflátshótun vegna þriðja orkupakkans nýlega. „Þess vegna er það ábyrgðarhluti að lyfta einhverju sem gæti skilist þannig eins og það sé sjálfsagt eða venjulegur hlutur,“ segir borgarstjóri.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15