Leitar uppi stolin hjól Björn Þorfinnsson skrifar 4. september 2019 06:15 Andri Már Sigurðsson endurheimti hjólið sitt í gær með aðstoð Bjartmars sem má með sanni segja að sé hjólahvíslari Reykjavíkur. Fréttablaðið/ERNIR Í sumar varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að reiðhjólaþjófnaður á höfuðborgarsvæðinu hefði færst í vöxt. Hafa þjófarnir gerst sífellt bíræfnari og láta hvorki lása né rammgerðar keðjur stöðva sig. Leikur grunur á að í mörgum tilvikum sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Einn af þeim sem hafa látið sig málið varða er Reykvíkingurinn Bjartmar Leósson. Á nokkrum mánuðum hefur hann fundið fjölmörg hjól fyrir fórnarlömb fingralanga í miðbæ höfuðborgarinnar. „Þetta byrjaði í raun fyrir tilviljun. Ég er búsettur í miðbænum og fyrir nokkrum mánuðum rak ég augun í þrjú hjól sem voru læst í anddyri Háspennu við Hlemm. Það sem vakti athygli mína var að lásinn var bara ódýrt skran og það vakti grunsemdir mínar,“ segir Bjartmar. Hann tók mynd af hjólunum og hafði samband við lögreglu og hugboð hans reyndist rétt. Hjólunum hafði verið stolið og árvekni Bjartmars varð til þess að þau komust til réttra eigenda. Segja má að þetta hafi komið Bjartmari á bragðið og í kjölfarið fór hann að leggja sig fram við að hafa upp á hjólum. „Það er greinilega faraldur í gangi og ég ákvað bara að gera eitthvað í málunum. Þetta snýst ekki um annað en að hafa augun opin og koma upplýsingunum áfram.“ Hafa meðlimir Facebook-hópsins Hjóladót Tapað, fundið eða stolið notið góðs af vinnu Bjartmars og áætlar hann að hann hafi á þessum stutta tíma fundið um 15 hjól eða aðstoðað eigendur þeirra við að hafa upp á þeim. Í þeim hópi var einmitt blaðamaður Fréttablaðsins sem naut liðsinnis Bjartmars við að hafa upp á stolnu hjóli sonar síns. Hefur Bjartmar síðan gengið undir nafninu „Hjólhestahvíslarinn“ á ritstjórn blaðsins. Bjartmar segir að upplifun sín sé sú að í einfaldri mynd skiptist þjófnaðirnir í tvo flokka. „Flestum hjólunum sem ég hef fundið hafa einstaklingar í neyslu stolið og freistað þess að selja þau fyrir lágt verð til þess að fjármagna neyslu sína. En ég hef einnig frétt af erlendum hópum sem eru skipulagðari og koma stolnum hjólum beint úr landi,“ segir Bjartmar. Hann tekur undir varnaðarorð lögreglunnar um að lásar stöðvi ekki þjófnað. „Þú getur allt eins notað lakkrísreimar eins og þessa hefðbundnu krullulása sem fólk er að nota,“ segir hann. Að hans sögn eru nokkrir staðir líklegri en aðrir þegar kemur að því að hafa upp á stolnum hjólum. „Ég er með nokkra staði sem eru líklegri en aðrir og geri mér reglulega ferð þar fram hjá. Oftar en ekki sé ég einhver hjól í reiðileysi sem ég reyni þá að finna eigendurna að. Samfélagsmiðlarnir gera manni auðvelt fyrir,“ segir Bjartmar, sem er hvergi nærri hættur í þessari samfélagsþjónustu sinni. bjornth@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Í sumar varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að reiðhjólaþjófnaður á höfuðborgarsvæðinu hefði færst í vöxt. Hafa þjófarnir gerst sífellt bíræfnari og láta hvorki lása né rammgerðar keðjur stöðva sig. Leikur grunur á að í mörgum tilvikum sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Einn af þeim sem hafa látið sig málið varða er Reykvíkingurinn Bjartmar Leósson. Á nokkrum mánuðum hefur hann fundið fjölmörg hjól fyrir fórnarlömb fingralanga í miðbæ höfuðborgarinnar. „Þetta byrjaði í raun fyrir tilviljun. Ég er búsettur í miðbænum og fyrir nokkrum mánuðum rak ég augun í þrjú hjól sem voru læst í anddyri Háspennu við Hlemm. Það sem vakti athygli mína var að lásinn var bara ódýrt skran og það vakti grunsemdir mínar,“ segir Bjartmar. Hann tók mynd af hjólunum og hafði samband við lögreglu og hugboð hans reyndist rétt. Hjólunum hafði verið stolið og árvekni Bjartmars varð til þess að þau komust til réttra eigenda. Segja má að þetta hafi komið Bjartmari á bragðið og í kjölfarið fór hann að leggja sig fram við að hafa upp á hjólum. „Það er greinilega faraldur í gangi og ég ákvað bara að gera eitthvað í málunum. Þetta snýst ekki um annað en að hafa augun opin og koma upplýsingunum áfram.“ Hafa meðlimir Facebook-hópsins Hjóladót Tapað, fundið eða stolið notið góðs af vinnu Bjartmars og áætlar hann að hann hafi á þessum stutta tíma fundið um 15 hjól eða aðstoðað eigendur þeirra við að hafa upp á þeim. Í þeim hópi var einmitt blaðamaður Fréttablaðsins sem naut liðsinnis Bjartmars við að hafa upp á stolnu hjóli sonar síns. Hefur Bjartmar síðan gengið undir nafninu „Hjólhestahvíslarinn“ á ritstjórn blaðsins. Bjartmar segir að upplifun sín sé sú að í einfaldri mynd skiptist þjófnaðirnir í tvo flokka. „Flestum hjólunum sem ég hef fundið hafa einstaklingar í neyslu stolið og freistað þess að selja þau fyrir lágt verð til þess að fjármagna neyslu sína. En ég hef einnig frétt af erlendum hópum sem eru skipulagðari og koma stolnum hjólum beint úr landi,“ segir Bjartmar. Hann tekur undir varnaðarorð lögreglunnar um að lásar stöðvi ekki þjófnað. „Þú getur allt eins notað lakkrísreimar eins og þessa hefðbundnu krullulása sem fólk er að nota,“ segir hann. Að hans sögn eru nokkrir staðir líklegri en aðrir þegar kemur að því að hafa upp á stolnum hjólum. „Ég er með nokkra staði sem eru líklegri en aðrir og geri mér reglulega ferð þar fram hjá. Oftar en ekki sé ég einhver hjól í reiðileysi sem ég reyni þá að finna eigendurna að. Samfélagsmiðlarnir gera manni auðvelt fyrir,“ segir Bjartmar, sem er hvergi nærri hættur í þessari samfélagsþjónustu sinni. bjornth@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira