Bílaumboðin í stakk búin til að takast á við niðursveiflu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 5. september 2019 06:15 Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, er bjartsýnn á sölu bíla árin 2020-2022. Fréttablaðið/Eyþór Afkoma fimm stóru bílaumboðanna var nokkuð ólík í fyrra. Rekstur BL og Toyota gekk vel en harðara var í ári hjá Brimborg, Heklu og Öskju, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Umtalsverður samdráttur er á milli áranna 2017 og 2018 enda var met slegið í bílasölu árið 2017. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílasala á fyrri hluta árs 2018 hafi gengið afar vel. Aftur á móti hafi skarpur samdráttur orðið á seinni helmingi ársins. Hann megi rekja til þess að fólk hélt að sér höndum því verkalýðsforystan krafðist umtalsverðra launahækkana en kjarasamningar voru lausir. Það skapaðist því mikil óvissa um framvindu mála í efnahagslífinu og sömuleiðis hafi ríkti óvissa um hvort rekstri WOW air yrði haldið áfram. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að samdrátturinn hafi hafist í febrúar 2018, hann hafi aukist um sumarið og svo kom dýfa í september. Á þeim tíma hafi gengi krónu sömuleiðis veikst sem dragi almennt úr bílasölu. Í 18 mánuði af síðustu 19 hafi bílasala dregist saman.Brimborg tapaði 368 milljónum króna árið 2018 og gekk reksturinn verst af bílaumboðunum fimm sem umfjöllunin nær til. Egill segir að árið hafi verið strembið. Hann rekur tapið til erfiðleika í bílasölu, mikilla fjárfestinga við opnun nýrra höfuðstöðva Veltis í Hádegismóum, sem er atvinnutækjasvið fyrirtækisins, og kostnaðar við flutningana, fækkunar í flota bílaleigu fyrirtækisins og ríkulegra fjárfestinga í tölvukerfum og sjálfvirknivæðingu. Hann segir að reksturinn í ár gangi betur. Tekjur atvinnutækjasviðsins hafi vaxið mikið eftir að flutt var í hentugra húsnæði og viðsnúningur sé hjá bílaleigunni. Velta bílaleigunnar sé hin sama og í fyrra þrátt fyrir að bílum í flotanum hafi fækkað um 30 prósent og starfsmönnum fækkað. Engu að síður sé þjónustustigið jafn gott og áður sem þakka megi sjálfvirknivæðingu. Jón Trausti segist vera ánægður með að Askja hafi verið rekin með 12 milljóna króna hagnaði árið 2018 í ljósi markaðsaðstæðna. „Reksturinn í ár er sömuleiðis krefjandi. Það er áframhaldandi samdráttur í bílasölu á þessu ári. Reikna má með að hann muni nema 35 til 40 prósentum. Ég er hins vegar nokkuð bjartsýnn á árin 2020 til 2022. Það er mikil þörf á endurnýjun bíla og það verður kominn betri taktur í efnahagslífið þegar ýmissi óvissu varðandi ferðaþjónustuna hefur létt.“ Hann segir að bílasala hafi gengið afar vel á árunum 2015-2017. Bílaumboðin hafi á þeim árum hagað rekstrinum með þeim hætti að safnast hafi upp sterkt eigið fé. Fyrirtækin standi því traustum fótum og geti því mætt þeirri ágjöf sem fylgir minni bílasölu. „Það hafa alltaf verið miklar sveiflur í bílasölu, þær eru hluti af okkar veruleika.“ Jón Trausti vekur athygli á að Askja hafi aldrei greitt arð heldur fjárfest fyrir hagnaðinn í innviðum til að geta þjónustað viðskiptavini betur. Fyrirtækið hafi til dæmis nýlega byggt tvö fullbúin bílaverkstæði á Krókhálsi sem og nýjan sýningarsal fyrir KIA sem var opnaður í janúar. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Efnahagsmál Mest lesið Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Sjá meira
Afkoma fimm stóru bílaumboðanna var nokkuð ólík í fyrra. Rekstur BL og Toyota gekk vel en harðara var í ári hjá Brimborg, Heklu og Öskju, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Umtalsverður samdráttur er á milli áranna 2017 og 2018 enda var met slegið í bílasölu árið 2017. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílasala á fyrri hluta árs 2018 hafi gengið afar vel. Aftur á móti hafi skarpur samdráttur orðið á seinni helmingi ársins. Hann megi rekja til þess að fólk hélt að sér höndum því verkalýðsforystan krafðist umtalsverðra launahækkana en kjarasamningar voru lausir. Það skapaðist því mikil óvissa um framvindu mála í efnahagslífinu og sömuleiðis hafi ríkti óvissa um hvort rekstri WOW air yrði haldið áfram. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að samdrátturinn hafi hafist í febrúar 2018, hann hafi aukist um sumarið og svo kom dýfa í september. Á þeim tíma hafi gengi krónu sömuleiðis veikst sem dragi almennt úr bílasölu. Í 18 mánuði af síðustu 19 hafi bílasala dregist saman.Brimborg tapaði 368 milljónum króna árið 2018 og gekk reksturinn verst af bílaumboðunum fimm sem umfjöllunin nær til. Egill segir að árið hafi verið strembið. Hann rekur tapið til erfiðleika í bílasölu, mikilla fjárfestinga við opnun nýrra höfuðstöðva Veltis í Hádegismóum, sem er atvinnutækjasvið fyrirtækisins, og kostnaðar við flutningana, fækkunar í flota bílaleigu fyrirtækisins og ríkulegra fjárfestinga í tölvukerfum og sjálfvirknivæðingu. Hann segir að reksturinn í ár gangi betur. Tekjur atvinnutækjasviðsins hafi vaxið mikið eftir að flutt var í hentugra húsnæði og viðsnúningur sé hjá bílaleigunni. Velta bílaleigunnar sé hin sama og í fyrra þrátt fyrir að bílum í flotanum hafi fækkað um 30 prósent og starfsmönnum fækkað. Engu að síður sé þjónustustigið jafn gott og áður sem þakka megi sjálfvirknivæðingu. Jón Trausti segist vera ánægður með að Askja hafi verið rekin með 12 milljóna króna hagnaði árið 2018 í ljósi markaðsaðstæðna. „Reksturinn í ár er sömuleiðis krefjandi. Það er áframhaldandi samdráttur í bílasölu á þessu ári. Reikna má með að hann muni nema 35 til 40 prósentum. Ég er hins vegar nokkuð bjartsýnn á árin 2020 til 2022. Það er mikil þörf á endurnýjun bíla og það verður kominn betri taktur í efnahagslífið þegar ýmissi óvissu varðandi ferðaþjónustuna hefur létt.“ Hann segir að bílasala hafi gengið afar vel á árunum 2015-2017. Bílaumboðin hafi á þeim árum hagað rekstrinum með þeim hætti að safnast hafi upp sterkt eigið fé. Fyrirtækin standi því traustum fótum og geti því mætt þeirri ágjöf sem fylgir minni bílasölu. „Það hafa alltaf verið miklar sveiflur í bílasölu, þær eru hluti af okkar veruleika.“ Jón Trausti vekur athygli á að Askja hafi aldrei greitt arð heldur fjárfest fyrir hagnaðinn í innviðum til að geta þjónustað viðskiptavini betur. Fyrirtækið hafi til dæmis nýlega byggt tvö fullbúin bílaverkstæði á Krókhálsi sem og nýjan sýningarsal fyrir KIA sem var opnaður í janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Efnahagsmál Mest lesið Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Sjá meira