Handbolti

Sigursteinn segir markmiðið að berjast um titla og Ágúst býst ekki við þriggja hesta hlaupi

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH er spáð gullinu í Olís-deild karla á meðan Íslandsmeistarar Vals eru taldir líklegar til að verja titilinn í kvennaflokki.

Þetta var kunngjört á árlegum fundi fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna sem fór fram á Grand Hótel í dag.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja við því,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, er hann var aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að FH væri spáð gullinu.

„Við bjuggum okkur undir allt í þeim efnum og gaman að handboltaumhverfið hafi gaman að því sem við erum að gera.“

„Það sem mestu máli skiptir er þó að við höfum trú á því sem við erum að gera og þá á þetta að vera orðið góður vetur.“

Sigursteinn tók við liðinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni í sumar og er nú er strax kominn pressa á hann.

„Er ekki gaman af pressunni? Við viljum vera í því að keppa um eitthvað og það hefur alltaf verið stefnan í Kaplakrika. Það verður það áfram.“



Klippa: Bikarmeisturum FH er spáð efsta sæti


Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sagði að stefnt væri á stóra hluti á Hlíðarenda í vetur, líkt og áður.

„Við erum með frábært lið þó við höfum misst mikið af leikmönnum. Við erum með yngri breidd í ár og erum spennt fyrir tímabilinu,“ sagði Ágúst. En væru það vonbrigði ef Valur tæki ekki titilinn?

„Það fer eftir því hvernig á það er litið. Við ætlum okkur stóra hluti. Við erum að berjast við góð lið eins og Fram sem hefur fengið nóg af leikmönnum og er feyki vel mannað.“

„Svo er önnur lið eins og ÍBV sem er búið að fjóra útlendinga. Þetta verður hörkubarátta. Lið eins og HK hefur verið að spila vel. Afturelding hefur bætt við sig og Stjarnan er með reynslu. Haukar eiga eftir að sækja í sig verðið svo þetta verður hörkumót,“ sagði Íslandsmeistarinn Ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×