Regnbogafánar í rigningu við Höfða Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. september 2019 12:09 Fánarnir sex sem Advania dróg að húni í morgun. Vísir/Vilhelm Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. Höfuðstöðvarnar eru við hlið Höfða þar sem Mike Pence fundar með viðskiptafólki og utanríkisráðherra í dag. „Það mátti nú sjá þennan fána blakta við hún hjá opinberum stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum út um allan bæ fyrir nokkrum dögum. Af hverju er þessi dagur eitthvað öðruvísi en aðrir dagar. Við styðjum réttindabaráttu samkynhneigðra alla daga, ekki bara suma daga,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. „Við flögguðum ekki á hinsegin dögum og okkur fannst að við ættum að að gera það núna. Það er alltaf gleði hjá okkur.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður er meðal þeirra sem hrósað hafa Advania fyrir framtakið. Sömuleiðis sjónvarpskonan Sirrý Arnardóttir. Afstaða Mike Pence til hinsegin fólks hefur vakið athygli undanfarin ár. Hann hefur líst sig andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra, gagnrýnt löggjöf sem vernda á hinsegin fólk fyrir hatursglæpum og fengið transfólk rekið úr bandaríska hernum með breyttum reglum. Þá hefur hann mælt með afhommunaraðferðum. „Við vonum að þeir sem bera þessa fána augum talki því ekki illa. Þetta er bara fáni og við erum sú þjóð sem að er með hæsta hlutfall allra sem taka þátt í Gay Pride á hverju ári. Við eigum ekki bara að styðja réttindabaráttuna á tylidögum er það?“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, fagnar viðbrögðum. Félagið hafi hvatt fólk til að flagga fánum ef þau gætu. „Ég er svo ógeðslega ánægð með að fólk sé að sína samstöðu á þennan hátt. Hann náttúrulega kemst ekki hjá því að sjá þetta, sem er mjög gleðilegt,“ segir Þorbjörg. „Það skiptir okkur rosalega miklu máli að finna þessa velvild og samstöðu.“ Sex fánar eru dregnir að húni á bílastæðaplani Advania en auk þess má sjá fána í gluggum á húsi fyrirtækisins. Reykjavík is getting ready for your visit, @VP! #blessPence pic.twitter.com/GLCvnruxFI— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) September 4, 2019 Þá má finna fána víðar í bænum, meðal annars í Sætúni þar sem ASÍ og Efling eru til húsa ásamt fleirum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, fagnar áhuga sem fyrirtæki hafi sýnt á að fá regnbogafána í morgun. „Starfsmaður Advania brunaði á hjólinu sínu til okkar og sótti fána. Það er mikil gleði hjá starfsfólkinu þar. Það veit ég því tengdamamma vinnur þarna,“ segir Daníel. Þá hafi hann heyrt af áhuga hjá Arion banka, sem er með höfuðstöðvar í Borgartúni, og sömuleiðis hjá Ríkiskaupum sem eru við hlið Advania. „Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman.“ Regnbogafáninn fagnaði fjörutíu ára afmæli í fyrra. Gilbert nokkur Baker, íbúi í San Francisco í Kaliforníu, hannaði fánann og saumaði árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar á vef Hinsegin daga. Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Sjá meira
Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. Höfuðstöðvarnar eru við hlið Höfða þar sem Mike Pence fundar með viðskiptafólki og utanríkisráðherra í dag. „Það mátti nú sjá þennan fána blakta við hún hjá opinberum stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum út um allan bæ fyrir nokkrum dögum. Af hverju er þessi dagur eitthvað öðruvísi en aðrir dagar. Við styðjum réttindabaráttu samkynhneigðra alla daga, ekki bara suma daga,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. „Við flögguðum ekki á hinsegin dögum og okkur fannst að við ættum að að gera það núna. Það er alltaf gleði hjá okkur.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður er meðal þeirra sem hrósað hafa Advania fyrir framtakið. Sömuleiðis sjónvarpskonan Sirrý Arnardóttir. Afstaða Mike Pence til hinsegin fólks hefur vakið athygli undanfarin ár. Hann hefur líst sig andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra, gagnrýnt löggjöf sem vernda á hinsegin fólk fyrir hatursglæpum og fengið transfólk rekið úr bandaríska hernum með breyttum reglum. Þá hefur hann mælt með afhommunaraðferðum. „Við vonum að þeir sem bera þessa fána augum talki því ekki illa. Þetta er bara fáni og við erum sú þjóð sem að er með hæsta hlutfall allra sem taka þátt í Gay Pride á hverju ári. Við eigum ekki bara að styðja réttindabaráttuna á tylidögum er það?“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, fagnar viðbrögðum. Félagið hafi hvatt fólk til að flagga fánum ef þau gætu. „Ég er svo ógeðslega ánægð með að fólk sé að sína samstöðu á þennan hátt. Hann náttúrulega kemst ekki hjá því að sjá þetta, sem er mjög gleðilegt,“ segir Þorbjörg. „Það skiptir okkur rosalega miklu máli að finna þessa velvild og samstöðu.“ Sex fánar eru dregnir að húni á bílastæðaplani Advania en auk þess má sjá fána í gluggum á húsi fyrirtækisins. Reykjavík is getting ready for your visit, @VP! #blessPence pic.twitter.com/GLCvnruxFI— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) September 4, 2019 Þá má finna fána víðar í bænum, meðal annars í Sætúni þar sem ASÍ og Efling eru til húsa ásamt fleirum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, fagnar áhuga sem fyrirtæki hafi sýnt á að fá regnbogafána í morgun. „Starfsmaður Advania brunaði á hjólinu sínu til okkar og sótti fána. Það er mikil gleði hjá starfsfólkinu þar. Það veit ég því tengdamamma vinnur þarna,“ segir Daníel. Þá hafi hann heyrt af áhuga hjá Arion banka, sem er með höfuðstöðvar í Borgartúni, og sömuleiðis hjá Ríkiskaupum sem eru við hlið Advania. „Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman.“ Regnbogafáninn fagnaði fjörutíu ára afmæli í fyrra. Gilbert nokkur Baker, íbúi í San Francisco í Kaliforníu, hannaði fánann og saumaði árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar á vef Hinsegin daga.
Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Sjá meira