Varar við Rússum og Kínverjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. september 2019 07:30 Pence fundaði með forseta Íslands og utanríkisráðherra í Höfða í gær. Fréttablaðið/ERNIR Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, þakkaði Íslendingum sérstaklega fyrir að hafa ekki þegið aðstoð Kínverja í hinu svokallaða belta- og brautarverkefni sem þeir standa fyrir, á blaðamannafundi eftir heimsókn sína í Höfða í gær. Ljóst er að erindi heimsóknar hans má ekki síst rekja til aukins áhuga Rússa og Kínverja á svæðinu eins og varaforsetinn minntist sjálfur á. Katrín Jakobsdóttir lét þess getið á blaðamannafundi með Pence í gærkvöldi að þátttöku Íslands í umræddu verkefni hefði ekki beinlínis verið hafnað heldur hefði ekki verið opnað á samskipti við Kínverja um það. Þá sagði Katrín Íslendinga hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum á norðurslóðum en Rússum. Gríðarlegur viðbúnaður sérsveitar lögreglunnar var í Reykjavík og nágrenni í gær á vegum viðbragðsaðila og fundu margir fyrir töfum á umferð á meðan á sjö klukkustunda langri heimsókn varaforsetans stóð. Komu Pence, og þá sérstaklega íhaldssömum viðhorfum hans, var víða mótmælt í borginni í gær. Í nágrenni fundarstaðarins Höfða reið Advania á vaðið og dró regnbogafána að húni við höfuðstöðvar sínar. Önnur fyrirtæki og stofnanir fylgdu fordæminu og þegar fundarhöld hófust hafði skjaldborg regnbogafána verið mynduð um Höfða. Tveir voru handteknir vegna fánabrennu í nágrenni Höfða en mótmæli fóru að öðru leyti friðsamlega fram.Fyrirtæki og stofnanir í nágrenninu slógu fjölbreytileikaskjaldborg um Höfða meðan á heimsókn Pence stóð þar í gær. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ fundi sínum með varaforsetanum lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vonum sínum til þess að varaforsetinn fengi að kynnast Íslendingum og þeim gildum sem hér eru í hávegum höfð, eins og frelsi og fjölbreytileika. Pence lýsti áhyggjum Bandaríkjamanna af áhrifum bæði Kínverja og Rússa á norðurheimskautinu. „Það er ekki spurning að Kína er að verða öflugra á norðurheimskautinu, bæði efnahagslega og í hernaðarlegu tilliti,“ sagði Pence og sagði það sama gilda um Rússa. „Núna er tíminn til að styrkja bandalag okkar og okkar samstarf í öryggismálum.“ Þá varaði Pence Íslendinga sérstaklega við kínverska tæknirisanum Huawei. Bandarísk stjórnvöld hafa meðal annars sjálf meinað bandarískum fyrirtækjum og stofnunum að eiga í viðskiptum við tæknirisann. Fyrirtækið kemur meðal annars að uppbyggingu á 5G neti hérlendis og hefur forstjóri fyrirtækisins áður hafnað ásökunum um njósnir í samtali við Fréttablaðið. „Ég hvatti Íslendinga einnig til að taka tillit til vandamálanna sem því fylgja þegar sérhver frjáls þjóð notar tæki frá Huawei. Huawei er kínverskt fyrirtæki sem samkvæmt kínverskum lögum neyðist til að afhenda öll gögn sem það sækir til kínverskra yfirvalda og kommúnistaflokksins,“ sagði Pence. Hann sagðist hafa hvatt utanríkisráðherra Ísland til að taka afstöðu með Bandaríkjunum og hafna umræddri tækni. Inntur eftir því hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006 svaraði Pence því ekki beint. Hann sagðist hins vegar myndu spjalla við starfsfólk á herstöðinni og greina Donald Trump Bandaríkjaforseta frá gangi mála. Þá sagðist hann ætla að ræða herstöðina frekar við forsætisráðherra. Sjálf hafði Katrín Jakobsdóttir ekki síður áhuga á að ræða hinsegin- og jafnréttismál á fundi þeirra. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, þakkaði Íslendingum sérstaklega fyrir að hafa ekki þegið aðstoð Kínverja í hinu svokallaða belta- og brautarverkefni sem þeir standa fyrir, á blaðamannafundi eftir heimsókn sína í Höfða í gær. Ljóst er að erindi heimsóknar hans má ekki síst rekja til aukins áhuga Rússa og Kínverja á svæðinu eins og varaforsetinn minntist sjálfur á. Katrín Jakobsdóttir lét þess getið á blaðamannafundi með Pence í gærkvöldi að þátttöku Íslands í umræddu verkefni hefði ekki beinlínis verið hafnað heldur hefði ekki verið opnað á samskipti við Kínverja um það. Þá sagði Katrín Íslendinga hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum á norðurslóðum en Rússum. Gríðarlegur viðbúnaður sérsveitar lögreglunnar var í Reykjavík og nágrenni í gær á vegum viðbragðsaðila og fundu margir fyrir töfum á umferð á meðan á sjö klukkustunda langri heimsókn varaforsetans stóð. Komu Pence, og þá sérstaklega íhaldssömum viðhorfum hans, var víða mótmælt í borginni í gær. Í nágrenni fundarstaðarins Höfða reið Advania á vaðið og dró regnbogafána að húni við höfuðstöðvar sínar. Önnur fyrirtæki og stofnanir fylgdu fordæminu og þegar fundarhöld hófust hafði skjaldborg regnbogafána verið mynduð um Höfða. Tveir voru handteknir vegna fánabrennu í nágrenni Höfða en mótmæli fóru að öðru leyti friðsamlega fram.Fyrirtæki og stofnanir í nágrenninu slógu fjölbreytileikaskjaldborg um Höfða meðan á heimsókn Pence stóð þar í gær. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ fundi sínum með varaforsetanum lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vonum sínum til þess að varaforsetinn fengi að kynnast Íslendingum og þeim gildum sem hér eru í hávegum höfð, eins og frelsi og fjölbreytileika. Pence lýsti áhyggjum Bandaríkjamanna af áhrifum bæði Kínverja og Rússa á norðurheimskautinu. „Það er ekki spurning að Kína er að verða öflugra á norðurheimskautinu, bæði efnahagslega og í hernaðarlegu tilliti,“ sagði Pence og sagði það sama gilda um Rússa. „Núna er tíminn til að styrkja bandalag okkar og okkar samstarf í öryggismálum.“ Þá varaði Pence Íslendinga sérstaklega við kínverska tæknirisanum Huawei. Bandarísk stjórnvöld hafa meðal annars sjálf meinað bandarískum fyrirtækjum og stofnunum að eiga í viðskiptum við tæknirisann. Fyrirtækið kemur meðal annars að uppbyggingu á 5G neti hérlendis og hefur forstjóri fyrirtækisins áður hafnað ásökunum um njósnir í samtali við Fréttablaðið. „Ég hvatti Íslendinga einnig til að taka tillit til vandamálanna sem því fylgja þegar sérhver frjáls þjóð notar tæki frá Huawei. Huawei er kínverskt fyrirtæki sem samkvæmt kínverskum lögum neyðist til að afhenda öll gögn sem það sækir til kínverskra yfirvalda og kommúnistaflokksins,“ sagði Pence. Hann sagðist hafa hvatt utanríkisráðherra Ísland til að taka afstöðu með Bandaríkjunum og hafna umræddri tækni. Inntur eftir því hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006 svaraði Pence því ekki beint. Hann sagðist hins vegar myndu spjalla við starfsfólk á herstöðinni og greina Donald Trump Bandaríkjaforseta frá gangi mála. Þá sagðist hann ætla að ræða herstöðina frekar við forsætisráðherra. Sjálf hafði Katrín Jakobsdóttir ekki síður áhuga á að ræða hinsegin- og jafnréttismál á fundi þeirra.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira