Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 12:30 Atli Eðvaldsson í leik með Fortuna Düsseldorf. Getty/Werner OTTO Atli Eðvaldsson kvaddi í gær eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Eftir stendur minning um magnaðan mann og magnaðan fótboltaferil sem bæði leikmaður og þjálfari. Það er að mörgu að taka af eftirminnilegum ferli Atla Eðvaldssonar sem spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi og Tyrklandi og var bæði fyrirliði og þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins. Það er þó ein helgi í júnímánuði áður 1983 sem verður aldrei toppuð. Ekki aðeins vegna afreks Atla heldur einnig vegna leikjaskipulags í knattspyrnuheiminum. Það er eitt að skora sex mörk á tveimur dögum en annað að spila alvöru leiki tvo daga í röð og blanda inn í það marga klukkutíma ferðalagi frá Þýskalandi til Íslands. Þeir eldri muna örugglega eftir þessu en fyrir hina er full ástæða til að halda henni á lofti sem dæmi um hversu öflugur knattspyrnumaður Atli Eðvaldsson var á sínum tíma. Tímabilið 1982 til 1983 var Atli Eðvaldsson á sínu öðru tímabili með Fortuna Düsseldorf í þýsku bundesligunni. Hann var búinn að eiga mjög flott tímabil þegar kom að lokaumferðinni 6. júní 1983 og hafði skorað 16 mörk í 33 leikjum. Þetta var fjórða tímabil Atla í Þýskalandi en tímabilið 1981-82 spilaði hann aðeins tvo leiki. Hann var þá leikmaður Dortmund en færði sig yfir til Fortuna Düsseldorf og skoraði 7 mörk í 26 leikjum á fyrstu leiktíð. Atli gerði miklu betur á tímabili númer tvö. Lokaleikurinn var á móti Eintracht Frankfurt en það sem flækti málið að daginn eftir átti íslenska landsliðið að spila á móti Möltu í undankeppni EM 1984. Flugvél beið Atla og Péturs Ormslev, sem líka lék með Fortuna Düsseldorf, á flugvellinum í Düsseldorf og flutti þá beint til Íslands eftir leik.Opna um afrek Atla Eðvaldssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 1983.Skjámynd/Íslensk knattspyrna 1983Fyrst var þó að spila þennan leik á móti Eintracht Frankfurt. Íslenskir blaðamenn fengu að fara með flugvélinni út og urðu því vitni af afreki Atla. Atli var í miklu stuði og skoraði öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í leiknum og varð um leið fyrsti útlendingurinn í sögunni sem nær að skora fimmu í leik í bundesligunni. Atli endaði tímabilið með 21 mark í 34 leikjum og sem annar markahæsti leikmaður deildarinnar. Enginn annar íslenskur leikmaður hefur síðan náð að skora fimmu í leik eða yfir tuttugu mörk á einu tímabili í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Við tók flug með einkaflugvél og landsleikur við Möltu daginn eftir. Það var ekki að spyrja að því, Atli Eðvaldsson skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikhlé. Þetta reyndist vera eini sigurleikur íslenska liðsins í allri undankeppninni. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar blaðaúrklippur um þessa ótrúlegu helgi Atla þegar hann skoraði sex mörk á aðeins tveimur dögum.Forsíða DV.Skjámynd/DVSkjámynd/DVSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/ÞjóðviljinnSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/Tíminn EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Tekst á við veikindin á eigin forsendum Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. 20. apríl 2019 14:48 Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Atli Eðvaldsson kvaddi í gær eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Eftir stendur minning um magnaðan mann og magnaðan fótboltaferil sem bæði leikmaður og þjálfari. Það er að mörgu að taka af eftirminnilegum ferli Atla Eðvaldssonar sem spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi og Tyrklandi og var bæði fyrirliði og þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins. Það er þó ein helgi í júnímánuði áður 1983 sem verður aldrei toppuð. Ekki aðeins vegna afreks Atla heldur einnig vegna leikjaskipulags í knattspyrnuheiminum. Það er eitt að skora sex mörk á tveimur dögum en annað að spila alvöru leiki tvo daga í röð og blanda inn í það marga klukkutíma ferðalagi frá Þýskalandi til Íslands. Þeir eldri muna örugglega eftir þessu en fyrir hina er full ástæða til að halda henni á lofti sem dæmi um hversu öflugur knattspyrnumaður Atli Eðvaldsson var á sínum tíma. Tímabilið 1982 til 1983 var Atli Eðvaldsson á sínu öðru tímabili með Fortuna Düsseldorf í þýsku bundesligunni. Hann var búinn að eiga mjög flott tímabil þegar kom að lokaumferðinni 6. júní 1983 og hafði skorað 16 mörk í 33 leikjum. Þetta var fjórða tímabil Atla í Þýskalandi en tímabilið 1981-82 spilaði hann aðeins tvo leiki. Hann var þá leikmaður Dortmund en færði sig yfir til Fortuna Düsseldorf og skoraði 7 mörk í 26 leikjum á fyrstu leiktíð. Atli gerði miklu betur á tímabili númer tvö. Lokaleikurinn var á móti Eintracht Frankfurt en það sem flækti málið að daginn eftir átti íslenska landsliðið að spila á móti Möltu í undankeppni EM 1984. Flugvél beið Atla og Péturs Ormslev, sem líka lék með Fortuna Düsseldorf, á flugvellinum í Düsseldorf og flutti þá beint til Íslands eftir leik.Opna um afrek Atla Eðvaldssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 1983.Skjámynd/Íslensk knattspyrna 1983Fyrst var þó að spila þennan leik á móti Eintracht Frankfurt. Íslenskir blaðamenn fengu að fara með flugvélinni út og urðu því vitni af afreki Atla. Atli var í miklu stuði og skoraði öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í leiknum og varð um leið fyrsti útlendingurinn í sögunni sem nær að skora fimmu í leik í bundesligunni. Atli endaði tímabilið með 21 mark í 34 leikjum og sem annar markahæsti leikmaður deildarinnar. Enginn annar íslenskur leikmaður hefur síðan náð að skora fimmu í leik eða yfir tuttugu mörk á einu tímabili í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Við tók flug með einkaflugvél og landsleikur við Möltu daginn eftir. Það var ekki að spyrja að því, Atli Eðvaldsson skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikhlé. Þetta reyndist vera eini sigurleikur íslenska liðsins í allri undankeppninni. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar blaðaúrklippur um þessa ótrúlegu helgi Atla þegar hann skoraði sex mörk á aðeins tveimur dögum.Forsíða DV.Skjámynd/DVSkjámynd/DVSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/ÞjóðviljinnSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/Tíminn
EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Tekst á við veikindin á eigin forsendum Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. 20. apríl 2019 14:48 Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Tekst á við veikindin á eigin forsendum Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. 20. apríl 2019 14:48
Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30
Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14
Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17