Íslenska landsliðið komst í fyrsta sinn á HM þegar keppnin fór fram í Rússlandi fyrir rúmu ári en núna eru knattspyrnufíklar farnir að telja niður í heimsmeistarakeppnina í Katar 2022.
Merki heimsmeistarakeppninnar í Katar 2022 var kynnt í gær, bæði í Doha, höfuðborg Katar, sem og í 27 öðrum stórborgum heimsins.
Merkið er undir sterkum arabískum áhrifum og byggt á útliti ullarsjals sem er mjög vinsælt á þessum slóðum yfir vetrarmánuðina.
The emblem for the 2022 Fifa World Cup in Qatar has been unveiled.
Thoughts?https://t.co/Sp4H94dkObpic.twitter.com/T7SDniAHGb
— BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2019
Meðal staða þar sem mátti sjá merkið upp á húsum var á Leicester Square í London í Englandi og á Time Square í New York í Bandaríkjunum.
Katar hafði betur í baráttunni um að fá að halda HM 2022 en Bandaríkin, Ástralía, Suður-Kórea og Japan sátu eftir með sárt ennið.
Ákvörðunin var mjög umdeild á sínum tíma endra gríðarlegur hiti í Katar yfir sumarmánuðina. FIFA tók á endanum þá ákvörðun að keppnin færi fram undir loks ársins eða frá nóvemberlok þar til rétt fyrir jól.