Ungstirni Arsenal var ekki að dreyma og er komið í franska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 10:30 Matteo Guendouzi nýtur þess að vera kominn í franska A-landsliðið. Getty/Anthony Dibon Þjálfari 21 árs landsliðs Frakka freistaðist til að stríða aðeins Arsenal manninum Mattéo Guendouzi þegar kom að því að tilkynna stráknum að hann væri kominn í A-landsliðið í fyrsta sinn. Matteo Guendouzi kom inn í hóp heimsmeistaranna fyrir Paul Pogba sem er meiddur. Frakkar eru eins og kunnugt er í sama riðli og við Íslendingar í undankeppni EM 2020. Matteo Guendouzi fékk að vita af vali sínu eftir nágrannaslaginn á móti Tottenham um helgina. Hann hélt þá að hann yrði með 21 árs landsliðinu í landsleikjafríinu en fljótlega kom annað í ljós. Guendouzi sagði söguna á bak við þessa stóru stund þegar hann frétti að hann væri kominn í franska landsliðið og hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem kom inn á heimasíðu franska landsliðsins.Nope, you're definitely not dreaming, @MatteoGuendouzi! The @Arsenal midfielder reacts to his first senior call-up, replacing Paul Pogba in the squad ??#FiersdetreBleuspic.twitter.com/7QAHP0HG1O — French Team ?? (@FrenchTeam) September 2, 2019Sylvain Ripoll, þjálfari franska 21 árs landsliðsins, fór í heimsókn til Matteo Guendouzi og sagði honum fréttirnar. Guendouzi var sofandi og svaraði ekki fyrr en þjálfarinn hringdi í hann. Það gaf Ripoll tækifæri til að finna upp á smá prakkarastriki. „Hann sagði við mig: Matteo, komdu hérna, við þurfum að tala svolítið saman. Hann sagði svo: Ég er mjög hrifinn af þér sem leikmanni en þú verður að fara.,“ lýsir Matteo Guendouzi. Hann hélt um tíma að hann væri að missa sæti sitt í 21 árs landsliðinu. „Ég svaraði: Hvað meinar þú að ég þurfi að fara? Hvað ertu að segjaÐ Hann svaraði þá: Þú verður með franska A-landsliðinu. Ég trúði þessu ekki í fyrstu. Ég var sofandi þegar hann kom og ég hélt ég væri enn að dreyma,“ sagði Guendouzi léttur. Guendouzi bætti við að Sylvain Ripoll gæti kannski betur lýst viðbrögðum sínum en þessi tuttugu ára miðjumaður var augljóslega í skýjunum með að vera kominn í franska A-landsliðið í fyrsta sinn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þjálfari 21 árs landsliðs Frakka freistaðist til að stríða aðeins Arsenal manninum Mattéo Guendouzi þegar kom að því að tilkynna stráknum að hann væri kominn í A-landsliðið í fyrsta sinn. Matteo Guendouzi kom inn í hóp heimsmeistaranna fyrir Paul Pogba sem er meiddur. Frakkar eru eins og kunnugt er í sama riðli og við Íslendingar í undankeppni EM 2020. Matteo Guendouzi fékk að vita af vali sínu eftir nágrannaslaginn á móti Tottenham um helgina. Hann hélt þá að hann yrði með 21 árs landsliðinu í landsleikjafríinu en fljótlega kom annað í ljós. Guendouzi sagði söguna á bak við þessa stóru stund þegar hann frétti að hann væri kominn í franska landsliðið og hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem kom inn á heimasíðu franska landsliðsins.Nope, you're definitely not dreaming, @MatteoGuendouzi! The @Arsenal midfielder reacts to his first senior call-up, replacing Paul Pogba in the squad ??#FiersdetreBleuspic.twitter.com/7QAHP0HG1O — French Team ?? (@FrenchTeam) September 2, 2019Sylvain Ripoll, þjálfari franska 21 árs landsliðsins, fór í heimsókn til Matteo Guendouzi og sagði honum fréttirnar. Guendouzi var sofandi og svaraði ekki fyrr en þjálfarinn hringdi í hann. Það gaf Ripoll tækifæri til að finna upp á smá prakkarastriki. „Hann sagði við mig: Matteo, komdu hérna, við þurfum að tala svolítið saman. Hann sagði svo: Ég er mjög hrifinn af þér sem leikmanni en þú verður að fara.,“ lýsir Matteo Guendouzi. Hann hélt um tíma að hann væri að missa sæti sitt í 21 árs landsliðinu. „Ég svaraði: Hvað meinar þú að ég þurfi að fara? Hvað ertu að segjaÐ Hann svaraði þá: Þú verður með franska A-landsliðinu. Ég trúði þessu ekki í fyrstu. Ég var sofandi þegar hann kom og ég hélt ég væri enn að dreyma,“ sagði Guendouzi léttur. Guendouzi bætti við að Sylvain Ripoll gæti kannski betur lýst viðbrögðum sínum en þessi tuttugu ára miðjumaður var augljóslega í skýjunum með að vera kominn í franska A-landsliðið í fyrsta sinn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira